Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 31
Helgarblað 6.–9. mars 2015 Umræða 31 Ögurstund í ferðaþjónustu og náttúruvernd F yrir liggur að ferðaþjónusta er sú grein sem er í mestum vexti í samfélaginu. Margir hafa haldið því fram og með réttu að við séum í raun á ögurstundu í þeim efnum. Fjölgun ferðamanna er gríðarleg milli ára og fjöldinn á venjulegum vetrarmánuði nú er eins og á sumarmánuði fyrir örfá- um árum. Stefnumörkun í greininni liggur ekki fyrir og framtíðarsýnin er ekki fyrir hendi. Fjölmörg mál eru nú fyrir þinginu sem varða náttúruvernd og þann mikilvæga segul sem íslensk nátt- úra er. Málin eru til umfjöllunar hjá mörgum nefndum þingsins, at- vinnuveganefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og jafnvel efna- hags- og viðskiptanefnd. Bútasaum- ur er nálgunin og hættan er viðvar- andi að okkur reki af leið. Frumvarp um náttúrupassa er til umfjöllunar, frumvarp um inn- viði ferðaþjónustunnar, náttúru- verndarlög, kerfisáætlun landsnets og rammaáætlun kemur væntanlega til umfjöllunar á þessum vetri, land- skipulagsáætlun er líka í pípunum en allir þessir þættir varða með ein- um eða öðrum hætti umgjörð nátt- úruverndar og hafa möguleg áhrif á ásýnd landsins. Ögurstundin er núna – þörfin fyr- ir heildarsýn er núna. Við þurfum virkilega á samstillingu og einurð að halda. Umtalsverður skortur er á yfir- sýn og verkstjórn sem er óþægilegt og vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina og fyrir stjórnarmeirihlutann óháð pólitískum og efnislegum mark- miðum. En það sem verra er er að hér eru svo gríðarlega mikil verð- mæti í húfi. Landið, náttúran og öflug atvinnugrein, ásýnd landsins og ímynd atvinnugreinarinnar. Allt þetta er í húfi og enginn hefur yfir- sýn. Þetta mál er táknrænt fyrir ráða- leysi ríkisstjórnarinnar og skort á verkstjórn. Prófsteinn á getu og getuleysi og niðurstaðan liggur fyr- ir. Stjórnarmeirihluti Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks ræður ekki við verkefnið sem er stóralvar- legt mál. Bráðnauðsynlegt er að koma á langtímaáætlun en ekki síður að taka til við að bregðast við aðsteðj- andi bráðavanda. Til þess þarf sam- stillingu og samstöðu. Er hægt að koma slíku á? n fjártjón sem þeir hafa orðið fyrir í liðnum tíma. Þar eru samt bara sumir taldir verðugir en ekki aðr- ir. Sumum þeirra sem tekið höfðu peningalán fyrir hrunið skulu greiddar tjónsbætur en ekki öðrum sem urðu fyrir fjártjóni við þessa dapurlegu atburði í þjóðlífi Ís- lendinga. Meðal annars munu þeir ekki teljast verðskulda bætur sem „bara“ misstu atvinnuna og heldur ekki þeir sem misstu eignir af ýms- um toga. /.../ Svo megum við sjálf- sagt búast við að stjórnmálabarátt- an í framtíðinni muni einkennast af loforðum um „beingreiðslur“ úr ríkissjóði til kjósenda eftir kosn- ingar!“ Sagði Jón Steinar Gunnlaugs- son. En um svona skrif hefði faðir minn heitinn sagt: „Ja, þessi kann að láta það heita eitthvað!“ Já, skuldaleiðréttingin Af því við vorum að tala um „skuldaleiðréttinguna“: Ég var þar staddur sem nokkrir miðaldra menn voru að kveðjast eftir há- degissamveru. Þetta voru frískir, hvítir karlmenn, allir dálítið góð- ir með sig og allir í heldur góðum málum – þetta er þannig klúbbur – hafði farnast vel í lífinu, aflað sér menntunar, komist í góð störf eða áttu vel rekin fyrirtæki. Allir bún- ir að mestu að koma sínum börn- um á legg, áttu eigið húsnæði, skulduðu samt allir eitthvað eins og gengur, höfðu kannski stækk- að við sig og farið í einbýlishús eða raðhús. Um flesta þessara manna má segja að þeir séu á fyrsta far- rými í lífinu. Þeir stóðu hjá bílun- um sínum, það er lagt upp úr því að vera sæmilega bílandi í svona kompaníi, það pípti og ljós blikk- uðu þegar sjálfvirka hurðaopnunin var ræst. Útreikningar um skulda- lækkunina höfðu komið á netið þann dag eða daginn á undan og einhver segir svona í framhjá- hlaupi: „Ég fékk eina komma sex í lækkun; hvernig var það hjá ykk- ur?“ Jú, næsti sagðist hafa fengið rúma milljón, annar næstum tvær, þeir voru svona á svipuðu róli flest- ir hverjir. Þeir hlógu að þessu í sinn hóp; einhver spurði hverju þetta breytti, annar sagðist vita að þetta þýddi að mánaðarlegar afborgan- ir af lánum myndu lækka um ein- hverja þúsundkalla. Þannig er nú það, og breytir ekki stóru. Einn þeirra varð heimspeki- legur um stund, horfði til himins og spurði svo: „Af hverju er verið að moka öllum þessum pening- um í okkur? Hefði ekki verið nær að styrkja unga fólkið sem hefur ekki efni á að kaupa sér íbúð?“ Menn hristu hausinn, voru alveg sammála. Annar sagði og hló: „Við stjórnum þessu ekki!“. Svo kvödd- ust þeir, hver ók á brott til starfa á sinni sjálfrennireið. n Vinir mínir pólitísku fjandmennirnir Guðni Ágústsson „Ég held að vandfundið væri það átakamál í íslenskri pólitík þar sem við Guðni Ágústsson erum sammála, en það breytir ekki því að okkur þykir gaman að hittast, skiptast á sögum og sjónarmiðum.“„Loks kom Guðni, og fékk stórkost- legar móttökur, enn betri en jafnan. Síðan kom hann og settist hjá mér við háborðið og sagði: „Þetta er undarlegur sal- ur Einar Kárason. Yfir- leitt er mest hlegið þegar ég klára sögur, en hér var mest gleðin þegar ég byrjaði þær!“ Svandís Svavarsdóttir alþingismaður Af Eyjublogginu Mynd Gunnar GunnarSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.