Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Elsku Raggý var fyrsta vinkona mín og man ég hreinlega ekki eftir mér áður en við kynntumst – enda bara smá- börn. Raggý var einstök. Góð, hjartahlý og traust, klár og dug- leg og fór alltaf sínar eigin leiðir. Aldrei hefði okkur dottið í hug þegar við áttum saman yndisleg- an dag í New York um miðjan september að þetta yrði í síðasta sinn. Við höfðum ekki hist í þó nokkuð langan tíma, og höfðum margt til að spjalla um. Hún tal- aði mikið um litla sólargeislann sinn, hann Alexander, enda átti hann allt hennar hjarta. Einnig talaði hún svo innilega um for- eldra sína og hversu heppinn Al- exander væri með afa og ömmu, að Sirrý og Guðjón væru hennar stoð og stytta í móðurhlutverk- inu. Við ákváðum að endurtaka leikinn næst þegar hún kæmi í stórborgina, staðráðnar í að halda góðu sambandi og leyfa svo strákunum okkar að leika saman næst þegar ég væri á Ís- landi. Andlátsfréttin nokkrum dög- um síðar kom sem reiðarslag. Eftir stöndum við orðlaus og harmi slegin, en minningin um yndislegu Raggý lifir í hjörtum okkar. Ég votta elsku Alexander, Sirrý og Guðjóni mína innileg- ustu samúð á þessum erfiðu tím- um. Anna Hjartardóttir. Sit og stari út í tómið og get ekki skilið, réttlætt né meðtekið þær fréttir sem mér voru að berast að hún Raggý væri látin. Ragnheiður Guðjónsdóttir ✝ RagnheiðurGuðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júlí 1975. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Kópa- vogi 24. september 2016. Útför hennar fór fram 6. október 2016. Samferðakona á mínum aldri í blóma lífsins, einka- dóttir foreldra sinna og móðir tæp- lega þriggja ára drengs er skyndi- lega horfin frá þeim. Við Raggý eigum okkur langa sögu sem hófst þegar við vorum í kringum 12-13 ára aldur, þá hittumst við fyrst á handboltaæfingu og þá hreif Raggý mig með sinni ein- stöku glaðværð og hlýleika. Árin færðust yfir og við Raggý vorum alltaf að hittast hér og þar og alltaf var hún að brasa eitthvað nýtt og spennandi. Raggý var með tékklista í lífinu sem hún einfaldlega fyllti í jafnóðum, s.s. förðunarfræðingur, viðskipta- fræðingur, flugstjóri og næst var að ljúka við hjúkrunarfræði sem var í vinnslu enda dugnað- arforkur. Þegar ég lauk hjúkrunarfræði og fór að starfa á hjartadeild LSH var þar fyrir ein samstarf- kona mín sem ég hændist að vegna góðmennsku og hlýleika sem hún bar með sér. Seinna fékk ég að vita að Raggý væri dóttir þessarar yndislegu sam- starfskonu og kom það mér ekki á óvart enda eru þær mæðgur einstakar og nærvera þeirra er með eindæmum góð. Þeirra mæðgnasamband var mjög kær- leiksríkt og oft fannst mér þær vera sem ein og sama mann- eskjan. Upp frá þessari upp- götvun okkar Raggýjar að ég væri að vinna með mömmu hennar jókst vinátta okkar enn frekar sem var mér afar dýr- mætt. Raggý vann hlutavinnu á deildinni um tíma og var þess á milli í háloftunum. Það skemmti- lega við það var að ég og móðir mín vinnum einnig á sömu deild og oft á tíðum vorum við fjórar mæðgurnar að vinna saman og ófáar myndir teknar, mikið hleg- ið og brasað á þeim vöktum. Ég, Sirrý og mamma yljum okkur við þessar minningar. Ég naut þess þegar ég gat verið með henni í háloftunum og bað hana í einhver skipti að „sækja mig eða skutla mér“ á áfangastað Icelandair og þá sér- staklega þegar ég var með fjöl- skylduna með mér því innan hennar leyndist flugáhugamað- ur. Raggý vissi af því og gerði allt sem hún gat til að láta drauma hans rætast, en það sýn- ir akkúrat hvernig hún var, ef hún gat þá lét hún drauma ræt- ast þó hún þyrfti að hafa mikið fyrir því, það stoppaði hana ekki enda lagði hún oft mikið á sig fyrir aðra. Hún var yfirburða- gjafmild og hennar lífsmottó var hreinlega að gleðja aðra enda var hún einstök og það vita allir sem hana þekktu. Við Raggý áttum margar góð- ar stundir og samtöl sem voru bæði á sorglegum og glaðværum nótum og er ég afar þakklát að hafa fengið að endurnýja okkar kynni og hefði viljað að þau hefðu varað lengur. Sagt er að guðirnir taki fyrr til sín bestu, góðhjörtuðustu og yndislegustu sálirnar og var Raggý þar á meðal því hún var klárlega einstök manneskja sem gaf okkur hinum svo mikið að maður vissi oft ekki hvort maður ætti að hlæja eða gráta af gleði Ég votta Sirrý, Guðjóni og litla Alexander mínar dýpstu samúðarkveðjur og er miður mín að þau þurfi að feta þennan stíg sem þeim er ætlað um þess- ar mundir. Minning um konu sem var einstök dásemd mun lifa. Þín Olga Birgitta. Þarna stóð ég úti á götu í New York með símann í hend- inni og fannst tíminn standa í stað. Allt í einu heyrði ég ekki lengur hávaðann í kring um mig. Raggý vinkona mín hafði kvatt þennan heim. Nokkrum dögum áður hafði hún staðið úti á þess- ari sömu götu í þessari sömu borg, kát og hress, með bros á vör og hlakkað til að fljúga heim í faðm litla gullmolans síns, hans Alexanders. Raggý var einstaklega hjartahlý manneskja. Hún mátti ekkert aumt sjá og var ávallt tilbúin til að hjálpa fólkinu í kring um sig. Hún hafði unun af því að gleðja aðra, hvort heldur það var með fallegum orðum eða annarskonar gjöfum. Hún varð alltaf fyrst til að óska manni til hamingju með sigrana í lífinu og líka snögg að hafa samband ef eitthvað bjátaði á. Hún var dug- leg að láta fólkið sitt vita hversu mikið hún kunni að meta það og hversu vænt henni þótti um það. Það er eitthvað sem ég ætla að taka mér til fyrirmyndar. Reyndar er svo margt sem mætti taka sér til fyrirmyndar í fari Raggýjar. Hún var með hrikalega skemmtilegan húmor og það var alltaf mikið hlegið og gantast þegar við hittumst. Hún var einstaklega vandvirk og fær í starfi sínu sem flugmaður og flugstjóri. Það var ekki sjaldan að maður fékk tölvupóst- sendingu frá henni þar sem hún hafði tekið niður einhverja punkta er vörðuðu starfið okkar og henni þótti sniðugt að eiga og deila. En Raggý var ekki bara fyr- irmyndar flugstjóri. Hún var líka frábær námsmaður. Með vinnunni rúllaði hún upp við- skiptafræðinni eins og ekkert væri. Seinna fetaði hún svo í fót- spor móður sinnar sem hún leit svo óskaplega mikið upp til og hóf nám í hjúkrunarfræðum. Í verknáminu sem því fylgdi fengu sjúklingarnir á deildinni að njóta hjartahlýjunnar henn- ar. Það vildi svo til að þegar amma mín heitin var lögð inn á hjartadeildina á sínum tíma þá var Raggý þar að hlúa að henni. Amma elskaði Raggý frá fyrsta degi og hlakkaði alltaf til að sjá hana á vaktinni. Ég var henni svo þakklát fyrir að hugsa svona vel um hana ömmu mína. Þegar Raggý sagði mér að hún ætti von á barni þá læddust þónokkur gleðitár niður kinn- arnar. Ég vissi sem var að hún yrði heimsins besta mamma og að þessi litli drengur yrði henni og foreldrum hennar sá gleði- gjafi sem hann reyndist vera. Alexander Berg var svo velkom- inn í þennan heim og í hlýja faðminn hennar mömmu sinnar. Lífið hennar Raggýjar snerist nú um þennan yndislega hnokka og hún ljómaði í návist hans. Sirrý og Guðjón, foreldrar Rag- gýjar, spiluðu stórt hlutverk í lífi litlu fjölskyldunnar og Raggý þreyttist ekki á því að þakka fyrir hversu heppin hún væri að þau væru til staðar fyrir hana og drenginn hennar. Raggý hefur hafið sitt hinsta flug. Lending er á nýjum áfangastað. Með trega kveð ég kæra vinkonu og samstarfs- félaga. Ég geymi í hjarta mínu minningar um góða stúlku. Ég veit að Raggý trúði á engla og að hún svífur nú á englavængj- unum sínum um himininn og vakir yfir drengnum sínum. Megi góður Guð ávallt vera með honum og ykkur, elsku Sirrý og Guðjón. Sigrún Björg Ingvadóttir. Leiðir okkar Raggýjar lágu oft saman í gegnum lífið. Við völdum okkur sama starfsvett- vang þar sem Raggý hóf störf hjá Icelandair rétt á eftir mér. Ég flaug mikið með pabba henn- ar á mínum fyrstu árum hjá fyrirtækinu og við áttum það sameiginlegt að feður okkur voru flugmenn og mæður okkur hjúkrunarfræðingar. Raggý var góður flugmaður sem naut sín í háloftunum og var stolt af sínu starfi. Seinna áttum við eftir að fylgjast að í gegnum viðskipta- fræðina í HR. Þar naut ég held- ur betur góðs af því að hafa byrjað ári á eftir Raggý. Allir sem þekktu Raggý vita að sam- viskusemi og skipulag var henni mjög tamt og stóð ég henni þar langt að baki. Verandi í námi með vinnu og tvö lítil börn þá verð ég Raggý alltaf þakklát fyrir hennar ómetanlegu aðstoð á þessum árum. Samband okkar var mismikið eins og gerist og gengur en ég mun alltaf minnast Raggýjar sem sérstaklega hjartahlýrrar manneskju. Það var virkilega fallegt að fylgjast með Raggý í móðurhlutverkinu og hversu vel hún naut sín þar. Þvílíkur gleðigjafi sem Alexand- er var í hennar lífi. Hvíl í friði, elsku Raggý. Við fjölskyldan sendum Guðjóni, Sirrý og Alexander litla innileg- ar samúðarkveðjur. Linda Gunnarsdóttir. Himnarnir hafa tekið á móti sínum fallegasta engli en eftir situr lítill drengur, foreldrar, fjölskylda og vinir harmi slegin og með óbærilegan söknuð í hjarta. Fráfall elsku Raggýjar var mikið reiðarslag og maður stendur vanmáttugur frammi fyrir slíku áfalli. Raggý, eins og hún var alltaf kölluð, var einstök manneskja. Hún var með hjarta úr gulli og vildi allt fyrir alla gera. Hún sá alltaf það jákvæða og góða í öll- um og var manna fyrst til að rétta út hjálparhönd til þeirra sem á þurftu að halda. Það var tekið eftir henni hvert sem hún fór, gullfalleg með sitt síða rauða hár og bjarta bros. Það var aldrei langt í hláturinn og brosið hjá henni og hlátrasköllin frá Raggý gátu fengið hvern ein- asta mann til að brosa og hlæja með. Það var yndislegt þegar Alex- ander, litli drengurinn hennar Raggýjar, fæddist og langþráð- ur draumur hennar að verða móðir loksins rættist. Það er sorglegt til þess að hugsa að hún mun ekki fá að njóta áranna með honum en við vitum að hún mun fylgjast með honum og vernda hann. Við sem eftir sitjum mun- um verða dugleg að segja hon- um hversu dásamlega móður hann átti. Raggý var okkur mæðgunum dásamleg vinkona og stóra syst- ir eins og hún sagði alltaf sjálf, og fyrir það verðum við ævin- lega þakklátar. Að hafa átt Raggý sem hluta af lífinu sínu og njóta þess með henni er ómetanlegt. Elsku Raggý sys, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur mæðgurnar. Við munum gera okkar allra besta til að hugsa um litla, dásamlega drenginn þinn sem þú varst svo stolt af. Við munum segja hon- um sögur af móður sinni og hvað hann var heppinn að hafa átt þig sem móður. Við munum passa upp á hann og styðja hann og foreldra þína í gegnum þessa miklu sorg. Elsku Alexander, Sirrý og Guðjón. Missir ykkar er óbæri- legur en minning um dásamlegu Raggý lifir ávallt í hjörtum okk- ar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Valgerður og Sólborg. ✝ Helga Páls-dóttir fæddist 16. júní 1940. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 5. september 2016. Foreldrar henn- ar voru Páll Krist- insson f. 20. nóv- ember 1911, d. 13. janúar 1992 og Kristín H. Guð- mundsdóttir f. 10. júlí 1916, d. 28. júlí 1979. Bróð- ir hennar var Kristinn S. Páls- son f. 17. apríl 1949, d. 21. október 1987. Þann 15. nóv- ember 1959 giftist Helga Þóri B. Eyjólfssyni, f. 25. október 1937, d. 8. apríl 2004. Dætur þeirra eru: 1) Erna Þóris- dóttir, gift Magn- úsi E. Eyjólfssyni, dóttir þeirra er Helga Kristín, fædd 3. september 1992 . 2) Guðrún Kristín Þórisdóttir, gift Aðalsteini H. Jóhannssyni, þeirra dætur eru Dóra Jóna og Þórný Edda Aðalsteinsdætur, fæddar 15. febrúar 1999. Útför hennar fór fram í kyrrþey að viðstöddum hennar nánustu, að hennar ósk. Mín besta vinkona er dáin. Hún fékk loksins hvíldina sem hún var búin að þrá svo lengi, en satt að segja kom það mér á óvart. Hún var búin að vera meira og minna veik síðastliðin 30 ár. Tveimur dögum áður en hún dó göntuðumst við með að hún væri eins og kötturinn, með níu líf og jafnvel komin á fjórða köttinn. Helga var ákaflega vel gerð, hörkudugleg við það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var svo lánsöm að kynn- ast ung ástinni sinni honum Þóri í skátahreyfingunni. Þau áttu gott líf saman og eignuðust tvær yndislegar dætur. Á sumrin dvöldu þau mikið austur á Iðu í bústaðnum sem pabbi hennar reisti þegar Helga var krakki. Þá var brúin yfir Iðu ekki komin, en hana munaði ekki um að róa ein yfir Hvítána um tíu ára ald- urinn til að ná í vistir. Þar var mikil laxveiði og Helga skaut þar mörgum veiðimanninum ref fyr- ir rass, ef þeir voru búnir að kasta lengi, kom hún askvað- andi, tók af þeim stöngina og sagði: „svona eigið þið að gera“ og undantekningalaust var fisk- ur strax á. Já, margar eru minningarnar þegar sest er niður og má ég til með deila með ykkur einni af okkar skemmtilegustu. Við fór- um til London 1984 í innkaupa- leiðangur. Þar var sýning í Olympic-höllinni með allskyns gjafavörur og Helgu vantaði vörur fyrir jólin. Við löbbuðum þar um í þrjá daga, sem betur fer var úr mörgu að velja og vorum við heldur betur glaðar þegar innkaupunum var lokið. Komum við þá ekki að bás með gervi- blómum, sem við héldum að væru lifandi blóm og sáum svo falleg jólatré og spurðum sölu- manninn hvort við gætum fengið keypt tvö tré, því miður sagði hann, við seljum minnst 1.000 tré. Við vorum frekar skúffaðar. Þá snýr hann sér að okkur og spyr „Hvaðan eruð þið?“. Frá Ís- landi sögðum við, það kom á hann undrunarsvipur og hann sagði, komið hingað aftur eftir þrjá tíma þá skal ég vera búinn að sækja tré fyrir ykkur. Við fengum trén, hann kvaddi okkur og sagði mikið verður fallegt hjá ykkur í snjóhúsinu á jólunum. Þökkuðum við honum fyrir greiðann og lýstum fyrir honum hýbýlum okkar og snjólausu landinu. Svo var það skemmti- legasta eftir, þegar við vorum spurðar af tollvörðunum hérna heima hvað væri í kössunum og við sögðum að það væru jólatré, trúðu þeir okkur ekki, enda var þetta í byrjun ágúst. Eftir að Þórir dó fyrir 13 ár- um gekk hún í Korpuúlfana og var hún þar af lífi og sál eftir því sem heilsan leyfði. Ég kveð þig Helga mín með fallegu kvæði sem við sungum saman í skát- unum og lýsir þér vel. Þú átt skáti að vaka og vinna vera trúr í þinni stétt. Skátastörfum þínum sinna segja satt og breyta rétt. Vekja þann á verði er sefur vera sólin björt og hlý. Fyrir dag hvern Guð þér gefur gefst þér tækifæri á ný. (H. T.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristín (Kiddý). Það kom okkur ekki beint á óvart þegar við fréttum andlát vinkonu okkar, Helgu Pálsdótt- ur. Helga átti við heilsubrest að stríða í mörg ár en alltaf barðist hún við veikindin af einstökum lífsvilja og reis jafnan upp úr þeim. Mesta áfallið sem Helga varð fyrir var þó þegar Þórir lést fyr- ir tólf árum síðan. Vinátta okkar hófst á Kapla- skjólsveginum. Á efstu hæðinni á númer 31 bjuggum við fjöl- skyldurnar þrjár, Helga og Þór- ir bjuggu í einni íbúðinni með dætur sínar tvær, Ernu og Guð- rúnu Kristínu, og um tíma bjuggu foreldrar Helgu og amma þar líka. Olga og Maggi bjuggu með tvo syni sína í ann- arri íbúð og Magga og Friðgeir með sínar tvær dætur í þeirri þriðju. Erna var elst í hópnum en hin börnin á svipuðum aldri. Börnin áttu athvarf hvert hjá öðru, léku sér saman á stigapall- inum og oftar en ekki var eitt- hvert góðgæti á borðum hjá Helgu. Þetta sambýli sem stóð í æði mörg ár var einstakt og bar aldrei skugga á það. Ýmsar minningar sækja á hugann, allar hlýjar og skemmti- legar. Þegar Erna fermdist dreifðist veislan um íbúðirnar þrjár. Á góðvirðisdögum sett- umst við gjarnan út á svalir og bauð Helga stundum upp á líkjör með gullflögum sem við höfðum aldrei séð hvorki fyrr né síðar. Gjafmildi Helgu var einstök. Ef eitthvað var fengið lánað var það borgað margfalt tilbaka. Ný- veiddur lax úr Iðu rataði oftar en ekki í pottana okkar og ýmsar minningar eigum við úr sum- arbústað Helgu og Þóris sem stendur á bökkum Iðu. Við minnumst þess þegar Helga rak verslun á Laugaveg- inum og við litum inn í kaffi. Iðu- lega vorum við leystar út með gjöfum. Þegar við fluttum í annað hús- næði, eins og gengur um ungt fólk, hélst vináttan áfram. Við vinkonurnar hittumst reglulega í kaffi en til þess að ekki liði of langur tími á milli þess að við hittumst öll var ákveðið að borða saman á þorranum. Þessi tíma- setning varð til þess að vinafund- irnir féllu aldrei niður og áfram var haldið þótt Þórir væri fallinn frá. Það var mikill fögnuður þeg- ar Helga gat verið með okkur í vetur. Við fjögur munum halda áfram að hittast og minnast okk- ar kæru vina, Helgu og Þóris. Við þökkum Helgu og Þóri fyrir allar samverustundirnar og sendum Ernu, Gunnu Stínu og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Olga og Margrét. Helga Pálsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.