Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 11
Helgarblað 6.–9. mars 2015 Fréttir 11 Maðurinn sem felldi breska pundið kaupir tugmilljarða kröfur á Glitni marsmánaðar árið 2013. Kaupverðið þá miðaðist við 27,6% endurheimt­ ur, að því er fram kemur í gögnum frá slitastjórn LBI sem DV hefur und­ ir höndum. Óvíst er hvort Burlington hafi tekist að selja kröfuna á hærra verði til vogunarsjóðs George Soros undir lok janúarmánaðar sé horft til þess hvert gangverð krafna Glitnis er um þessar mundir. Þannig fékk fjar­ skiptafyrirtækið Skipti 24,7% heimt­ ur á 9,5 milljarða kröfu á Glitni sem félagið seldi til erlendrar fjármála­ stofnunar í desember á síðasta ári. Minnkar stöðu sína í Glitni Burlington hefur dregið talsvert úr stöðu sinni í Glitni á síðustu mánuð­ um eftir að hún hafði haldist meira og minna óbreytt frá því í ársbyrjun 2013. Samkvæmt nýjustu kröfuskrá Glitnis, sem var lögð fyrir kröfuhafa­ fund búsins á þriðjudaginn, nema kröfur sem Davidson Kempner á í nafni Burlington Loan Management núna ríflega 194 millj­ örðum að nafnvirði borið saman við 245 milljarða í nóvember á síðasta ári. Burlington hefur því selt kröf­ ur fyrir um 50 milljarða að nafnvirði að undanförnu. Þrátt fyrir það er sjóðurinn sem fyrr stærsti kröfuhafi Glitnis en kröfur sjóðsins nema núna um 8,5% allra samþykktra krafna á hendur slitabúinu. Áætlað markaðs­ virði krafna í eigu sjóðsins er um 54 milljarðar króna. Sjóðir á vegum Davidson Kempner hafa verið gríðarlega um­ svifamiklir á Íslandi í kjölfar banka­ hrunsins. Auk þess að eiga miklar kröfur á Glitni hafa þeir keypt tals­ vert af kröfum á slitabú gamla Landsbankans, einkum á síðasta ári. Þá er Burlington Loan Management stór hluthafi í Klakka (móðurfélagi Lýsingar), eignaumsýslufélaginu ALMC, sem seldi meirihluta sinn í Straumi fjárfestingabanka sl. haust, og Bakkavör í Bretlandi. Fram til ársins 2013 var sjóðurinn einnig í hópi stærstu kröfuhafa slitabús Kaupþings. Gera ráð fyrir niðurskrift eigna Kaup vogunarsjóðs Soros á tugmilljarða kröfum á hendur Glitni koma á sama tíma og mikil óvissa ríkir um endan­ legar heimtur al­ mennra kröfuhafa íslensku slitabú­ anna – og hvort eða hvenær þeim verði veitt undanþága frá höftum til útgreiðslu til kröfuhafa. Þannig hefur DV greint frá því að ráðgjafar stjórnvalda við vinnu að losun hafta telji að sér­ stakt útgöngugjald á allar fjármagns­ hreyfingar úr landi þyrfti að lágmarki að vera tæplega 40% í því skyni að tryggja að uppgjör gömlu bankanna samrýmist áformum um afnám hafta og hafi ekki neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Ef slíkt útgöngugjald verður að veruleika, sem hluti af haftaáætlun stjórnvalda, gætu slitabúin – og þar með Glitnir – þurft að greiða mörg hundruð millj­ arða króna í sérstakt gjald til ríkisins vilji þau inna af hendi greiðslur til er­ lendra kröfuhafa út fyrir höft. Ljóst er að kröfuhafar gömlu bankanna reikna með niðurskriftum á eignum búanna miðað við bók­ fært virði þeirra. Sé litið til Glitn­ is þá námu eignir búsins 963 millj­ örðum króna í árslok 2014 á meðan samþykktar kröfur í búið eru 2.270 milljarðar. Ef allar eignir slitabús­ ins yrðu greiddar út til kröfuhafa myndi endurheimtuhlutfall þeirra verða ríflega 42% að nafnvirði. Mið­ að við að kröfur Glitnis ganga hins vegar kaupum og sölum í kringum 27–29% þá er aftur á móti ljóst að al­ mennir kröfuhafar gera ekki ráð fyr­ ir slíkum heimtum. Ef endurheimtur þeirra verða 27% að nafnvirði myndu útgreiðslur til kröfuhafa samtals nema ríflega 610 milljörðum króna. Sú fjárhæð er nánast sú hin sama og erlendar eignir Glitnis en íslenskar eignir – krónueignir og innlendar eignir í gjaldeyri – eru aftur á móti um 352 milljarðar. n „Þegar við mótum efna- hagsstefnu okkar tökum við mið af stefnu Þjóðverja, Frakka, Breta og stefnu Soros. n Vogunarsjóður George Soros keypti 44 milljarða kröfu af Burlington Loan Management í janúar n Kominn í hóp stærstu kröfuhafa slitabúsins S oros er enginn venjulegur fjárfestir. Hann er gyðingur, fæddur í Ungverjalandi, menntaður í London en hef­ ur búið og starfað í Banda­ ríkjunum síðan árið 1952. Hann er ekki síst frægur fyrir það – sum­ ir myndu segja alræmdur – þegar Quantum­vogunarsjóður hans tók risastórt veðmál gegn breska pund­ inu árið 1992 sem skilaði Soros lið­ lega eins milljarða punda hagnaði, jafnvirði um 200 milljarða króna á núverandi gengi. Eftir þau viðskipti hefur Soros iðulega verið þekktur sem „maðurinn sem felldi breska pundið.“ Fimm árum síðar lék hann sama leik með taílenska gjaldmiðil­ inn í fjármálakreppunni í Asíu. Þrátt fyrir að hafa starfað á fjár­ málamörkuðum alla sína ævi hef­ ur Soros hins vegar einnig ávallt sóst eftir viðurkenningu sem heim­ spekingur og menntamaður. Þannig er Quantum­sjóður hans nefnd­ ur til heiðurs óvissulögmáli eðlis­ fræðingsins Werners Heisen. Sam­ kvæmt uppáhaldskenningu Soros um „endurvarp,“ eins og rakið er í bók breska sagnfræðingsins Nialls Ferguson, Peningarnir sigra heim- inn, er ekki hægt að líta svo á að fjármálamarkaðir séu ávallt skil­ virkir. Verðlag hverju sinni endur­ speglar vanþekkingu og fordóma – og oft jafnvel rökleysu – milljóna fjárfesta. Í frægustu bók sinni, The Alchemy of Finance, útskýr­ ir Soros þessa skoðun sína: „Þátttakendur á markaðnum eru ekki aðeins hlutdrægir heldur getur hlutdrægni þeirra haft áhrif á atburði. Þetta getur gefið þá hugmynd að markaðir geti spáð nákvæmlega fyrir um þró­ un í framtíðinni, en það eru í raun ekki væntingar nútíðarinnar sem samsvara atburðum í framtíðinni heldur mótast atburðir í framtíðinni af væntingum nútíðarinnar.“ Vogunarsjóðir voru því kjörið tæki fyrir Soros til að nýta sér kenn­ ingar sínar. Þrátt fyrir að sjóður hans hafi hagnast mikið á ýmsum stöðu­ tökum á áttunda og níunda áratugn­ um – japönskum hlutabréfum, olíu­ kaupum og vopnaiðnaði – þá reis frægðarsól hans hæst í byrjun tíunda áratugarins. Skortsala hans gegn breska pundinu er eitt af stærstu veðmálum breskrar fjármálasögu. Niall Fergusson, einn þekktasti hagsögufræðingur heimsins, út­ skýrir hugsun Soros með veðmál­ inu þannig að hann hafi komið auga á þann mikla kostnað sem myndi fylgja sameiningu Þýskalands. Slíkt ætti eftir að hækka vexti og þá um leið gengi þýska marksins. Stefna íhaldsstjórnarinnar um fasttengingu við þýska markið – hún var form­ lega tekin upp eftir að Bretar tóku þá ákvörðun að ganga inn í ERM­mynt­ samstarfið árið 1990 – ætti eftir að bíða skipbrot þegar vextir myndu hækka í Þýskalandi og fella þyrfti gengi breska pundsins í kjölfarið. Soros var svo sannfærður um þessa atburðarás að hann lagði tíu milljarða dala undir, meira en allt eigið fé í Quantum­sjóðnum, til að kaupa röð fjármálagerninga sem laut að því í meginatriðum að taka lán í pundum á Bretlandi og kaupa þýsk mörk. Sjóður hans hagn­ aðist síð­ an um meira en milljarð punda þegar bresk stjórn­ völd sáu sig til­ neydd til að draga sig úr ERM­myntsam­ starfinu og geng­ ið féll um 20%. Þessi einu við­ skipti námu um 40% af öllum hagnaði Quantum á árinu 1992. Sjálfur hefur Soros hins vegar bent á að það sé langsótt að halda því fram að einn fjárfestir hafi getað haft það mikil áhrif að valda hruni gjaldmiðils. Því sé ljóst að gengi breska pundsins hefði ávallt fallið – og engu máli hefði skipt um að­ komu hans í þeim efnum. Soros er þeirrar skoðunar að ef veðmál sé vænlegt, eins og hann taldi árið 1992, þá eigi að leggja allt undir. Segja má að fjárfestingar vog­ unarsjóðs hans hafi rutt brautina fyrir þá aðferð að fjármagna spá­ kaupmennskustöður – stuttar eða langar – með láni frá fjárfestinga­ bönkum, oft fjárhæðir sem eru langt umfram eigið fé sjóðsins. En veðmál Soros hafa ekki alltaf gengið upp. Þannig gerði Quantum­sjóðurinn tilraun til að skortselja hlutabréfa­ markaðinn og Hong Kong­dalinn haustið 1998 fyrir háar fjárhæðir. Sú „spákaupmennskuárás“ var hins vegar að lokum brotin á bak aftur af seðlabankanum í Hong Kong. Soros, sem verður 85 ára á þessu ári, hefur löngum verið álit­ inn nokkurs konar hálfguð í aug­ um fjárfesta á Wall Street. Til marks um þau áhrif sem hann hefur haft á fjármálamarkaði í gegnum árin þá sagði bandarískur diplómat eitt sinn í hálfkæringi: „Þegar við mót­ um efnahagsstefnu okkar tökum við mið af stefnu Þjóðverja, Frakka, Breta og stefnu Soros.“ Árangur Quantum­sjóðs Soros hefur enda verið undraverður allt frá stofnun. Í rúmlega 40 ára kafla sjóðsins skilaði hann að meðaltali yfir 20% árlegri ávöxtun. Tímamót urðu hins vegar í rekstri sjóðsins árið 2011 þegar tilkynnt var að Qu­ antum­sjóðurinn myndi ekki lengur hafa fjármuni til umsýslu frá öðrum fjárfestum en myndi einungis fjár­ festa hans eigið fé og nánustu skyld­ menna. Hrein eign Soros nemur um 24 milljörðum dala, jafnvirði um 170% af landsframleiðslu Íslands, sem gerir hann að 29. ríkasta manni heims. Eitt stærsta veðmál fjármálasögunnar Soros lagði tíu milljarða dala undir á gengisfall breska pundsins árið 1992 Ungverskur auðjöfur George Soros er talinn vera 29. ríkasti maður heims. Mynd ReUteRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.