Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 20
20 Fréttir Helgarblað 6.–9. mars 2015 n Vitni sögðu hluti vera óskýra n Framburði Stefáns Loga og Daníels ber ekki saman F ramburður vitna í Ystasels- málinu einkennist að miklu leyti af því að allt sé „í móðu“, eða óskýrt. Daníel Rafn Guðmundsson hefur ver- ið ákærður fyrir árás á Stefán Loga Sívarsson í maí 2013. Árásin vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hún gerð í miðju íbúðahverfi í Breiðholti um hábjartan dag. Dan- íel er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og er sagður hafa not- að hafnaboltakylfu og hnúajárn til verksins. Stefán fer fram á að fá greidd- ar fimm milljónir í miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur en hann nefbrotnaði, rifbeinsbrotnaði og skaddaðist alvarlega í munni. Aðalmeðferð hefur nú verið frest að og verður fram haldið und- ir lok þessa mánaðar. Þá munu þau vitni sem af einhverjum ástæðum mættu ekki fyrir dóminn á þriðjudag og fimmtudag verða kölluð til. Óvíst er hvort að hægt verði að ljúka aðal- meðferðinni þá, en fjöldi átti eftir að mæta fyrir dóminn og gefa skýrslu. Þau vitni sem komið hafa fyrir dóm- inn hafa lýst því að átök hafi átt sér stað, en aðeins þeir Daníel Rafn og Stefán Logi hafa gefið skýrt til kynna hvernig átökin hófust. Framburði þeirra ber þó ekki saman. Lögreglukona sem kom fyrir dóminn og kom á vettvang eftir átökin í Ystaseli árið 2013 sagðist hafa rætt við skelkað vitni sem fylgst hafði með atburðunum. „Hann var ekki sérstaklega málglaður, hann þorði ekki að ræða þetta. Hann var bara mjög hræddur við aðilana á vettvangi. Það var ekki flóknara en það,“ sagði lögreglukonan um vitn- ið. Mikið uppnám Ljóst er að Daníel Rafn var í miklu uppnámi þegar hann hafði sam- band við Stefán Loga Sívarsson þann 17. maí 2013. Konan hans hafði þá um morguninn brotnað saman og tjáð honum að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi í sam- kvæmi heima hjá öðrum manni nokkru áður. Daníel hringdi nokk- ur símtöl en var sagt að hafa sam- band við Stefán Loga, sem átti að róa málin. Bæði Stefán og Daníel sögðust hafa verið æstir í símanum og að mögulega hefðu einhverjar hótanir gengið á milli þeirra. Stefán Logi segist hafa ákveðið að koma og ræða við Daníel Rafn. Í millitíðinni hafði Daníel samband við Jón Hilm- ar Hallgrímsson heitinn, sem bet- ur var þekktur sem Jón stóri. Hann kom á heimili Daníels í Ystaseli og var inni í húsinu þegar Stefán Logi kom þangað. Stefán var í fylgd með tveim- ur mönnum, Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Þegar þeir komu að Ystaseli sagði Stefán Logi þeim að fara sem þeir gerðu. Handleggsbrotinn „Ég var óvopnaður. Ég var bara þarna til að tala við hann,“ sagði Stefán Logi. „Við Danni vorum góðir vinir, höfum þekkst í mörg ár. Þessi mál tengdust mér ekki neitt,“ sagði Stefán. Stefán Logi var illa haldinn en hann hafði kvöldið áður ekið bif- reið sinni á ljósastaur við Klepps- veg. Hann var handleggsbrotinn á báðum höndum eftir bílslysið og í umbúðum. Stefán Blackburn sagði fyr- ir dómi að hann hefði verið með Stefáni Loga þegar Daníel hringdi. Hann sagði að Daníel hefði verið afskaplega æstur. Aðspurður hvers vegna hann var svo æstur sagði Stef- án Blackburn: „Af því að hann hélt að ég hefði nauðgað konunni sinni.“ Ósamræmi Sögum Stefáns Loga og Daníels ber ekki saman varðandi upphaf slags- málanna. Daníel ber því við að Jón Hilmar hafi farið út, með hafna- boltakylfu, til þess að ræða við Stef- án Loga. Á meðan hafi félagar Dan- íels haldið honum inni á heimili hans. Hann segist hafa farið út stuttu síðar en þá hafi Stefán Logi náð kylf- unni af Jóni Hilmari. Daníel segist hafa óttast um líf sitt. Stefán Logi segir að þegar að hann hafi komið í Ystasel hafi sér mætt hópur manna. „Já, það var þarna á einhverjum tímapunkti sem ég hélt að þetta yrði meira en bara líkamsárás,“ sagði Stefán Logi. „Var tilefni til að hann [Daníel] óttaðist um líf sitt?“ spurði saksóknari Stef- án. „Nei, ekki af minni hálfu, þeir voru tíu til fimmtán – allir vopnað- ir og klárir í að gera hluti. Ef hann óttaðist um líf sitt svona mikið, af Ástandið í Ystaseli er eins og Á vígvelli Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ef hann óttaðist um líf sitt svona mikið, af hverju hringdi hann þá ekki í lögregluna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.