Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Saxófónleikarinn og Seltirningur- inn Björgvin Ragnar Hjálmarsson kemur fram á tónleikum í Bóka- safni Seltjarnarness í dag klukkan 17.30. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tónstafir, sem er samstarfsverkefni Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Björgvin Ragnar lagði upphaflega stund á nám við tónlistarskólann og hefur látið að sér kveða á sviði djasstónlistar þrátt fyrir ungan aldur. Á tónleikunum mun Björgvin Ragnar leika vinsæl dægurlög eft- ir lagahöfundana Jón Múla Árna- son og Megas. Með honum á svið- inu verður gítarleikarinn Rögnvaldur Borgþórsson. Aðgang- ur er ókeypis. Djass Björgvin Ragnar flytur dægurlög Jóns Múla og Megasar á saxófón. Lög Jóns Múla og Megasar á saxófón Hjalti Karlsson, hönnuður og meðstofnandi hönnunarstof- unnar karls- sonwilker inc. í New York, held- ur fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld klukkan 20. Hjalti mun segja frá hönnun nýs einkennis Lista- safns Reykjavíkur sem var hannað með það í huga að færa söfnin þrjú nær hvert öðru svo ekki fari á milli mála að Ásmundarsafn, Kjarvals- staðir og Hafnarhús tilheyri sömu stofnuninni – Listasafni Reykjavík- ur. Aðgangur er ókeypis. Einkenni Lista- safns Reykjavíkur Hjalti Karlsson Mengi(berlin) er heiti sýningar sem verður opnuð í samstarfi við Sendi- ráð Íslands í Berlín á morgun, föstudag, kl. 18. Á sýningunni, sem sett verður upp í Felleshus, sameig- inlegu rými norrænu sendiráðanna í Berlín, verður til sýnis úrval lista- verka sem orðið hafa til á þriggja ára ferli Mengis eftir Ingu Birg- isdóttur, Orra Jónsson, Söru Riel, dj. flugvél og geimskip, Guðmund Vigni Karlsson og Nicolas Kunysz. Meðal verka á sýningunni eru plöt- ur og plötuumslög, veggspjöld, teikningar, textaverk, vídeó og fleira, en sýningin stendur til 11. janúar. Staðsetning sýningarinnar er engin tilviljun. „Berlín er eins og frægt er mikill suðupottur lista og sköpunar og á undanförnum árum hefur stór hópur íslenskra lista- manna sest þar að, drukkið í sig næringu og um leið auðgað Berl- ínarsenuna með eigin listsköpun,“ segir í tilkynningu frá Mengi. Á þessu þriggja mánaða tímabili sem sýningin stendur verða fjölmargir listviðburðir haldnir með íslenskum listamönnum sem allir hafa komið fram í Mengi. Þeirra á meðal eru Skúli Sverrisson, Óskar Guð- jónsson, Ólöf Arnalds, amiina, Krið- pleir leikhópur, Hildur Guðnadótt- ir, Nordic Affect, Indriði, Jófríður Ákadóttir (JFDR) og dj. flugvél og geimskip auk norska tónlistar- mannsins Arve Henriksen. Morgunblaðið/Eggert List Ólöf Arnalds er meðal listamanna sem koma fram á Mengi(berlin). Þriggja ára afrakstur Mengis á sýningu í Berlín Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Ég hef aldrei verið vondur maður og aldrei gert neinum neitt, þannig að ég hef engar áhyggjur. Ég hef bara verið tónlistarmaður og reynt að gera mitt besta,“ segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður um nýja heimildar- mynd um líf sitt. Herbert skrifaði undir samning þess efnis að hann fengi ekki að sjá myndina áður en hún yrði sett í sýn- ingu. Heimildar- myndin er afrakst- ur vinnu kvikmyndagerð- armannanna Frið- riks Grétarssonar og Ómars Sverrissonar sem fylgt hafa Herberti eftir undanfarin fimm ár. Myndin ber nafnið Can’t Walk Away eftir þekktasta lagi Herberts og verður frumsýnd í Sambíóunum Eg- ilshöll á laugardaginn kemur. Sagan mín er svolítið „djúsí“ Í myndinni er varpað ljósi á líf og drauma, sigra og ósigra Herberts. Að sögn Herberts kviknaði hug- myndin hjá Friðriki í kjölfar þess að hann gerði myndband við lag Her- berts, „Time“. „Svo var til hellingur af efni inni á RÚV og Tímarit.is, auk þess sem til eru viðtöl við samferðamenn, þannig að til er fullt af efni. Nóg kjöt á beinunum eins og menn segja.“ Herbert viðurkennir að í fyrstu hafi honum þótt óþægilegt að hafa kvik- myndagerðarmennina með í för en svo hafi það vanist. „Sagan mín er svolítið „djúsí“ þar sem ég er búinn að vera í þessum bransa frá því upp úr 1970,“ segir Herbert. Hann segir að hann hafi ekki dregið neitt undan í viðtölum í myndinni. „Sannleikurinn gerir mann frjálsan,“ segir Herbert og bætir við. „Þetta er tónlistin, einkalífið, skilnaðir, dópið og fleira, bara allt. Þetta verð- ur alvöru heimildarmynd,“ segir Herbert. Ekki fengið viðurkenningu Herbert varð fyrst þekkt- ur á Íslandi þegar honum bauðst staða aðalsöngvara í hljómsveitinni Tilveru, en á þeim tíma voru þekktustu hljómsveitir landsins ásamt Tilveru, Ævintýri og Trúbrot. Friðrik segir að gerð hafi ver- ið rannsóknarvinna áður en verkefnið hófst. Það sem vakti ekki síst áhuga var baksaga Herberts og hans per- sónulegu málefni. „Okkur finnst eins og hann hafi aldrei fengið almennilega viðurkenningu sem flestir tónlist- armenn hafa fengið,“ segir Friðrik. Hann segir að ýmislegt beri á góma við gerð mynd- arinnar. „Það er ýmislegt sem hann hefur mátt þola úr barnæsku sem og síðar á lífsleiðinni. Svo virðist sem hann hafi nær alla tíð verið í mótvindi, en alltaf náð að standa uppréttur. Það var í raun það sem vakti áhuga minn og Ómars á þessu verkefni, persóna hans,“ segir Friðrik. Tók tíma að sannfæra Herbert Hann segir að nokkurn tíma hafi tekið að sannfæra Herbert um ágæti þess að gera myndina. „Ég held að fólk eigi eftir að líta Herbert öðrum augum eftir að það sér myndina. Þetta verði ekki bara Hebbi sem gerði „Can’t Walk Away“, heldur að þarna sé miklu meira á bakvið og að hann fái meiri viðurkenningu. Vonandi hjálpar þetta honum því hann hefur gert mik- ið af efni sem fólk er ekkert að hlusta á. Í stuttu máli er þetta einlæg og sannsöguleg mynd um hans líf og hvergi er neitt dregið undan,“ segir Friðrik. Hann segist ekki vera aðdáandi tón- listar Herberts, en hann hafi hins veg- ar alltaf munað eftir því þegar hann sá myndbandið sem Herbert gerði við „Can’t Walk Away“. „Mér fannst það alltaf svolítið flott, sérstaklega miðað við myndböndin sem verið var að gera á Íslandi á þessum tíma.“ „Sannleikurinn gerir mann frjálsan“  Can’t walk away er heimildarmynd um Herbert Guðmundsson  Hispurslaus frásögn  Skrifaði undir samning um að hann fengi fyrst að sjá myndina í bíó Allt „Þetta er tónlistin, einkalífið, skilnaðir, dópið og fleira, bara allt. Þetta verður alvöru heimildarmynd,“ segir Herbert Guðmundsson. Friðrik Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.