Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 60
60 Fólk Helgarblað 6.–9. mars 2015 stjörnur Hollywood n Stjörnurnar eru ekki allar elskaðar og dáðar af öllum Óvinsælustu Þ að er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og ríkur. Slúðurtímaritin birta reglulega lista yfir óvinsælu- stu stjörnurnar í Hollywood. Þótt leikari sé frægur og eigi sinn hóp af aðdáendum er ekki þar með sagt að hann sé elskaður og dáð- ur af öllum. Á lista yfir 20 óvinsælu- stu stjörnurnar kennir ýmissa grasa. Hér verður fjallað um þær þekktustu af þeim. n  Taktlaus Taylor Það þekkja allir Taylor Swift. Söngkonan hefur átt hvern smellinn á fætur öðrum og hefur verið að færa sig úr sveitatón- listinni yfir í poppið. Swift á mun auðveldara með að syngja en að dansa eins og sannast hefur í myndböndum hennar. Dansinn og allir fyrrverandi kærastarnir fara í taugarnar á svo mörgum að Taylor Swift situr í 20. sæti yfir óvinsælustu stjörnurnar.  Stælt unglingastjarna Í 19. sæti situr leikarinn Taylor Lautner úr The Twilight Saga. Leikarinn, sem er aðeins 22 ára, þykir ekkert sérlega hæfileikaríkur og á líklega magavöðvunum að þakka ferilinn.  Ekki lengur saklaus Einu sinni elskuðu allir Miley Cyrus en í dag er hún ein umdeildasta stjarnan. Söngkonan þótti fara langt yfir strikið í viðleitni til að losna við saklausa Disney-stimpilinn og situr því í 18. sæti yfir óvinsælustu stjörnurnar.  Frægt framhjáhald Í 11. sæti yfir óvinsælar stjörnur er leikkonan Kristen Stewart sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Bella Swan í The Twilight. Kristen varð svo enn frægari þegar upp komst um framhjáhald hennar og kvænta leikstjórans Ruperts Sanders.  Moldríkur og snobbaður Hinn 68 ára gamli Donald Trump er heimsfrægur milljarða- mæringur og alræmdur fyrir snobb. Þess vegna situr hann í tíunda sæti yfir mest hötuðu stjörnurnar.  Elskum að hata Kim Fólk elskar að hata Kim Kardashian. Óvinsældir hennar jukust enn frekar þegar hún giftist tónlistar- manninum Kanye West sem einnig situr á þessum lista. Kim er í áttunda sæti.  Stjórnsamur og uppátækjasamur Rapparinn og tískugoðið Kanye West situr í öðru sæti listans. Og ekki eingöngu fyrir þær sakir að vera kvæntur hinni umdeildu Kim Kardashian. West er þekktur fyrir undarleg uppátæki eins og þegar hann stökk upp á svið á Music Awards og truflaði Taylor Swift. Svo þykir hann full stjórnsamur eiginmaður en í raunveruleika- þáttum sést að það er hann sem velur föt á eiginkonuna dagsdaglega.  Óvæginn Leno Spjallkóngurinn Jay Leno man tímana tvenna. Leno hefur bæði verið elskaður og hataður en mörgum finnst húmor hans heldur óvæginn. Jay Leno er í 16. sæti.  Missti fótanna Lindsay Lohan var elskuð af unglingsstúlkum og foreldrum þeirra um allan heim eftir kvikmyndir eins og The Parent Trap og Freaky Friday. En eftir kvikmyndina Mean Girls fór að halla undan fæti hjá leikkonunni sem missti algjörlega fótanna. Líklega situr Lindsay í sjötta sæti yfir óvinsælustu stjörnurnar því fyrrverandi aðdáendum þykir súrt hvernig fór fyrir þessari vonar- stjörnu.  Ofbeldisseggur óvinsælastur Á toppnum yfir óvinsælustu stjörnur í heimi er tónlistarmaður- inn Chris Brown. Chris er þekktur fyrir danshreyfingar sínar og lög eins og Run It! Flestir muna þó eftir honum í tengslum við fréttir af ofbeldi hans í garð söngkonunnar Rihönnu.  Ölvunarakstur og slagsmál Mörgum þykir nóg um strákapör Justins Bieber. Söngvarinn er aðeins tvítugur að aldri en hefur verið handtekinn fyrir akstur undir áhrifum og slagsmál oftar en einu sinni. Bieber er í fjórða sæti.  Óvinsæll Sheen Charlie Sheen var þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two and a Half Men sem hann missti til Ashtons Kutcher. Leikarinn hefur verið á kafi í rugli og þar sem hann ber varla virðingu fyrir sjálfum sér eiga aðdáendur hans erfitt með það. Djammið hefur sett Charlie Sheen í þriðja sætið yfir óvinsælustu stjörnur Hollywood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.