Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Verði Sjálfstæðisflokkurinn utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er vinstristjórn það eina sem er í spilunum. Þetta er raunveruleg hætta, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, á fundi með fólki úr Samtökum eldri sjálfstæðis- manna í Valhöll í gær. Þar fór Bjarni yfir breytingar á almannatrygginga- kerfinu, en lög þar að lútandi eru nú að ganga í gegn. Lögunum segir Bjarni fylgja miklar kjarabætur enda verði skerðingar minni og ýms- ar reglur og bótaflokkar einfaldaðar. Hagur eldra fólks muni vænkast mjög með þessu. Í ræðu sinni á fundinum í gær sagði Bjarni að sér þætti núverandi stjórnarandstöðuflokkar nálgast mörg af stærstu málum líðandi stundar af nokkurri léttúð. Nefndi hann þar stjórnarskrármál, fisk- veiðistjórnunarkerfi og aðild að Evrópusambandinu. Minna færi fyr- ir umræðum um til dæmis að Salek- samkomulagið um jöfnun lífeyris- réttinda væri í upplausn. „Við meg- um ekki gleyma okkur í umræðum um loftslagsmál þegar við erum með önnur mál alveg í kleinu. Það er raunar alveg ótrúlegt hvernig mörg aðalmál samtímans eru jaðarsett,“ sagði Bjarni, sem segir stöðu ís- lensks samfélags nú um stundir al- mennt góða. Ríkisstjórnin hafi á kjörtímabilinu náð góðum árangri í mörgum málum og því segist Bjarni ganga óttalaus til alþingiskosninga nú í lok mánaðarins. „En ég ber kvíðboga gagnvart myndun næstu ríkisstjórnar, en þar verðum við auð- vitað að vinna úr niðurstöðum kosn- inganna hverjar sem þær verða,“ segir Bjarni og bætir við að sér þyki gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn bit- lítil. „Þeir flokkar sem haldið hafa þeim málflutningi uppi eru smám saman að hverfa, svo sem Samfylk- ingin,“ sagði Bjarni í ræðu sinni í gær. sbs@mbl.is Segist kvíða stjórnarmyndun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Valhöll Bjarni Benediktsson og Halldór Blöndal á fundinum í gær. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Kosningalögin gera það ekki að skilyrði að frambjóðandi hafi lög- heimili í kjördæminu sem hann býð- ur sig fram í,“ segir Þórhallur Vil- hjálmsson, ritari Landskjörstjórnar. „Aftur á móti er það skýrt að með- mælendur eða þeir sem skrifa undir listann til að hann verði lög- legur verða að vera úr kjördæm- inu.“ Athygli hefur vakið að margir frambjóðendur eru alls ekki bú- settir í kjördæminu þar sem þeir eru í framboði og hafa ekki einu sinni lögheimili þar. En það hefur alltaf verið löglegt, svo framarlega sem menn eru kjörgengir og hafi kosn- ingarétt. Elstu menn í stjórnsýsl- unni minnast þess ekki að umræða hafi verið tekin um að breyta því. Þannig var Steingrímur Hermanns- son lengst af þingmaður fyrir Vest- firði en búsettur í Garðabæ. Þessu er öðruvísi farið í sveit- arstjórnarkosningum; þar þarf fólk að hafa lögheimili í því sveitarfélagi sem það býður sig fram í. Ekki verið umdeilt „Ég þekki söguna ekki nógu vel en ég veit ekki til þess að þetta hafi verið deilumál,“ segir Þórhallur hjá Landkjörstjórninni. Landskjörstjórnin er kosin til fimm ára í senn. Þótt Innanrík- isráðuneytið sjái um framkvæmd kosninganna ákveður Landkjör- stjórnin kjördæmamörkin í Reykja- vík, en atkvæðamagn á milli kjör- dæma þarf að vera nokkurn veginn jafnt. Þurfa ekki að vera í kjördæminu  Kjörgengir geta boðið sig fram Þórhallur Vilhjálmsson Barnavernd Kópavogsbæjar hefur til skoðunar mál leikskólabarns sem talið er að hafi verið beitt of- beldi af hálfu starfsmanns leikskóla í Reykjavík. Sigríður Björg Tóm- asdóttir, upplýsingafulltrúi Kópa- vogsbæjar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Þá segir hún að í öllum tilvikum, þegar barnavernd telji grun leika á um ofbeldi gegn barni, sé lögreglu gert viðvart. Vísir hefur greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi verið vanhæf í málinu vegna tengsla við starfsmann. Hafi málinu því verið vísað til næsta sveitarfé- lags. Þá er leikskólinn sagður einkarekinn. Rannsaka ofbeldis- mál á leikskóla Málþing 2016 Nýjar íbúðir í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 14. október 2016. kl. 8.30 - 12.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla verður lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 14. október 2016: kl. 8.00 Létt morgunhressing kl. 8.30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. kl. 09.30 Kynning á ýmsum uppbyggingarverkefnum: • Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Félag eldri borgara: Uppbygging á vegum FEB • Kristján Sveinlaugsson, Þingvangur: Brynjureitur / Hljómalindarreitur • Arnhildur Pálmadóttir, PK arkitektar: Hafnartorg • Hildur Gunnarsdóttir, Reykjavíkurborg: Stúdentaíbúðir við Háskólann í Reykjavík • Gunnar Valur Gíslason, Eykt: Höfðatorg • Guðrún Ingvarsdóttir, Búseti: Uppbygging á vegum Búseta • Ólöf Örvarsdóttir, Reykjavíkurborg: Almenna íbúðafélagið • Ingunn Lilliendahl, Tark arkitektar: RÚV-reitur • Páll Hjaltason, +Arkitektar: BYKO-reitur og Elliðabraut • Guðrún Björnsdóttir, Félagsstofnun stúdenta: Stúdentaíbúðir á vegum FS • Hannes Frímann Sigurðsson: Hömlur ehf.: Ráðstöfun lóða í Vogabyggð • Davíð Már Sigurðsson, ÞG-verktakar: Bryggjuhverfi • Björn Guðbrandsson, Arkís: Ártúnshöfði – rammaskipulag kl. 11.00 Þorsteinn R. Hermannsson, Reykjavíkurborg: Borgarlínan og þétting byggðar kl. 11.15 Snædís Helgadóttir, Capacent: Greining á fasteignamarkaði - Ný skýrsla Capacent kl. 11.45 Umræður kl. 12.00 Lok málþings Allir velkomnir. FA R 10 16 - 0 3 www.reykjavik.is/ibudir – nýjar íbúðir í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.