Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í líffræðinni, þetta svið er áfleygiferð og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta starf,“segir Sigurkarl Stefánsson, líffræðikennari og fagstjóri í líf- fræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann á 60 ára afmæli í dag og hefur kennt við skólann í meira en 30 ár. „Það eru t.d. alltaf nýjungar í erfðafræði og svo verða rannsóknar- tækin nákvæmari og nákvæmari, eins og ýmis tölvutengd mælitæki. Við kynnum nemendum þessar nýjungar og heimsækjum vísindamenn við ýmsar stofnanir til að sjá hvernig þeir vinna. Svo er hægt að skoða margt á netinu. Við reynum líka að fá unga fólkið til að horfa á náttúr- una í kringum sig, skilja hana, njóta hennar og virða hana.“ Utan vinnu er Sigurkarl skógarbóndi á norðanverðu Snæfellsnesi, nánar tiltekið á Setbergi í Litla-Langadal á Skógarströnd. „Fjölskyldan mín á þessa jörð og við erum saman í þessu og ætlum ásamt nokkrum nágrönnum að láta sveitina standa undir nafni. Foreldrar mínir byggðu sumarbústað þarna og ég á ættir að rekja þangað, en langafi var bóndi á Dröngum. Ég hef líka áhuga á tónlist og spila á píanó. Afmælisveislan sem ég hélt um síðustu helgi var því mikil söngveisla.“ Sambýliskona Sigurkarls er Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Börn Sigurkarls úr fyrra sam- bandi eru Stefán, f. 1982, læknir, Auður, f. 1989, háskólanemi, og Bragi, f. 1991, tæknifræðingur. Skógræktarbóndinn Sigurkarl að gróðursetja birkiplöntur. Ræktar skóg á Skógarströnd Sigurkarl Stefánsson er sextugur í dag Á sdís Hlökk Theodórs- dóttir fæddist 22.11. 1966 í Reykjavík og ólst upp í Heima- hverfinu. Hlökk gekk í Langholtsskóla, Menntaskólann við Sund, lauk B.Sc.-námi í landfræði við Há- skóla Íslands og M.Phil. í skipu- lagsfræði frá Reading University á Englandi og stundaði doktors- námi í skipulagsfræði við Kung- liga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Starfsferillinn Hlökk hóf starfsferil sinn í skipulagsmálum hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur í byrjun 10. áratugarins og starfaði síðan í áratug á Skipulagi ríkisins/ Skipulagsstofnun, lengst af sem aðstoðarskipulagsstjóri. „Ég kom þar að mörgum spennandi og stefnumarkandi málum á þeim tíma, meðal annars mati á um- hverfisáhrifum Kárahnjúka- virkjunar.“ Hlökk vann að ráðgjafarverk- efnum hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta 2005-2009, þar á meðal framsæknum verkefnum eins og Rammaskipulagi Urriðaholts í Garðabæ, Aðalskipulagi Fjarða- byggðar og skipulagi miðbæjar- ins á Akureyri. Árið 2007 stóð hún að stofnun námsbrautar um skipulag og samgöngur í Háskól- anum í Reykjavík og stýrði henni til ársins 2013. Þá tók hún við embætti forstjóra Skipulags- stofnunar. „Í því starfi er komið víða við en þar ber þó sennilega hæst á liðnum árum að fá tækifæri til að leiða mótun fyrstu lands- skipulagsstefnunnar, sem var samþykkt á Alþingi nú í vor.“ Hlökk hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og flutt fyrir- lestra um skipulagsmál og ritað greinar, skýrslur og leiðbein- ingarit á sviði skipulagsmála. „Ég hef brennandi áhuga á fag- inu mínu, sem er skipulag byggð- ar, einnig ferðalögum um óbyggð- ir Íslands og framandi slóðir, lestri og gefandi samræðum um þjóðmál og lífið og tilveruna.“ Um skipulag byggða Hlökk hefur verið að vinna að stóru verkefni undanfarið sem Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar – 50 ára Í Mývatnssveit Hlökk og Bolli ásamt yngri syninum, Þórbergi, við Leirhnjúk. Með brennandi áhuga á skipulagi byggðar Kópavogur Atli Viðar er fæddur á Landspítalanum þann 11. september 2015. Hann vó 3,3 kg við fæðingu og var 49 cm langur. For- eldrar hans eru Anna Fríða Stefánsdóttir og Ragnar Jón Dennisson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is BARNAFATNAÐUR fyrir veturinn Retro Pom barnahúfa Verð: 4.495,- Edge barnavetrarbuxur Verð: 19.995,- Marmot Freerider barnaúlpa Verð: 24.995,- Minnum á vefverslun Fjallakofans www.fjallakofinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.