Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 47
Helgarblað 6.–9. mars 2015 Sport 47 Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Simeone gæti tekið við City Lygileg spenna Barist um Lacazette F orsvarsmenn Spánarmeistara Atletico Madrid hafa boðið Diego Simeone, knattspyrnu­ stjóra liðsins, nýjan samning til ársins 2022. Simeone, sem er 44 ára, hefur gert frábæra hluti með lið Atletico undanfarin misseri. Þessi blóðheiti Argentínumaður hefur ekki enn viljað skrifa undir nýjan samning og er ástæðan sögð sú að hann vilji bíða og sjá hver þróun mála verður hjá Eng­ landsmeisturum Manchester City. Sætið undir Manuel Pellegrini, stjóra City, er heitt eftir slæmt tap á heimavelli gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þá bendir flest til þess að liðið missi Englandsmeistaratitilinn í hendur Chelsea sem er með fimm stiga for­ skot á toppnum. Auk þess er City úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Middlesbrough á heimavelli. Auk Simeone hafa Pep Guardi­ ola, stjóri FC Bayern, og Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, verið orðaðir við stjórastöðuna hjá City. Forsvarsmenn City eru þó sagðir spenntastir fyrir því að fá Simeone sem þykir auk þess mun raunhæfari kostur en hinir tveir. n einar@dv.is Sætið undir Manuel Pellegrini orðið heitt Magnaður karakter Diego Simeone hef- ur gert flotta hluti með lið Atletico Madrid. B aráttan á toppi Champions­ hip­deildarinnar á Englandi hefur líklega aldrei verið harðari. Nú þegar níu umferðir eru eftir þar til umspil um sæti í úr­ valsdeildinni hefst eiga hvorki fleiri né færri en átta lið möguleika á að komast beint upp. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint upp í úrvalsdeildina en liðin sem enda í sætum 3. til 6. fara í um­ spil í vor. Liðið í 3. sæti mætir liðinu í 6. sæti í tveimur leikjum á meðan liðin í 4. og 5. sæti mætast. Sigurliðin mætast svo á Wembley í hreinum úr­ slitaleik um þriðja og síðasta sætið í úrvalsdeildinni – leik sem oft er kall­ aður verðmætasti leikur ársins vegna þeirra gríðarlega fjárhagslegu hags­ muna sem eru í húfi fyrir þau lið sem tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. Middlesbrough er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 66 stig, stigi meira en Derby og Watford sem eru í 2. og 3. sæti. Bournemouth, sem hefur fatast flugið eftir að hafa verið á toppi deildarinnar lengst af í vet­ ur, er í 4. sæti með 63 stig. Norwich er með 62 stig í 5. sæti, stigi meira en Brentford sem er með 61 stig í 6. sæti. Ipswich er í 7. sæti með 60 stig og Wolves í 8. sæti með 57 stig. Aðeins munar því 9 stigum á 1. og 8. sætinu. Íslendingaliðin Cardiff, Charlton og Rotherham eiga afar litla möguleika á sæti í umspili. Charlton, sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með er í 12. sæti með 45 stig, Cardiff, lið landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar er í 14. sæti með 44 stig og Rotherham, lið Kára Árnasonar, er í harðri fallbaráttu með 37 stig í 21. sæti. n einar@dv.is Línur farnar að skýrast í Championship-deildinni Á toppnum Middlesbrough situr á toppi Championship-deildarinnar. Aðeins munar 9 stigum á þeim og Wolves sem eru í 8. sæti. F ranski markahrókurinn Alex­ andre Lacazette hjá Lyon er eftirsóttur þessa dagana eft­ ir frábært tímabil í frönsku deildinni. Liverpool og Tottenham eru sögð fylgjast með gangi mála hjá þessum 23 ára framherja sem hefur skorað 21 mark í 24 leikjum fyrir topplið frönsku deildarinnar. Lacazette hefur verið líkt við Karim Benzema sem einmitt gerði garðinn frægan með Lyon áður en hann var seldur til Real Madrid – að minnsta kosti segir stjórnarformað­ ur félagsins, Jean Michael Aulas, að Lacazette geti náð sömu hæðum og Benzema. „Hann hefur sömu eig­ inleika og Benzema en ég væri til í að sjá hann bæta sig enn meira hjá Lyon,“ sagði Aulas í viðtali við Goal.com á dögunum. Talið er að Lyon vilji fá að minnsta kosti tutt­ ugu milljónir punda fyrir Lacazette sem á fimm landsleiki að baki með franska landsliðinu. n Liverpool og Tottenham í bílstjórasætinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.