Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 13
Fljótlega eftir að ég fluttist heim, níu ára gömul, kynntist ég norrænu goðsögnunum og varð óskaplega glöð að komast að því að við ættum svona æðislegar sögur. Ég var alveg heilluð. Eftir að ég myndtúlkaði Völuspá, þessi fornu kvæði sem Þór- arinn endurorti varð ekki aftur snúið og síðan hef ég verið á kafi í fræðunum.“ Saga um sögur Íslensku fornsögurnar hafa líkt og norræna goða- fræðin verið undirliggjandi stef í verkum Kristínar Rögnu. Í tengslum við fyrrnefndar bækur hefur hún sett upp sýningar á mynd- verkum sínum og einnig hannaði hún og teiknaði 90 metra langan refil, sem byggist á Njálssögu og vígður var 2013 í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Gestum og gangandi býðst að taka í hann spor og er saumaskapurinn nú rúmlega hálfnaður. „Reyndar kemur refill, Njála og margar persónur úr íslensku forn- sögunum við sögu í Dýrgripnum. Meira að segja Harry Potter og Bróðir minn Ljónshjarta, enda er bókin að nokkru leyti saga um sögur og í og með ætluð til að vekja áhuga á menningararfi okkar, bók- menntum af ýmsu tagi og ekki síst Skálholti,“ upplýsir Kristín Ragna. Í formála bókarinnar fer hún með lesendur til ársins 1954. Þá er amma Eddu og nafna lítil stelpa að fylgjast með merkum fornleifaupp- greftri í Skálholti sem faðir hennar, fornleifafræðingur, tekur þátt í, og átti sér stað í raunveruleikanum. „Steinkistan með beinagrind- inni, sem grafin var upp þetta ár, var kveikjan að sögunni. Kistan er núna í kjallara Skálholts, en dýrgripurinn; gylltur baugur með hvítum steini, sem amma Edda finnur, er hins veg- ar minn skáldskapur. Amman gerist fornleifafræðingur og geymir grip- inn á skrifstofu sinni í Skálholti, þar sem honum er stolið rúmlega hálfri öld síðar. Og þá kemur til kasta Eddu yngri, sem er 11 ára, og Úlfs, sjö ára stjúpbróður hennar,“ segir höfundurinn og vill ekki reka sögu- þráðinn of ítarlega. Upplýsir þó að plottið snúist um að finna bæði grip- inn og þjófinn. Í lokin komi svo í ljós hvers konar merkisgrip um sé að ræða. Ævintýri í goðheimum Dýrgripurinn hlaut Nýrækt- arstyrk Miðstöðvar íslenskra bók- mennta. Í umsögn dómnefndar seg- ir: „Höfundur skapar hrífandi heim þar sem í spennandi ævintýri fyrir alla fjölskylduna mætast kunn- uglegur íslenskur veruleiki, íslensk menningarsaga og nýstárleg nálgun við norræna goðafræði.“ Eins og ráða má af umsögninni lenda Edda og Úlfur í háskalegum ævintýrum í goðheimum þar sem þau hitta fyrir þekkt og minna þekkt goð. Af þeim má nefna Þór, Sif og Ull son hennar, Fenrisúlfinn, sem verður mikill vinur Úlfs, á meðan vinskapur tekst með þeim Eddu, Freyju og dóttur hennar, Hnoss. Einnig er getið um Loka lævísa, íkornann Ratatosk, Heimdall, vörð Óðins, og hrafna Óðins, þá Hugin og Munin, sem fylgja börnunum fast eftir. „Markmiðið var að búa til æv- intýri fyrir þá sem eru sólgnir í sög- ur. Við erum alltaf að segja sögur og spegla okkur í þeim. Ég byggi á ýmsu sem átt hefur sér stað í raun- veruleikanum, annað á gömlum sög- um sem ég fann oft eyður í, til dæm- is fá Ullur og Hnoss að ljóma, en á þau er lítið minnst í Snorra-Eddu. Þótt bókin sé hugsuð fyrir 8 til 13 ára sá ég fyrir mér að fjölskyldan gæti lesið hana saman og allir haft gaman af. Dýrgripurinn er fyrst og fremst skemmtisaga, en þó með svolitlum boðskap, annars vegar um mikilvægi sagnahefðarinnar og hins vegar fjölskyldubanda,“ segir Krist- ín Ragna. „Ég er ekkert að troða boðskapnum ofan í kok á lesendum, hann er undirliggjandi. Það reynir nefnilega á samband stjúpsyst- kinanna,“ bætir hún við. Edda og Úlfur eiga sér framhaldslíf Kristín Ragna kveðst hafa verið síteiknandi frá því hún var barn og alla tíð verið mjög upptekin af að vinna með texta og teikningar sam- an. Og ekki minnkaði áhuginn í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Smám saman fór hún að skrifa sam- hliða teiknivinnunni og skellti sér í bókmenntafræðinám til þess að vera betur í stakk búin til að skrifa sjálf og skapa eigin söguheima. BA- ritgerðin hennar fjallaði um samspil mynda og texta, sem hún hefur æ síðan lagt mikla áherslu á. En hvort gerir hún fyrst – teiknar eða skrifar? „Að þessu sinni ákvað ég að ein- beita mér að textanum fyrst og teikna síðan myndirnar. Ég sá sög- una samt allan tímann mjög mynd- rænt fyrir mér, útlit sögupersón- anna og sögusviðið, og hugsaði myndirnar þannig að þær bættu ein- hverju við textann eins og ég geri alltaf þegar ég myndskreyti bækur. Varðandi textann þá er ég alveg ófeiminn að nota ríkulegan orða- forða, sem ég set í auðskiljanlegt samhengi,“ segir Kristín Ragna, sem þegar hefur hafist handa við að skapa þeim Eddu og Úlfi framhalds- líf í máli og myndum. Verkskipulag Til að hafa heildarsýn yfir söguna og framvindu hennar hengdi Kristín Ragna skissur og minnismiða upp í vinnustofu sinni. Stjúpsystkini Úlfur og Edda koma brunandi í Skálholt með pabba Eddu. Hrafnar Óðins, Huginn og Muninn, fylgj- ast með. Skömmu síðar er forngrip stolið af ömmu Eddu og börnin elta þjófinn ofan í göng undir Skálholti. ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Nýtt www.apotekarinn.is - lægra verð Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Edda var orðin glorhungruð og sennilega með óráði. Það hlaut að vera ástæðan fyr- ir þessu öllu saman. Eða gæti ölsopinn hafa valdið ofskynjunum? Hún lyfti spón- inum og ætlaði að fá sér en það flutu þrjú augu í súpunni. Þetta var verra en elda- mennska pabba hennar. Þrumuguðinn ropaði líkt og sæljón og börn hans kepptust við að leika það eftir. Úlfur lét ekki sitt eftir liggja. Þór lamdi hnefanum svo fast í borðið að allt lék á reiðiskjálfi. „Hann er sannur garpur þessi. Upprennandi höfðingi. Réttast væri að taka drenginn í fóstur.“ „Færðu þig, drengstauli,“ sagði Ullur og hlammaði sér á bekkinn við hlið Úlfs. „Jæja félagi, svo þér finnst gaman að etja kapp?“ „Ha, hvaða app er það?“ spurði Úlfur. „Þykist þú vera fyndinn, litla gerpi?“ Ullur sleit brauðbita af Úlfi, stakk upp í sig og spýtti honum svo ofan í askinn hjá Eddu. Seyðið skvettist framan í hana. „Ég vann einu sinni brandarakeppni í skólanum,“ sagði Úlfur. „Og líka hrákakeppni. Það var alveg geðveikt gam- an.“ Ullur stóð upp fjólublár í framan. „Hættu þessu gjammi, tittur. Ég skora þig á hólm. Þrautakeppni á morgun. Þá sjáum við hvor stendur eftir sem sigurvegari og hvor verður bannfærður og sendur til Heljar.“ BROT ÚR BÓKARKAFLA Rosaleg ropkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.