Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 22.11.2016, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Leikhúsið verður alltaf að vera öruggur og einstakur staður,“ tísti Donald J. Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna um nýliðna helgi. Til- efni ummælanna var það að leikhóp- urinn sem sýnir verðlaunasöngleik- inn Hamilton: An American Musical eftir Lin-Manuel Miranda á Broad- way í New York hafði vogað sér að brjóta fjórða vegginn og ávarpa Mike Pence, nýkjörinn varaforseta, að sýningu lokinni. Samkvæmt frétt The New York Times púuðu áhorfendur þegar Pence gekk í salinn. Það ætti ef til vill ekki að koma á óvart að stjórn- málamaður sem komist hefur til æðstu valda í krafti hatursfullra um- mæla í garð innflytjenda og minni- hlutahópa mæti andstöðu leikhús- gesta sem mættir eru á leiksýningu sem fagnar fjölbreytileikanum. Hamilton fjallar sem kunnugt er um ævi Alexanders Hamilton, sem var fyrsti fjármálaráðherra Bandaríkj- anna á árunum 1789 til 1795 og einn þeirra pólitísku leiðtoga sem skrif- uðu undir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776. Höfundur verksins leggur mikla áherslu á að leikhópurinn endurspegli ólíkan upp- runa Bandaríkjamanna til að undir- strika hversu mikil áhrif innflytj- endur höfðu á mótunarárum Bandaríkjanna, en ein lykilsetninga verksins í miðju borgarastríðinu er: „Innflytjendur koma hlutum í verk.“ Sökum þessa eru Hamilton, Burr, George Washington og Thomas Jef- ferson leiknir af hörundsdökkum leikurum sem rekja ættir sínar ýmist til Afríku eða Rómönsku-Ameríku. Að framklappi loknu bað Brand- on Victor Dixon, sem leikur Aaron Burr, varaforsetann tilvonandi að hinkra við og hlýða á yfirlýsingu leik- hópsins sem var svohljóðandi: „Pence, verðandi varaforseti, við þökkum þér fyrir komuna. Við erum hin fjölbreytta Ameríka. Við erum hrædd og kvíðum því að nýja rík- isstjórnin þín muni ekki vernda okk- ur, jörðina okkar, börnin okkar, for- eldra okkar eða verja okkur og óafsalanleg réttindi okkar. Við von- um að sýningin veiti þér innblástur til að standa vörð um bandarísk gildi og vinna í þágu okkar allra.“ Í samtali við Fox News Sunday hrósaði Pence uppfærslunni og sagð- ist eftirláta öðrum að meta hvort ávarp leikhópsins hefði verið óviðeig- andi, en tók fram að hann hefði ekki móðgast yfir uppákomunni. Verð- andi forseti Bandaríkjanna fór hins vegar mikinn á Twitter og krafðist þess að leikhópurinn bæðist afsök- unar á því að hafa „ráðist“ á Pence með „ruddalegum“ hætti, en Dixon svaraði Trump um hæl að „samræð- ur væru ekki árás“. Krafan um leikhús sem öruggan stað er áhugaverð, því hvað felst í ör- ygginu? Vitaskuld vill enginn upplifa sama öryggisleysi og Abraham Er leikhúsið öruggur staður? Ljósmynd/ Hamilton, Twitter Árás eða samtal? Brandon Victor Dixon ávarpaði nýkjörinn varaforseta Bandaríkjanna að lokinni sýningu á Hamilton á Broadway í New York. Lincoln upplifði í hinstu leikhúsferð sinni 1865. Enda á enginn að þurfa að sætta sig við ofbeldi hvort heldur það á sér stað innan veggja leikhúss- ins eða utan. Undirrituð gleymir seint leikhúsferð sinni í Hackney- hverfi Lundúna fyrir tólf árum þar sem Blue Mountain-leikhópurinn sýndi nýja leikgerð á Óþelló eftir William Shakespeare. Allir leikara sýningarinnar voru hörundsdökkir nema þau sem fóru með hlutverk Jagó og Desdemóna, sem og nær all- ir áhorfendur því hvítir leikhúsgestir voru teljandi á fingrum annarrar handar. Þegar einn leikaranna beindi byssu sinni að Jagó heyrðist áhorfandi öskra hátt og snjallt: „Skjóttu hvíta drenginn“ og í fram- klappinu var púað á hvítu leikarana tvo, augljóslega aðeins vegna húðlit- ar þeirra en ekki frammistöðu. Sú sem hér ritar reyndi að láta lítið fyrir sér fara og prísaði sig sæla að kom- ast heilu og höldnu heim að leiksýn- ingu lokinni. En felst einhvers konar ofbeldi í því að rjúfa fjórða vegginn, ávarpa leikhúsgesti og bjóða þeim upp á samtal? Í vor sem leið varð und- irrituð vitni að því þegar leikhóp- urinn í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín undir stjórn Thomasar Oster- meier gerði tilraun til að virkja áhorfendur með því að breyta okkur í fundargesti fjórða þáttar Þjóðníðings eftir Henrik Ibsen. Þar bauðst áhorfendum að eiga rökræð- ur við persónur leiksins um efni verksins. Slíkar tilraunir geta verið misheppnaðar, pirrandi eða óskiljan- legar en þjóna samt ávallt því hlut- verki að ná sterkara sambandi við áhorfendur. Leikhús sem á ekki er- indi við samtíma sinn er andvana fætt. Leikhúsinu ber að takast á við heimspekilegar, siðferðislegar, póli- tískar og samfélagslegar spurningar og í þeim skilningi vera allt annað en öruggur staður – því það getur auð- vitað reynst afar hættulegt að skoða hlutina með opinn hug, maður gæti óvart skipt um skoðun og neyðst til að endurskoða gildismat sitt. »Leikhúsinu ber aðtakast á við heim- spekilegar, siðferðislegar og samfélagslegar spurningar og í þeim skilningi vera allt annað en öruggur staður. Stopp Mike Pence mun hafa hinkr- að við útganginn og lagt við hlustir. Ævintýri Newt Scamander í leynilegu samfélagi norna og galdramanna í New York, sjötíu árum áður en Harry Potter les bók hans í skólanum. Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.10, 19.00, 20.00, 22.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.45 Sambíóin Akureyri 17.15, 20.00, 22.45 Sambíóin Keflavík 17.15, 20.00, 22.45 Fantastic Beasts and Where to Find Them Doctor Strange 12 Dr. Stephen Vincent Strange slasast illa á höndum. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lokum „hinn forna“. Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 The Accountant 16 Christian Wolff er stærð- fræðingur sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.45 Sambíóin Keflavík 22.45 The Light Between Oceans Vitavörður og eiginkona hans búa við ströndina í Vestur-Ástralíu, og ala upp skipreka barn sem þau finna í árabát Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Egilshöll 17.10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Shut In Þegar stórhættulegt fárviðri skellur á þarf Mary að bjarga ungum dreng áður en hann hverfur að eilífu. Metacritic 22/100 IMDb 4,9/10 Smárabíó 19.50, 22.35 Borgarbíó Akureyri 22.20 Arrival 12 Metacritic 80/100 IMDb 8,5/10 Smárabíó 16.50, 17.10, 19.30, 20.00, 22.10 Háskólabíó 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 22.30 Jack Reacher: Never Go Back 12 Jack Reacher þarf að fletta ofan af stóru samsæri til þess að sanna sakleysi sitt IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 22.45 Grimmd 12 Morgunblaðið bbbnn IMDb 5,8/10 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 20.40 Hacksaw Ridge 16 Metacritic 66/100 IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.45 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Flöskuskeyti frá P 16 Metacritic 66/100 IMDb 7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00 Eiðurinn 12 Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 22.30 Bridget Jones’s Baby 12 Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.30 The Girl on the Train 16 Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Inferno 12 Smárabíó 22.20 Eight Days a Week - The Touring Years Háskólabíó 18.00 Max Steel 12 Metacritic 22/100 IMDb 4,9/10 Smárabíó 15.30, 17.50 Masterminds Metacritic 47/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 20.10, 22.20 Sjöundi dvergurinn Hin illa norn Dellamorta lagði bölvun á Rose prins- essu nema hún verði kysst af manni sem elskar hana af heilum hug. Sambíóin Álfabakka 18.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Borgarbíó Akureyri 17.50 Storkar Núna afhenda storkar pakka fyrir alþjóðlega netfirsann Cornerstone.com. Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.00 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 15.30, 17.45 Innsæi Bíó Paradís 18.00 Child Eater Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vænd- um IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 22.30 Slack Bay Bíó Paradís 17.30, 22.00 Baskavígin Bíó Paradís 20.00 Gimme Danger Bíó Paradís 17.45 The girl with all the gifts Metacritic 73/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.