Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 6.–9. mars 2015 Fólk Viðtal 37
Óþol fyrir EvrÓpusambandinu
en líka sitthvað annað. Ég hef alla
tíð verið hrifinn af Veröld sem var
eftir Stefan Zweig, hún er sam-
félagsbók sem snertir mig. Fyrir
nokkru þýddi ég fyrir vinkonu
mína, Önnu Jónsdóttur söngkonu,
kvæði eftir Victor Hugo. Hann var
betra ljóðskáld en ég hélt, en ég
áttaði mig ekki á því fyrr en ég
var búinn að þræla mér í gegn-
um skáldskapinn. Þá komum við
aftur að æfingunni. Ég hefði ekki
lesið ljóð Hugos nema vegna þess
að ég þurfti að þýða þau. Það var
sannarlega þess virði og ég hélt
áfram að velta gömlum kvæðum
úr þeim ranni fyrir mér eftir að
þýðingunni lauk.
Ég er líka hrifinn af bók sem
Hörður Bergmann skrifaði fyrir
mörgum árum og heitir Umbúða-
þjóðfélagið. Sú bók er eins og veð-
urspá sem stóðst. Þar segir hann
að umbúðir utan um líf okkar séu
alltaf að aukast í nafni framfara án
þess að skapa raunveruleg gæði.
Umbúða- og umsýslusamfélagið
þenst út og furðu mörgum finnst
það í góðu lagi.
Annars hrúgast hálflesnar
bækur gjarnan upp á náttborðinu
og við önnur hægindi. Ég hef
Sveitina í sálinni eftir Eggert Þór
Bernharðsson heitinn hjá mér. Ég
skoða hana með börnum mínum
og stundum förum í við í ökuferðir
á kvöldin til að kanna hvað hefur
breyst. Þessa dagana les ég minn-
ingakverið Á ferð eftir Ásmund
Gíslason fyrir dóttur mína sem
er 11 ára. Síðast lásum við um
þegar Ásmundur sá sjóinn í fyrsta
sinn í kirkjuferð að Laufási. Svo
hef dálítinn áhuga á atvinnusögu
fyrri og síðari tíma. Þar eru bæði
skrýtnar sögur og eins margt
sem gaman er að máta á nútí-
mann. Skrýtnu sögurnar eru
allt frá mönnum sem stelast
framhjá einokuninni fyrir 300
árum sem lesa má um í Sögu
Íslands og að fimleikum í sam-
bandi við innflutning og versl-
un á haftaárunum á 20. öld sem
segir frá í bókinni Þjóð í hafti eft-
ir Jakob F. Ásgeirsson. Þá er ég
þessa dagana að glugga í sögu
Húsavíkur, Fyrir neðan bakka
og ofan eftir Þór Indr iðason.
Hún minnir mann á hvað
lífsbaráttan var hörð langt
fram eftir 20. öld, en líka
hvað menn gátu verið úr-
ræðagóðir í þeirri baráttu.
Í Noregi átti ég til
skamms tíma nátt-
borð sem ég rýmdi ný-
lega. Þar var Kristín
Lavrans dóttir eftir
Sigríði Undset. Það er
mikið verk sem ég er
hissa á hvað fáir tala
um þarna austurfrá.
Þar er miðaldahugs-
un og miðaldalífi
lýst mjög sannfær-
andi. Svona í lok-
in má ég til með að
minnast á Aðventu eftir Gunnar.
Hún komst í hrúguna á aðvent-
unni. Ég efast um að sú saga yrði
vinsæl ef hún kæmi út í dag, en
ég hef gaman af ýkjukenndum
veður lýsingunum.“
Ónauðsynleg lokun
Þú ert sem sagt umhverfisverndar-
sinni.
„Ég er umhverfisverndarsinni,
vil ekki fórna náttúrunni fyrir eitt-
hvað sem er minna virði. Talandi
um náttúru Íslands þá er ég mjög
hugsi yfir eldgosinu í Holuhrauni
og því að stórum hluta lands-
ins þar hafi verið lokað án þess
að augljós rök hafi legið til þess
að það væri nauðsynlegt. Ég er
enn meira hugsi yfir því hversu
litla umræðu það mál fékk í sam-
félaginu og velti því fyrir mér af
hverju fleiri hafa ekki risið upp til
að mótmæla þeirri lokun. Kannski
eru mjög margir sem sem eru í
litlum tengslum við náttúruna og
óttast að þarna sé stórkostleg og
ófyrirsjáanleg lífshætta. Það er
ekki auðvelt að sjá að með mátu-
legri skynsemi sé áhættan þarna
meiri en sú sem felst í því að fara
út á flóa á trillu, ganga á Esjuna
eða fara upp á jökul. Ekki viljum
við banna það.“
Fyrst við erum að tala um um-
hverfismál verð ég að spyrja hvað
þér finnst um hugmyndina um
náttúrupassa?
„Hún er galin. Ég er hissa á því
hvað hún endist í umræðunni.
Menn stungu upp á svipuðu í Nor-
egi fyrir mörgum árum og það var
hlegið svo hátt að stuðningsmenn
tillögunnar hlupu strax í felur og
síðan heyrðist ekkert meira um
það mál.“
Ertu flokkspólitískur?
„Ég hef ekki verið á lista stjórn-
málaflokks en ég hjálpaði Regn-
bogafólkinu, framboði Bjarna
Harðarsonar, Jóns Bjarnasonar
og fleiri, í síðustu kosningum,
það var vegna áherslna þeirra á
umhverfismál og vegna þess að
ég er með óþol fyrir Evrópusam-
bandinu.“
Af hverju ertu með óþol fyrir
Evrópusambandinu?
„Ég er algjörlega sannfærður
um að það sé ógæfa að setja mikið
vald í hendur fólks sem valið er af
öðrum en þeim sem búa á Íslandi
eða hafa sterk tengsl við íslenskt
samfélag. Það fólk sem velur þá
sem ráða í sambandinu er valið
af fólki sem er kosið af öðru fólki
sem nærri allt á það sameigin-
legt að búa ekki á Íslandi og hafa
engin tengsl hingað. Flest það fólk
lætur sér í léttu rúmi liggja hvort
Ísland sekkur eða flýtur.“
Íþyngjandi reglur um flygildi
Hvernig er að vera veðurfræðingur
á Íslandi, er starfsumhverfið gott?
„Það er ágætt. Hér er tiltölu-
lega auðvelt að afla áhugaverðra
gagna, en starfsumhverfið er að
verulegu leyti allur heimurinn. Ég
nota tölvur í útlöndum og skrifa í
nánu samstarfi við vísindamenn
víða um heim. Það er hins vegar
svigrúm til að bæta umhverfi nýrra
veðurfræðinga sem starfa við veð-
urþjónustu. Ég hef tengsl við Nor-
eg og hef m.a. kennt veður fræði
í Björg-
vin.
Dvölin þar hefur gert að verk-
um að mér er ljóst hvernig á því
stóð að einkageirinn í veðurfræði
dafnaði svo vel í Noregi en síður
í mörgum öðrum löndum. Í Nor-
egi starfar fjöldi manns við veð-
ur og þessir veðurfræðingar þjón-
usta viðskiptavini um allan heim.
Munurinn þarna felst ekki síst í
afstöðu stjórnvalda til þessarar
starfsemi, jákvæðnin var meiri í
Noregi en í mörgum öðrum lönd-
um.
Ég og nemendur mínir, sam-
starfsmenn á Veðurstofunni, hjá
Reiknistofu í veðurfræði og í út-
löndum höfum á undanförn-
um árum gert tilraunir með flyg-
ildi, litlar módelflugvélar sem eru
minni og léttari en mávur. Þau
eru ekki fyrir neinum og skapa
ekki hættu. Við höfum unnið dá-
litla sigra í hinu alþjóðlega vís-
indasamfélagi með því að þróa
tæknina við að mæla og nýta
mælingarnar í veðurlíkönum.
Auk þess hafa mælingarnar varp-
að skýrara ljósi á sitthvað sem
var óljóst í lofthjúpnum. Nú vilja
stjórnvöld setja reglur um flyg-
ildin sem eru svo íþyngjandi að
við munum ekki geta haldið til-
raunum okkar áfram nema ráða
mann til að sinna umsýslu og
biðja um leyfi – og svo annan til
að leita að peningum til að borga
báðum laun.
Í mínum huga er þetta svipað
þeirri sóun sem á sér stað í um-
búðaþjóðfélaginu, þarna er verið
að soga til sín vinnukraft í þarf-
leysu. Það væri alveg eins hægt
að moka aurunum út um glugg-
ann. Það er hneigð í þjóðfélaginu
til að setja miklar og flóknar reglur
og ekki er alltaf hugað að því hvað
það kostar.
Þegar ég lít til Evrópu þá er
áberandi að þar sem stjórn-
völd hafa sýnt veðurþjónustu
skilning og velvilja hefur ris-
ið upp blómlegur atvinnu-
vegur sem sinnir þjónustu í
veðurfræði. Þar sem stjórn-
völd hafa verið neikvæð, sett
íþyngjandi reglur um t.d.
gögn eða verið með hunds-
haus þrífst hún miklu síður.
Við á Íslandi ættum að mæta
jákvæðu hugarfari hjá opin-
berum stofnunum, ekki bara
fá sendar reglugerðir um að
ekki megi fljúga litlum
módelflugvélum.“ n
„Talandi um nátt-
úru Íslands þá er
ég mjög hugsi yfir eldgos-
inu í Holuhrauni og því
að stórum hluta lands-
ins þar hafi verið lokað án
þess að augljós rök hafi
legið til þess að það væri
nauðsynlegt.
Heillandi að
geta spáð fyrir
um veður Fjöl-
breytileikinn er það
skemmtilegasta og
fallegasta í veðrinu.
Mynd Sigtryggur Ari
„Ég er umhverfis-
verndarsinni, vil ekki
fórna náttúrunni fyrir eitt-
hvað sem er minna virði.