Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 29
Vikublað 3.–5. mars 2015 Lífsstíll 29 BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin f PLANKAPARKET 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Ljúffengur laxaborgari með spennandi rækjusalati A ð þessu sinni kynnum við til sögunnar uppskrift að ljúf- um laxaborgara. Grunnur- inn er auðveldur en svo er um að gera að bragðbæta með uppáhaldsfiskikryddinu, breyta um lauktegund eða bæta við fersk- um kryddjurtum eins og sólselju (dilli). Kremkennt rækjusalat Það skiptir litlu hvers konar krem- kennt salat er sett ofan á borgarann. Hægt er að nota uppáhaldstúnfisk- salatið eða gamla góða majónes- rækjusalatið sem aldrei klikkar. Hér er nýstárlegt og vel kryddað rækju- salat í boði. Það er kryddað með pipar rót sem hefur milt en um leið með ákveðið piparbragð. Magnið er algjört smekksatriði, en 1–2 tsk. eru lágmark svo að bragðið komi í ljós. Ferskt dill og hrogn gefa bæði fal- legan lit og bragð í salatið, og ekki gleyma að saxa rækjurnar áður en þær eru settar út í majónesblönduna. Áferðin verður ógleymanleg. Hveiti eða fiberhusk Fiberhusk-trefjar eru kolvetnaminni en hvítt hveiti og virka alveg jafn vel til að þétta fiskdeigið þannig að hægt sé að móta úr því borgara eða bollur. Ef þið viljið frekar nota hveiti er það alveg leyfilegt – magnið þarf þá bara að vera aðeins meira eða um það bil fjórðungur af hakkinu. Langamma kenndi mér að gera kross í hakkið í skálinni. Taka upp fjórðung og fylla gatið með hveiti áður en fjórðungur- inn er látinn aftur saman við. Það er víst hið fullkomna hlutfall fisks og hveitis. Magnkaup Notið gjarnan tækifærið til að fylla frystinn með hollum „skyndibita“. Tvöfaldið eða þrefaldið uppskriftina, án mikillar aukavinnu, og steikið enn fleiri borgara aukalega til að skella í frystinn. Það má líka alveg eins móta bollur úr laxfarsinu og taka fram eftir þörfum. Það kann að hljóma undar- lega en krakkar eru oftast viljugri til að borða flest allt sem er kúlulaga! n Einfaldur grunnur sem hægt er að bragðbæta með mismunandi kryddum 4 borgarar n 700 g lax n 3–4 salatlaukar eða lítill laukur n 1 egg n 2 msk. fiberhusk–trefjar/ psyllium husk–duft n 1 tsk. salt og pipar eða tilbúið blandað fiskikrydd að eigin vali n Smjör til steikingar Laxinn er malaður í kjöt-/ fiskikvörninni á hrærivélinni, eða settur í minni skömmtum í matvinnsluvél þar til hann verður að mjúku og meðfæri- legu fiskhakki. Ef vélar eru ekki til staðar er hægt að nota beittan hníf til að hakka fiskinn í smátt. Laukurinn er skorinn smátt og bætt við fiskhakkið. Svo er kryddi, eggi og husk-dufti bætt við og hrært vandlega. Leyfið blöndunni að standa stundarkorn svo að husk- duftið dragi í sig vökvann úr fiskinum og þétti deigið – þannig verður auðvelt að búa til borgarana og þeir halda laginu á pönnunni við steikingu. Fjórir borgarar eru mótaðir og smjör brætt á frekar heitri pönnu. Borgararnir eru steiktir á báðum hliðum þar til þeir eru orðnir fallega steikarbrún- ir – um 5 mínútur á hvorri hlið. n 1 dl majónes, til helminga sýrður rjómi n 1 msk. söxuð sólselja (dill) n 1 msk. piparrót eða meira eftir smekk n 1 msk. grásleppuhrogn (rauð eða svört) n 170 g rækjur, saxaðar smátt n salt og pipar eftir smekk Byrjið á að blanda saman majónesi og öllu kryddi. Söxuðum rækjum og hrognum er svo bætt við og blandað saman. Látið standa í ísskáp þar til laxaborgararnir eru tilbúnir. Hér eru herlegheitin borin fram á fersku blönduðu salati með bláberjum: laxa- borgarinn og rækjusalat þar ofan á, og kórónan á verkinu er sítrónusneið. Það er ómissandi að kreista ferskan sítrónusafa yfir þessa frísklegu máltíð! Begga og hrærivélin Begga er ritstjóri Sælkerapressunnar – pressan.is/saelkerapressan Vel kryddað rækjusalat Ljúffengur Laxa- borgarinn umkringdur bláberjum á grænu beði. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.