Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þennan dag ætti að nota til þess að skipuleggja ferðir með fjölskyldunni. Notaðu tímann á næstunni og kauptu þér eitthvað fallegt til þess að hengja upp inni í skáp. 20. apríl - 20. maí  Naut Skilin á milli góðs sjálfstrausts og hroka eru ekki svo skörp, þú uppgötvar það núna. Stjörnurnar eru sérstaklega hagstæðar hvað félagslífið varðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt aðrir kunni að hafa réttu svörin er óvíst að þeir hafi rétta afstöðu til mála. Samstarfsfólk þitt virðist óvenju þrjóskt núna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Lífið er kennslustofa og þú ert frábær nemandi núna þegar stjörnurnar styrkja at- hyglisgáfuna. Sú leið sem rétt er liggur ekki alltaf í augum uppi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fórn er aðdáunarverð af og til. Svo ef þið eruð jákvæð og opin fyrir nýjungum meg- ið þið vera viss um að allt fer á besta veg. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú leggur allt undir til þess að ná markmiðum þínum. T.d.: Flýtur þú með straumnum eða ertu óvirkur? Í hjarta þínu finnur þú muninn. Klæddu þig upp á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Loksins færðu líkamann til þess að vinna með þér. Hugsaðu þig vel um, heimurinn verður hérna líka á morgun og tækifærið sömuleiðis. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Miskunnin blessar gefanda og þiggjanda. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt líklega eiga mikilvægar samræður við yfirmenn þína og aðra yfirboð- ara á næstu vikum. Spurningin er – hvernig? Í dag getur þú eflaust leyst úr þessu vanda- máli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Himintunglin líta hentug úrræði velþóknunaraugum. Vertu nærgætinn á öllum sviðum. Nýttu hluta orkunnar í að færa út kvíarnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leitaðu réttar þíns og farðu fram á það sem þú átt skilið. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hunds- haus og hendur í skauti. Hvort sem er heillarðu fólk í kringum þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sumt fólk hefur ósköp gaman af því að segja þér ævisögu sína. En þegar verkinu lýkur skaltu muna að hvíld er góð. Ég greip í gærkvöldi Helga-fell, það gamla og góða tímarit Magnúsar Ásgeirssonar og Tómasar Guðmundssonar, og þar sem það opnaðist var smá- ljóðið „Jafnvægislögmál“: Ef aldrei henti vitran villa mundi flónum farnast illa. „Úr Vísnabókinni“ var vinsæll dálkur í Helgafelli, yfirleitt nafn- laus. Hér eru „fjórar þenkingar“: I. Óeigingirnin er með sanni yndisleg dyggð hjá öðrum manni. II. „Sannleikur varir lengur enn lygi.“ - Máske er það af brúkun á misjöfnu stigi. III. Nú gerast vorkvöldin græn og hlý og geðslagið meyrt og ört: Telpur á sveimi út um borg og bý með bráðskotnum drengjum, sem eru á ný að reyna að koma einhverjum orðum að því, sem er örðugar sagt en gjört. IV. Að hafa síðasta orðið er undurlétt. Ef menn kunna bara að tala rétt. Sú tækni nær jafnan tilganginum að taka ekki næstsíðasta orðið af hin- um. Þessi erindi bera yfirskriftina þýtt og endursagt: – Bíólógísk nú- tímaheimspeki: Allt er á huldu um æðri stjórn að baki: Iðranna þræll fer manneskjan á kreik. Óræðar taugar, ofþensla eða slaki, úrslitum ráða um synd og heilagleik. Hormón eru örlög! Harður lögmálsagi hreppir vort líf í kroppsins fangavist. Fúnksjónir kirtla fjarri meðallagi framkalla Ribbentrop og Jesúm Krist. Og svo er það Vandræðadrengur: Hvernig sem ég aga ‘ann og amstra við að laga ‘ann með fáryrðum og frekju eða föðurlegri gæsku„ er um hann sama sagan og sjálfan mig í æsku. Hér er vísa af öðrum toga: Mídas gerði í gamla daga gull úr öllu nálægt sér. Broddum vorra byggðarlaga breytir gull í hvað sem er. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Tínt upp úr Vísnabók Helgafells Í klípu „HEY, SLÚBBI! HVAÐ ER AÐ FRÉTTA, MÚFFUSPAÐI? SÆL, DÚLLÍTA! SÉÐIG, GARNAFLÆKJA! BLESSAÐUR, NJÓLI...“ ÓKEYPIS GÆLU- NÖFN eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FYRIRGEFÐU AÐ ÉG VAKTI ÞIG!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá um heimilis- verkin svo hún geti farið á kvöldnámskeið. ODDI ER STAÐGENGILL MINN Í DAG. FULLKOMIÐ! HRÓLFUR, EINN DAGINN MUNTU HITTA SKAPARA ÞINN... SPARK! ÉG HÉLT AÐ ÉG VÆRI BÚINN AÐ ÞVÍ! ERTU AÐ SEGJA AÐ ÉG SÉ ÆTTLEIDDUR ?! Leonard Cohen hefur á gamalsaldri verið iðinn við að semja nýja tónlist og gefa út. Síðar í þessum mánuði kemur út eftir hann ný plata, You Want It Darker. Hann er 82 ára gamall. Í grein um Cohen eftir David Remnick í tímaritinu New Yorker segir að þrátt fyrir hrakandi heilsu sé hann jafn skýr í kollinum og leggi jafn hart að sér og nokkru sinni og vakni nokkru fyrir dagrenningu til að skrifa. Í greininni segir Cohen að nú sé færra til að dreifa athyglinni en þegar hann þurfti að gegna skyldum á borð við að vera fyrirvinna, eig- inmaður og faðir. „Það eina sem vinnur gegn fullri framleiðslu er bara ástand líkama míns,“ segir Cohen. Síðar í greininni segir hann að í viss- um skilningi hafi hann aldrei haft það betra. x x x Remnick fer yfir feril Cohens ígreininni allt frá rótum hans í samfélagi gyðinga í Montreal, til sambandsins við hina norsku Mari- anne Ihlen og vináttu hans við Bob Dylan. Rifjað er upp samtal þeirra þegar Dylan spurði Cohen hversu lengi hann hefði verið að skrifa lagið Hallelúja. „Tvö ár,“ laug Cohen. Í raun tók það hann fimm ár. Cohen sagði við Dylan að hann kynni sér- staklega að meta lagið „I and I“ á plötunni Infidels og spurði hvað hann hefði verið lengi að semja það. „Um fimmtán mínútur,“ svaraði Dylan. „Svona eru spilin gefin,“ sagði Cohen þegar hann var spurður um þetta samtal. x x x Mjög fróðlegt er að lesa um sviðs-ótta Cohens langt fram á fer- ilinn. Ekki er síður gaman að lesa um yfirvegun hans og öryggi í tónleika- ferðinni sem hann fór í 2007 og stóð nánast óslitið til 2013. Hann var til- neyddur eftir að umboðsmaður hans hafði hlunnfarið hann um milljónir dollara og tæmt reikningana hans. Ólíklegt er að Cohen fari í fleiri tónleikaferðir. „Það sem hefur breyst er nándin við dauðann,“ segir hann. „Ég er snyrtilegur náungi. Mig langar til að hnýta lausa enda ef ég get. Ef ég get það ekki er það líka í lagi. En það er í eðli mínu að ljúka því verki sem ég hef hafið.“ víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er öllum góður, og miskunn hans er yfir öllum, sem hann skapar (Sálm. 145:9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.