Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kuldaskór í úrvali Kvenkuldaskór Verð 9.995 Stærðir 37-42 2 rennilásar Verð 7.995 Stærðir 40-45 Rennilás að innanverðu Herraku skórlda Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Nú þegar vetur er genginn í garð eru framkvæmdir við opnun braut- arinnar ekki í sjónmáli og er því runninn upp sá tími að ekki er hægt að lenda flugvél á suðvest- urhorni landsins í stífri suðvestan- átt. Með tilliti til sjúkraflugs er það grafalvarleg staða. Hvað þetta til- tekna flugöryggismál varðar, hafa yfirvöld brugðist.“ Þetta segir Ingvar Tryggvason, flugstjóri og formaður öryggis- nefndar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, í grein í nýju frétta- bréfi FÍA. Hér vísar Ingvar til flugbrautar 07/25 á Keflavík- urflugvelli en sú braut liggur í sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun síðan árið 1994. Braut 07/25 gæti nýst fyrir sjúkra- flugvélar ef þær geta ekki lent í Reykjavík vegna veðurs. Skrúfuþotustærð dugar ekki Í byrjun október flutti Morgun- blaðið af því fréttir að innanríkis- ráðherra hefði kallað eftir kostn- aðaráætlun frá Isavia varðandi opnun brautar 07/25 á Keflavík- urflugvelli. Isavia áætlar að það kosti að lágmarki 280 milljónir að opna brautina í einskonar skrúfu- þotustærð, segir Ingvar í grein sinni. „Slík útfærsla hefur raunar aldr- ei verið til umræðu enda órökrétt að litlar skrúfuþotur geti lent á brautinni á sama tíma og farþega- þotum þurfi að lenda við ýtrustu mörk hálku og hliðarvinds,“ segir Ingvar. Úr því sem komið er telur hann rökrétt að opna brautina frá E-akbraut í a.m.k. 2.000 metra lengd. Í grein sinni vitnar Ingvar í bréf sem Þorgeir Pálsson, þáverandi flugmálsstjóri, skrifaði FÍA í sept- ember 2005. Þá stóð fyrir dyrum lokun brautar 06/24 (neyð- arbrautin) í Reykjavík, en ekkert varð af lokun brautarinnar fyrr en rúmum 10 árum síðar. Í bréfi flugmálastjóra stóð: „Í deiliskipulagi Reykjavíkurflug- vallar, sem samþykkt var 15. júní 1999, áður en endurbygging flug- vallarins hófst, er tekið fram að flugbraut 07/25 (nú 06-24) skuli lok- að 5-7 árum eftir að framkvæmdum lýkur, enda hafi þá fundist önnur leið til að veita það öryggi, sem þessi flugbraut tryggir nú. Öllum aðilum var ljóst að leiðin til þess að þetta gengi eftir væri að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð á ný.“ Þess var ekki lengi að bíða að Reykjavíkurflugvöllur lokaðist eftir að braut 06/24 var lokað, segir í sérstakri frétt í fréttabréfi FÍA. „Ófært varð um völlinn hinn 15. nóvember sl. þegar haustlægð gekk yfir með stífri suðvestanátt og élja- gangi. Þetta var ekta útsynningur og vindurinn stóð beint á braut 06/ 24 sem ekki er lengur til taks. Mögulega hefði verið hægt að nota völlinn ef sú braut hefði enn verið opin. Í öllu falli er mjög óheppilegt að hvergi á suðvesturhorni landsins skuli vera flugbraut í þessari stefnu, sem gæti haft úrslitaáhrif þegar svona veður geisar,“ sagði í fréttinni. Í Morgunblaðinu í gær birtist viðtal við Þorkel Á. Jóhannsson, flugstjóra hjá Mýflugi, sem lenti með sjúkling á Reykjavíkurflugvelli að morgni umrædds dags, 15. nóv- ember. Lenti vélin í þeim mesta hámarksvindi sem heimilt er. Sagði Þorkell að litlu hefði mátt muna að hann hefði þurft að snúa frá með sjúklinginn. Yfirvöld brugðust  Formaður öryggisnefndar FÍA gagnrýnir að neyðar- braut hafi verið lokað án þess að opna samsvarandi braut Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflugvél Mýflugs lendir á neyðarbrautinni í sterkri suðvestanátt í fyrra. Nú er búið að loka þessari flugbraut. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Loksins loksins – það er að koma vetur aftur.“ Þannig hefst frétt sem birtist á heimasíðu Skíðasvæða höfuð- borgarinnar fyrir helgi, sú fyrsta sem birtist á heimasíðunni síðan í vor. „Það er byrjað að snjóa og fjöllin orðin hvít og falleg – en það vantar samt talsvert upp á ennþá,“ segir jafnframt í fréttinni. „Það hefur verið lítill snjór til þessa en við höfum haft góðan tíma til að undirbúa opnun,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíða- svæðanna. „Nú er kuldatíð í kortun- um og vonandi getum við opnað á okkar venjulega tíma í desember,“ segir Magnús. Unnið að endurbótum í sumar Opnað var í Bláfjöllum rétt fyrir miðjan desember í fyrra og var opið fram í maí. Gestir skíðasvæðanna urðu samtals um 90 þúsund og hafa aldrei verið fleiri enda var veðrið sér- staklega hagstætt til skíðaiðkunar síðasta vetur. Að sögn Magnúsar var ekki mikið um nýframkvæmdir í sumar því mikl- ir fjármunir voru settir í kaup á nýj- um snjótroðara í byrjun árs. Hins vegar var unnið á viðhaldi á snjógirð- ingum og fleiru. „En veturinn er svo sannarlega byrjaður að minna á sig og við treyst- um á að þetta sé bara byrjunin, við er- um að fá dúndurgóðan vetur með fullt af snjó og endalausa gleði,“ segir í fréttinni á heimasíðu Skíðasvæðanna. Þar kemur jafnframt fram að sala vetrarkorta hefjist 5. desember – „en auðvitað byrjar hún fyrr ef gefur á snjóinn,“ segir í fréttinni. Bláfjöll eru tilbúin ef snjóar meira  Fjöllin hvít og fal- leg en vantar talsvert meira af snjó enn Morgunblaðið/Styrmir Kári Bláfjöll Metaðsókn var í skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins síðasta vetur. Félag sem Pétur Guðmundsson, eigandi byggingafyrirtækisins Eyktar, er í forsvari fyrir hefur gert samning um kaup á Loftorku, sem rekur meðal annars húsein- ingaverksmiðju í Borgarnesi. Loft- orka hefur síðustu áratugi verið meðal stærri vinnuveitenda í Borg- arnesi. Seljendur eru feðgarnir Óli Jón Gunnarsson og Bergþór Óla- son. „Við vorum ekki í sérstökum söluhugleiðingum. Menn nálguðust okkur á forsendum sem við töldum áhugaverðar og við náðum saman,“ segir Bergþór um söluna. Viðskipt- in eru háð ýmsum fyrirvörum, með- al annars um að Samkeppniseftir- litið geri ekki athugasemdir. Loftorka lenti í erfiðleikum í hruninu. Markaður fyrir vörur fyrirtækisins hrundi. Keyptu Óli Jón og Bergþór fyrirtækið í kjölfar- ið ásamt fleirum og eignuðust þeir það að fullu á árinu 2012. Bergþór segir að markaðurinn hafi verið botnfrosinn eftir hrun og snúið að reka fyrirtækið. Loftorka sé aðeins í nýframkvæmdum og hafi því ekki notið góðs af viðhaldsbylgj- unni sem gekk yfir eftir bankahrun. „Á síðustu misserum hefur verk- efnastaðan og allt rekstrarumhverf- ið batnað mikið. Við erum með góð verkefni og mjög bjart fram und- an,“ segir Bergþór. Hann getur þess að enn sé mikil ónýtt afkasta- geta í fyrirtækinu sem hægt væri að virkja til aukinnar framleiðslu. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Loftorka Unnið að steypueiningaframleiðslu í Borgarnesi. Nýir eigendur að Loftorku Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð um greiðslu des- emberuppbótar til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins. Óskert desemberuppbót er 60.616 kr. Nýmæli er að at- vinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka uppbót sem nemur 4% af óskertri desemberuppbót, eða rúmum 2.400 kr. fyrir hvert barn yngra en 18 ára. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þeir atvinnuleitendur sem hafa verið skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2016 og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. des- ember. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Desemberuppbót til atvinnulausra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.