Morgunblaðið - 13.10.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.10.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt Fötur/Balar/tunnur/ stampar, mikið úrval Vinnuvettlingar Pu-Flex frá 295 Ruslatínur Strákústar frá 695 frá 395 Laufhrífur frá 1.495 Lauf/ruslastampur Laufsuga/blásari 8.985 Álskóflur frá 1.995 Ruslapokar 10/25/50 stk. Nokkrar stærðir BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Miðað við farþegafjöldaspá Isavia til ársins 2040 verða til 475 ný störf að meðaltali á hverju ári á Kefla- víkurflugvelli árin 2016 – 2040. Þessi fjöldi samsvarar því að nýtt álver væri gangsett á hverju ári á flugvallarsvæðinu. Gangi þessi spá eftir verða til yf- ir 10 þúsund störf á Keflavík- urflugvelli fram til ársins 2040. Munu þau bætast við þau ríflega 5.600 störf sem tengjast starfsem- inni á Keflavíkurflugvelli nú þegar. Á þessu ári hafa orðið til 1.300 ný störf. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Aton vann fyrir fyrir Isavia og kynnt var í gær. Skýrsluna kynnti Huginn Freyr Þorsteinsson ráð- gjafi. Bein störf á flugvöllum teljast þau störf sem eru vegna starfsem- innar á flugvöllunum, segir í skýrsl- unni. Þar ber hæst störf á vegum flugfélaga; flugmenn og flugfreyjur. Störf sem tengjast þjónustu við flugvélar eru einnig mörg og fjöl- breytt, þar má nefna starfsmenn á vegum fyrirtækja sem losa og lesta flugvélar, flugvirkja og fleiri. Með beinum störfum á flugvöllum teljast einnig störf í verslunum og veit- ingastö ð um, öryggisgæslu, lög- gæslu, tollgæslu auk starfa við fólksflutninga og bílaleigur. Þessi störf dreifast á mörg fyrirtæki sem hafa starfsemi á flugvellinum. Sækja þarf fólk út fyrir atvinnusvæði Reykjaness Skýrsluhöfundar segja að í ljósi þess að atvinnuleysi er nú lítið á Reykjanesi og raunar á Íslandi í heild sé ljóst að stóran hluta þess fólks sem manna þarf hin nýju störf verði að sækja að talsverðu leyti út fyrir atvinnusvæðið á Reykjanesi og út fyrir landsteinana. Ljóst sé að atvinnuástandið á Reykjanesi, sem þegar er gott, verði mun betra og það ætti að gera svæðið að ákjósanlegum búsetukosti. Til að gera sér almennilega grein fyrir því hve vöxturinn á Keflavík- urflugvelli hefur orðið mikill og hve störfum hefur fjölgað ört, er gott að skoða raunveruleg dæmi, segir í skýrslunni. „ Ef annars vegar er litið til ís- lensku flugfélaganna tveggja, Ice- landair og WOW air, og hins vegar til flugafgreiðslufélaganna tveggja, Airport Associates og IGS er starfafjölgunin á einu ári gríðarlega mikil eða úr rúmlega 1.500 í 2.100 þegar kemur að flugmönnum og flugliðum. Enn meiri er hún í störf- um flugþjónustufyrirtækjanna IGS og Airport Associates, en þar hefur starfsmönnum fjölgað úr 967 í 1.490 á milli sumranna 2015 og 2016. Þetta eru aðeins dæmi um fjögur af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem starfa á Keflavíkurflugvelli og sett hér fram til að sýna fram á hve vöxturinn er mikill.“ Svo mikill vöxtur getur verið áskorun, ekki síst í ekki stærra samfélagi en því sem Keflavíkurflugvöllur er, segir í skýrslunni Þannig hafi bæði flug- afgreiðslufyrirtækin, IGS og Air- port Associates, ráðið starfsmenn erlendis frá til að sinna vextinum og fest kaup á húsnæði á Suð- urnesjum til að hýsa þá starfs- menn. Ráðast þarf í framkvæmdir Skýrsluhöfundar segja ljóst að fara verði í umfangsmiklar fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að mæta fjölgun farþega. Þegar hafi fjölmargt verið gert og Isavia á síð- ustu fimm árum hefur sett tæpa 37 milljarða króna í framkvæmdir. Á árinu 2016 einu fari um 16 millj- arðar í framkvæmdir við völlinn. Skynsamlegt sé dreifa framkvæmd- unum og fjármögnun þeirra sem mest til að slá á þensluáhrif. Þá þurfi hafa í huga að fram- kvæmdirnar sjálfar muni skapa fjölmörg störf og það geti hreinlega reynst erfitt að ráða fólk á vinnu- markaði sem sé í góðu jafnvægi eins og hinn íslenski sé. Nýtt „álver“ á hverju ári  Gífurleg fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli kallar á fjölgun starfsfólks þar  Að meðaltali verða til 475 ný störf á hverju ári á flugvellinum árin 2016 - 2040  Sækja þarf fólk út fyrir svæðið Tölvuteikning/Nordic-Office of Architecture Framtíðarsýn Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustunni hérlendis undanfarin ár og gegnir Keflavík- urflugvöllur þar lykilhlutverki. Um 96% allra ferðamanna til landsins koma í gegnum Keflavíkurflugvöll. Ferðaþjónustan » Ferðaþjónustan hefur vaxið hröðum skrefum. Gjaldeyr- istekjur greinarinnar eru orðn- ar meiri en í útflutningi iðn- aðarvara (þ.m.t. áls) og útflutningi í sjávarútvegi. » Áætlað er að gjaldeyr- istekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum króna árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið og mik- ilvægt er að vandað verði til verka við þau stækkunar- áform á flugvellinum sem nauðsynleg eru til þess að hann geti staðið undir vaxandi farþegafjölda á komandi árum,“ segir Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia. „Við viljum eiga samtal við þjóðina og alla hags- munaaðila um hvað þetta þýðir sem við sjáum í okkar spám. Ef spárnar verða að veruleika hefur það gríð- arlega mikil jákvæð áhrif fyrir þjóðarframleiðslu, at- vinnulíf og ferðaþjónustu auðvitað. Við viljum sýna þessa möguleika og tækifæri sem liggja í auknum umsvifum á flugvell- inum. En til þess að við missum ekki af þessum tækifærum þarf allt að haldast í hendur. Það á ekki bara við um fyrirtækin sem hafa starfsemi á flugvellinum, heldur þarf að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og fram- lög stjórnvalda til þeirra þátta sem snúa að þeim þurfa að vera í takt við farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli,“ segir Elín. „Stóra gáttin inn í landið“ FRAMLÖG VERÐI Í TAKT VIÐ FARÞEGAFJÖLDA Elín Árnadóttir Ranghermi var í frétt í blaðinu í gær um deiliskipulag vegna lóða við Lækjargötu, Vonarstræti og Skólabrú. Texti og tölulegar upplýs- ingar voru byggðar á skipulagi sem samþykkt var árið 2008 en fellur úr gildi með þeirri deiliskipulagsbreyt- ingu sem nú er til kynningar. Hið rétta er að dregið er úr bygg- ingarmagni ofanjarðar um 518 m2 og nýtingarhlutfall lækkar úr 3,25 í 2,98. Auglýst skipulagstillaga gerir grein fyrir hámarksumfangi og notk- un þeirra bygginga sem heimilt verð- ur að reisa á lóðunum. Tillagan er af- rakstur náins samráðs lóðarhafa, skipulagssviðs og -ráðs Reykjavíkur- borgar sem og Minjastofnunar Ís- lands. Tillagan tekur fullt tillit til þeirra ítarlegu fornleifarannsókna sem lóðarhafi lét framkvæma árið 2015. Samkvæmt auglýstri deiliskipulag- stillögu verður byggingarmagn ofan- jarðar á lóðinni Lækjargata 12 / Vonarstræti 4-4b, sameinuð lóð sam- tals 6.150 m2, en þar af er húseignin Vonarstræti 4 um 815 m2. Áfram er heimilt að byggja hótel á lóðinni en sú breyting gerð frá nú- gildandi deiliskipulagi að fallið er frá því að hafa bankaútibú í húsinu. Þess í stað er gert ráð fyrir sýningu á forn- minjum, bæði utandyra og innanhúss. Sýning á fornminjum byggist á sam- komulagi lóðarhafa og Minjastofn- unar. Stofnaður hefur verið samráðs- hópur um fornleifasýninguna sem í eiga sæti fulltrúar Minjastofnunar, Borgarsögusafns og lóðarhafa. Hægt er að kynna sér framlagða deiliskipulagstillögu á slóðinni: http://reykjavik.is/skipulag-i- kynningu Morgunblaðið/Kristinn Lækjargata Unnið af kappi að fornleifauppgrefttri sumarið 2015. Fornleifarnar sýnd- ar í nýja hótelinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.