Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 4
Helgarblað 6.–9. mars 20154 Fréttir
Vill afnema launaþak
forstjóra ríkisfyrirtækja
Frumvarp fjármálaráðherra gæti leitt til launahækkana forstjóra hlutafélaga í eigu ríkisins
L
aun forstöðumanna hluta-
félaga í eigu ríkisins gætu
hækkað ef frumvarp fjár-
málaráðherra um breytingar
á lögum um kjararáð, sem
ríkisstjórnin afgreiddi í nóvember í
fyrra, verður samþykkt á Alþingi. Í
frumvarpinu er lagt til, samkvæmt
heimildum DV, að vikið verði frá
því viðmiði að grunnlaun megi ekki
vera hærri en föst laun forsætis-
ráðherra. Þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa ekki enn afgreitt
frumvarpið en heimildir DV herma
að það verði tekið fyrir á fundi þing-
flokksins á mánudag.
Laun Más aftur til bankaráðs
Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, lagði frum-
varpið um breytingar á lögum um
kjararáð fram í ríkisstjórn í haust.
Frumvarpið er á þingmálaskrá ríkis-
stjórnarinnar fyrir yfirstandandi
þing en átti samkvæmt henni að
vera lagt fram á Alþingi í fyrra. Sam-
kvæmt þingmálaskránni hefur fjár-
málaráðherra lagt til að breytingar
verði gerðar á ákvörðun launa og
starfskjara forstöðumanna hlutafé-
laga og annarra félaga sem eru að
meirihluta í eigu ríkisins. Einnig
eru lagðar til breytingar á lögum um
Seðlabanka Íslands og Landsvirkj-
un sem færa ákvörðunarvald um
laun og starfskjör seðlabankastjóra
og forstjóra raforkuframleiðandans
frá kjararáði og aftur til stjórna ríkis-
stofnunarinnar og Landsvirkjunar.
Kjararáð ákveður einnig laun og
starfskjör æðstu embættismanna
ríkisins. Í þeim hópi eru meðal
annars ráðherrar, alþingismenn,
dómarar, ráðuneytisstjórar, prestar
og forstöðumenn ríkisstofnana.
Ekki hafa fengist upplýsingar
um hvort frumvarpið feli í sér
breytingar sem geta haft áhrif á
launakjör þessara hópa.
Ákvörðun ríkisstjórnar Sam-
fylkingar og Vinstri grænna um
að breyta lögum um kjararáð, og
tengja þannig laun forstöðumanna
ríkisstofnana og hlutafélaga við
laun forsætisráðherra, var afar um-
deild á sínum tíma enda lækkuðu
laun margra í kjölfarið. Mánaðar-
laun Más Guðmundssonar seðla-
bankastjóra lækkuðu til að mynda
um 415 þúsund krónur eða 23,8
prósent þegar Alþingi samþykkti
lagabreytinguna árið 2010.
Með lægri laun en undirmenn
Kjararáð á meðal annars að gæta
þess að grunnlaun forstjóra Isavia,
Íslandspósts, Landsbankans, Rarik
og Landsvirkjunar verði ekki hærri
en föst laun forsætisráðherra. Laun
útvarpsstjóra eru einnig ákveðin af
ráðinu og einnig má nefna forstjóra
Landsnets og framkvæmdastjóra
Fríhafnarinnar.
DV fjallaði á þriðjudag um þá
staðreynd að mánaðarlaun Stein-
þórs Pálssonar, bankastjóra Lands-
bankans, voru 800 þúsund krónum
lægri en laun sjö undirmanna hans
í framkvæmdastjórn bankans á síð-
asta ári. Steinþór var þá með 1,5
milljónir króna á mánuði á meðan
framkvæmdastjórarnir sjö fengu
að meðaltali 2,3 milljónir hver, eða
9,6 milljónum meira í árslaun en
bankastjórinn. Íslenska ríkið á 98
prósenta hlut í Landsbankanum
og launakjör bankastjórans eru því
ákveðin af kjararáði. Samkvæmt
nýjasta úrskurði ráðsins er kostn-
aður vegna bifreiðahlunninda
Steinþórs og nettengingar á heimili
hans dreginn af laununum.n
Hvaða forstjórar heyra undir kjararáð?
Alls 21 forstöðumaður hlutafélaga í eigu ríkisins
heyrir undir kjararáð. Á meðal þeirra eru:
n Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri
n Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
n Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
n Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri
Íslandspósts
n Sveinn Margeirsson, forstjóri Matíss
n Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik
n Guðmundur Ingi Ásmundsson,
forstjóri Landsnets
n Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans
Hluti þingflokksins Frumvarpið um breytingar á lögum um kjararáð verður samkvæmt
heimildum DV tekið fyrir á fundi þingflokks Framsóknarflokksins á mánudag. Mynd Sigtryggur Ari
Haraldur guðmundsson
haraldur@dv.is
Fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahags-
ráðherra, lagði frumvarpið
um breytingar á lögum um
kjararáð fram í ríkisstjórn í
haust. Mynd Sigtryggur Ari
Vill vita
meira um
umgengni
Hvernig er leitast við að úrskurðir
sýslumanna og ráðuneytis í um-
gengnismálum séu ávallt barni
fyrir bestu og á hvaða rannsókn-
um og gögnum er byggt í þeim
efnum? spyr þingmaðurinn Guð-
mundur Steingrímsson í fyrir-
spurn til innanríkisráðherra, en
hann hefur óskað eftir upplýsing-
um í átta liðum um úrskurði um
umgengni barna við umgengis-
foreldra.
Hann spyr að því hvernig að-
komu fagaðila í málefnum barna
sé háttað þegar sýslumaður úr-
skurðar í umgengismáli og þegar
ráðuneyti tekur afstöðu til kæru
á slíkum úrskurði. Þá vill hann
vita hvort unnið sé á grunni verk-
lagsreglna eða sambærilegra
leiðbeininga og vill fá upplýs-
ingar um það hvar þær eru að-
gengilegar og veltir upp þeirri
spurningu hvernig samræmi í
úrskurðum sýslumannsembætta
sé tryggt.
Magnús Geir
Þórðarson
Ingimundur Sigurpálsson
Steinþór Pálsson
Íslenskir skartgripir
Úra og skartgripaverslun Heide Glæsibæ
Tilvalin fermingargjöf
Við erum líka á Facebook