Morgunblaðið - 22.11.2016, Side 25
held að maltleifarnar hafi aldrei
náðst almennilega úr tækinu eft-
ir það.
Svona var afi bara, uppá-
tækjasamur og skemmtilegur og
alltaf tilbúinn að hjálpa öllum.
Hvíl í friði, elsku afi, við mun-
um öll sakna þín.
Davíð Rúrik Ólafsson.
Vopnafjörður sumarið 1960.
Svarthærður glæsilegur maður
með hrokkið hár birtist hjá syst-
ur sinni, Elsu á Kirkjubóli. Gleði
og gáski skein af honum. Þarna
hittumst við Davíð fyrst. Tíu
netamenn höfðu aðsetur á hót-
elinu sem var á heimili hennar
og í skólanum. Faðir minn rak
fyrirtækið Netjamenn hf. á Dal-
vík og annaðist þjónustu við síld-
arskipin. Þarna hitti ég konuefn-
ið mitt, hana Valborgu sem vann
við hótelið með Elsu, móður
sinni. Nokkur sumur vorum
Netjamenn eystra meðan síldin
var. Kynni okkar Davíðs, konu
hans og systkina þróuðust í vin-
áttu og samvinnu um áratuga
skeið. Bakkasystkinin keyptu
Dalhús og hálfan Nýjabæ í
Bakkafirði laust fyrir 1970 og
vorum við Valborg með í þeim
kaupum. Áratugir liðu og á
hverju ári var komið á Dalhús til
uppbyggingar og samveru. Unn-
ið var meðal annars að endur-
bótum á húsinu, gróðursetningu
trjáa og runna og fleiri lagfær-
ingum. Um nokkurra ára skeið
slepptum við laxaseiðum í ána.
Fyrst gönguseiðum og seinna
kviðpokaseiðum. Samkvæmt
rannsóknum sýndu þessar slepp-
ingar engan árangur um frekari
laxagengd og var þá bara hætt.
Davíð var lengi „primus motor“
á Dalhúsum. Þaðan eru flestar
minningar um hann og fólkið
hans. Við Davíð gerðum það að
gamni okkar að ganga meðfram
ánni og gefa veiðistöðunum nöfn,
dæmi: Þrífoss. „Sjarminn“ við
Dalhús fólst ekki síst í raf-
magns- og símaleysi. Davíð var
margt til lista lagt. Eldhugi til
allra verka, gleðimaður, hagyrð-
ingur, veiðimaður, handverks-
maður og lagahöfundur. Nikkan
var aldrei langt undan, enda
mikið sungið á Dalhúsum. Við
gerðum í félagi það sem ég kalla
Dalhúsasönginn en Davíð samdi
lagið Hér á Dalhúsum, dásam-
legt að vera …
Mér er minnisstæð stund í
eldhúsi Dalhúsa er Bakkasystk-
ini sungu blaðalaust allt kvæðið
um Helgu Jarlsdóttur, 23 erindi.
Rökkrið og snarkið í gömlu elda-
vélinni gerði þessa stund
ógleymanlega. Elsa tengdamóðir
var ætíð með okkur „fyrir norð-
an“ og oft var hún þar alein.
Ætíð söng hún með okkur
„Fram í heiðanna ró“.
Barnabörn mín elska að vera
á Dalhúsum, frjáls í náttúrunni,
buslandi í ánni, hlaupandi í alls-
kyns leikjum sem að mestu eru
horfnir úr menningunni, því ekk-
ert er þar sjónvarpið og tak-
markað tölvusamband. Davíð
með sína grænu fingur á lifandi
minnismerki í öllum þeim trjám
og runnum sem hann gróðursetti
bæði eystra og við sumarhús sitt
syðra. Heimili Davíðs og Lúllu
var ætíð opið okkur og bar þeim
hjónum glæsilegt vitni.
Valborg, fyrri kona mín, og
Davíð voru afar náin og mátu
hvort annað mikils, miklir vinir.
Þau eru nú bæði „falin bak við
ský“ svo vitnað sé til gaman-
brags Davíðs. Blessuð sé þeirra
minning og ástvina sem farnir
eru.
Síðast hittumst við Davíð í
janúar sl. Þrátt fyrir erfið veik-
indi geislaði gamla hlýjan hans í
vitund okkar. Fallegt var að vita
og sjá hversu dæturnar hlúðu
ætíð vel að pabba sínum, allt til
hinstu stundar.
Við Gunnur, kona mín, og
börnin mín vottum fjölskyldu
Davíðs djúpa hluttekningu.
Fagrar og hlýjar minningar um
kæran vin munu lifa áfram.
Heimir Kristinsson.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til
hádegisfundar í Valhöll á morgun, miðviku-
daginn 23. nóvember, kl. 12 á hádegi.
Gestur fundarins:
Heiðrún Lind Marteins-
dóttir hjá Samtökum
fyrirtækja í sjávarútvegi.
Húsið verður opnað
kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi, 850 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur I kl. 10.15 og
vatnsleikfimi í Vesturbæjarlauginni kl. 10.50. Eftir hádegi:Tálgað í
tré og postulínsmálun I kl. 13.
Árskógar 4 Leikfimi Maríu kl. 9–9.45. Smíðar og útskurður með leið-
beinanda kl. 9–16. Steinamálun fellur niður í dag. Qigong með Ingu
kl. 10.30–12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6–8 kl. 12.30. Handavinna
með leiðbeinanda kl. 12.30–16.30. Kóræfing hjá Kátum körlum kl.
13–15. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14–16.
Áskirkja Jólahlaðborð Áskirkju verður haldið í efra safnaðarheimili
kirkjunnar þann 24. nóvember nk. Hús opnað kl. 18.30, borðhald hefst
kl. 19. Verð er 4000 kr., börn 6-12 ára 2000 kr., yngri fá frítt. Aðgangs-
miði er jafnframt happamiði og eru veglegir og skemmtilegir vinn-
ingar. Endilega skrá sig fyrir miðvikudag hjá kirkjuverði í síma 581-
4035 eða hjá Petreu í síma 891-8165. Allir velkomnir.
Boðinn Botsía kl. 10.30, pennasaumur kl. 13 og brids / kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30, hjúkrunafræðingur
kl. 11, útskurður og leshópur kl. 13.
Bústaðakirkja Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudaginn kl. 13.
spilað, handavinna, framhaldssaga og við verðum með samsöng og
Jónas Þórir spilar undir. Kaffið á sínum stað. Hólmfríður djákni. Karla-
kaffi á föstudaginn 25. nóvember kl. 10–11.30. Heitt á könnunni og ný
bakað vínarbrauð, tilvalið að koma við í kirkjunni og spjalla yfir
rjúkandi heitum kaffibolla. Allir karlar 67 ára og eldri velkomnir, kjörið
fyrir þá sem hafa hætt störfum og eiga lausa stund. Starfsfólk
Bústaðakirkju
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 Handavinna kl. 8, bænastund kl. 9.30, jóla samveru-
stund kl. 13.30.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðastund kl. 12. Súpa og brauð eftir stund-
ina á vægu verði.Við verðum á léttum nótum í dag spilum og spjöll-
um saman fáum okkur kaffi og meðlæti. Framhaldsaga lesin og fyrir-
bænastund. Gestir okkar í dag koma frá tónskóla Sigursveins.
Hlökkum til að sjá ykkur
Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Bútasaumur kl. 9–12.
Glerbræðsla kl. 9–13. Lestur framhaldssögu kl. 12.30–13. Handverks-
stofa opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 13–15. Félagsvist kl. 13.30–16.
Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16. Qi-gong
í Sjálandsskóla kl. 9.10. Stólajóga í Jónshúsi FEBG kl. 11.Trésmíði í
Kirkjuhvoli kl. 9 og 13. Karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13. Botsía kl.
13.45. Vatnsleikfimi kl. 15. Bútasaumur í Jónshúsi kl. 13. Bónusrúta
fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 15 og 16. Félags-
vist FEBG í Jónshúsi kl. 20.
Gjábakki Handavinna kl. 9, stólaleikfimi kl. 9.45, handavinna kl. 13,
hreyfi- og jafnvægisæfingar kl.13, alkort kl. 13.30, hreyfi- og jafn-
vægisæfingar kl. 14, hreyfi- og jafnvægisæfingar kl.15, Dans með
Sigvalda kl. 18.
Grafarvogskirkja ,,Opið hús" fyrir eldri borgara kl. 13, hefst með
samsöng sem organistinn Hilmar Örn Agnarsson leiðir. Helgistund
sem prestar safnaðarins stjórna. Handavinna, spilað og spjallað.
Kaffiveitinga. Allir hjartanlega velkomnir.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kanasta kl. 13, tréskurður kl.
13, jóga kl. 17.15. hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum,
allir velkomnir!
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Jóga
kl. 10.10–11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15.
Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi
kl. 9.45, matur kl. 11.30. Opin vinnustofa kl. 13, tálgun o.fl. helgistund
kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir,
hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9
hjá Margréti Zóphoníasd., thai chi kl. 9, leikfimi kl. 10, framhaldssagan
kl. 11. Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, postulínsmálun með Sólveigu
Leifsdóttur kl.13, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.15. Bókabíllinn kl. 14.30,
síðdegiskaffi kl. 14.30. U3A kl. 17.15. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð
aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 7.30 í dag, listmálun
kl. 9 í Borgum. Helgistund kl. 10.30, kóræfing kl. 16 í dag í Borgum.
Heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum í dag.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9–12, listasmiðja kl.
9–16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 13–16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og
leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi Húsið opið kl. 9.30–13.30, kaffi, spjall og blöðin
eftir opnun, matur kl. 11.30–12.30, heitt á könnunni eftir hádegi.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffiapjall í
króknum kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kl. 14.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Qi-gong-námskeið kl. 10.15
Félagsmiðstöðin Árskógum 4, leiðbeinandi Inga Björk Sveinsdóttir,
Uppbygging og næring fyrir fyrir sál og líkama. Skák kl. 13.
Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9. Glerskurður (Tifffanýs) kl. 13–16,
Vigdís Hansen.
Félagslíf
HLÍN 6016112219 IV/V H&V
FJÖLNIR 6016112219 I
EDDA 6016112219 III
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Egilssaga 1809, Njála 1875,
Fornyrði Lögbókar 1854, Ágrip
ævisögu Martins Lúthers, 1852,
Árbækur Espólíns 1-12, 1821
frumútg., Íslenskir annálar 1847,
Byggðir og bú, S.Þ., 1963, Ættir
Austur-Húnvetninga 1-4, Drepa
Drepa, Einar og Dagur, Íslensk
stjórnlagafræði L + B,1913,
Íslensk bygging, Guðjón
Samúelsson, Rósarímur, Ljóð
vega salt, Sig. P., Undir fána
lýðveldis H.H. 1941, Stundatal,
Jón Thorlacius 1855, Frá
Hvanndölum til Úlfsdala 1-3,
Vesturfaraskrá, Landfræðisaga
Íslands 1-4, Urriðadans,
Svipþing, S.K.H., Síðkveld M.Á.,
Skútustaðaætt, Bergsætt 1-3.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Til sölu
Óska eftir
Staðgreiðum og lánum út á: gull,
demanta, vönduð úr og málverk!
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu
núna og fáðu tilboð þér að kost-
naðarlausu! www.kaupumgull.is
Opið mán.– fös. 11–16.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 782 8800
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Nýjar og notaðar dekkjavélar
til sölu
M & B dekkjavélar
Ítalskar topp gæða dekkjavélar.
Gott verð.
Einnig notaðar Sicam vélar og lyftur.
Kaldassel ehf.,
s. 5444333 og 8201070
kaldasel@islandia.is
Matador heilsársdekk - tilboð
215/70 R 16 kr. 19.500
225/70 R 16 kr. 24.900
235/60 R 18 kr. 28.500
255/55 R 18 kr. 29.900
255/50 R 19 kr. 34.500
175/75 R 16 C kr. 17.500
205/75 R 16 C kr 19.500
215/75 R 16 C kr. 23.500
225/65 R 16 C kr. 27.200
235/65 R 16 C kr. 29.900
Framleidd af Continental í Slóvakíu.
Kaldasel ehf
s. 8201070
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
13 R 22.5 kr. 48306 + vsk 4 stk
1200 R 20 kr. 39.516 + vsk 4 stk
275/70 R 22.5 kr. 48306 + vsk 4 stk
385/65 R 22.5 kr. 66048 + vsk 2 stk
1000 – 20 kr. 33790 + vsk 1 stk
og fleiri stærðir.
Kaldasel ehf.,
s. 5444333 og 8201070
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald fyrir
jólin
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 896 - 4019.
fagmid@simnet.is
Atvinnublað alla laugardaga
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is