Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 6.–9. mars 2015 Reyna að fá gögnin gegnum Frakkland S kattrannsóknarstjóri hefur enn ekki fengið gögnin sem fransk/ítalski uppljóstrar­ inn Hervé Falciani var fyrir þremur vikum reiðubúinn að láta íslensk stjórnvöld fá án endurgjalds „strax í dag“. „Við erum ekki búin að fá þau gögn. Þetta er í vinnslu,“ segir Bryn­ dís Kristjánsdóttir skattrannsóknar­ stjóri og bætir við að embættið hafi þegar sett sig í samband við Falciani, auk þess sem beiðni liggi fyrir hjá frönskum skattyfirvöldum á grund­ velli samnings á milli ríkjanna um að fá gögnin í gegnum þau. „Það er tvísköttunarsamningur á milli land­ anna og ef annað ríkið óskar eftir gögnum frá hinu ríkinu er það gert á grundvelli þess samnings,“ segir hún. „Þetta er þessi hefðbundna leið sem skattyfirvöld nota til að skiptast á upplýsingum.“ Þyngra í vöfum en talið var Skattrannsóknarstjóri lætur því reyna á tvær leiðir til að fá upp­ lýsingar frá svissneska bankanum HSBC sem snúa að eigendum reikn­ inga sem tengjast Íslandi og skatt­ undanskotum þeirra. Varðandi samskiptin við Falciani segir Bryndís: „Ef við fáum þessi gögn frá honum er það mjög gott. Við settum okkur í sambandi við hann í kjölfar þessara frétta en þau eru ekki komin í hús.“ Spurð hvers vegna þau séu ekki komin í hús segist hún ekki vilja greina frá því að svo stöddu. „Þetta er bara þyngra í vöfum en mátti skilja í byrjun.“ Hún veit ekki hvenær göngin verða birt. „Ég er orðin svo varkár í að nefna tímasetningar. Það er ekki hægt að segja neitt til um það að sinni. Þetta er bara í vinnslu.“ Var tilbúinn „strax í dag“ Eva Joly, sérfræðingur í rannsóknum fjármálaglæpa og fyrrverandi ráð­ gjafi sérstaks saksóknara, sagðist í samtali við DV fyrir tveimur vikum ekki vita hvenær almenningur mætti vænta upplýsinga um eðli gagn­ anna. „Við verðum að gefa þeim smá tíma til að gera það sem þau þurfa að gera,“ sagði hún. Áður sagði hún í viðtali við Kastljós að Falciani væri tilbúinn að láta gögnin af hendi „strax í dag“. Um er að ræða vel á annan tug reikninga og voru um sjö milljónir dollara, rúmlega níu hundruð millj­ ónir króna á núverandi gengi, á einum þeirra. DV hefur boðist til þess að birta gögn­ in opin­ berlega, beint í gegnum Falciani, án þess að ís­ lensk stjórnvöld komi þar við sögu en það hefur ekki gengið eftir enn sem komið er. Enginn samningur kominn Hvað skattrannsóknargögnin varðar, sem íslenskum stjórn­ völdum hefur verið boðið gegn um 150 milljóna króna gjaldi, segist Bryndís lítið get­ að sagt til um það mál. „Það er ekki kominn neinn samning­ ur og gögnin eru ekki komin í hús.“ Gögnin, sem eru yfir fjögur hundruð talsins, eiga að sýna undanskot Íslendinga í gegn­ um fyrirtæki erlendis. Bryn­ dís lét á sínum tíma hafa eftir sér að fátt standi í vegi fyrir því að þau verði keypt en svo virðist sem frekari bið muni verða á því. n n Gögnin frá Falciani ekki enn komin n Ræða við frönsk skattyfirvöld Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Ef við fáum þessi gögn frá honum er það mjög gott. Við sett- um okkur í samband við hann í kjölfar þessara frétta en þau eru ekki komin í hús. Bryndís Kristjáns- dóttir Skattrann- sóknar- stjóri segir að málið sé enn í vinnslu. Hjálpsöm Joly hefur unnið að því að Íslendingar fái gögnin frítt. Grjótkast og tilraun til innbrots Rétt fyrir klukkan ellefu á fimmtudagskvöld fékk lög­ regla tilkynningu um mann í Breiðholti sem var að reyna að komast inn í íbúðarhús og bifreiðar á svæðinu. Lögreglu­ menn fundu manninn, hand­ tóku hann og var hann vistaður í fangageymslu þar til af hon­ um rann. Þá segir í tilkynningu frá lögreglu að rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt föstudags hafi hún fengið tilkynningu um há­ vaða, læti og grjótkast við gisti­ heimili í austurbænum. Þegar lögreglumenn komu á staðinn sáu þeir að búið var að brjóta að minnsta kosti eina rúðu. Hefjast handa eftir sólmyrkvann Fyrsta skóflustungan að hofi ásatrúarmanna verður tekin 20. mars næstkomandi F ramkvæmdir við nýtt hof ása­ trúarmanna á Íslandi hefjast 20. mars næstkomandi. „Við byrjum eftir sólmyrkv­ ann 20. mars. Við notum hann sem viðmið því hann passar svo vel. Okkur fannst sem astrónó­ mísk fyrir bæri væru að ýta við okk­ ur,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði en þetta verður síð­ asti sólmyrkv inn hér á landi í langan tíma. „Það er almyrkvi fyrir austan land sem flokkast sem deildarmyrkvi í Reykjavík. Við eigum eftir að upplifa að það myrkvast allt um stund og svo allt í einu birtir til. Þá ætlum við að byrja, akkúrat á þeirri stundu,“ segir Hilmar Örn. Hann hvetur sem flesta til að mæta á athöfnina. „Við ætlum að friða staðinn, því við verðum að flytja gróður og hreinsa lóðina. Við vilj­ um gera þetta í sátt við allar verur á þessum stað. Þannig að þarna verð­ ur ákveðin sáttagerð við svæðið. Við viljum fá staðaranda til að vinna með okkur.“ Fyrsta skóflustungan verður tekin við sama tækifæri. Hofið verður staðsett skammt austan við Nauthól í Öskjuhlíð. Fyrri áfanginn verður 380 fermetr­ ar og stefnt er að því að hann klárist seinnipart sumars á næsta ári. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 130 milljónir króna. Meginverktaki verður fyrirtækið Spöng og Verkís annast verkfræðihönnun. Síðari áfanginn verður byggður eftir 5 til 10 ár, þegar nægur peningur hefur safn­ ast, og verður hann aðeins stærri að flatarmáli. Spurður út í nafnið á hofinu seg­ ir Hilmar Örn að það sitji enn í ása­ trúarmönnum. „Bankar og einhverj­ ir fleiri eru búnir að taka öll góðu nöfnin úr goðafræðinni, þannig að við erum enn að leita.“ n freyr@dv.is Byggja hof „Við ætlum að friða staðinn,“ segir allsherjargoði. Mynd StEFán KarlSSon Helmingur gróðans í arðgreiðslur Stjórn Eim skipa fé lags Íslands leggur til að aðalfundur félags­ ins samþykki að hluthafar fái greiddar 933 milljónir króna í arð vegna ársins 2014. Arðgreiðslurn­ ar samsvara um 46 prósentum af hagnaði ársins eða um fimm krónum á hlut. Samkvæmt ályktunartillögum Eimskipa fyrir aðalfundinn, sem haldinn verður 26. mars næstkom­ andi, leggur stjórnin til að arðurinn verði greiddur út þann 21. apríl. Árið 2014 námu arðgreiðslur Eim­ skipa 2,6 krónum á hlut eða um 30 prósentum af hagnaði ársins 2013. Stjórn fyrirtækisins leggur einnig til fimmtíu þúsund króna launa­ hækkun fyrir stjórnarformanninn Richard Winston Mark d'Abo. Sam­ þykki aðalfundur tillögu stjórnar­ innar munu mánaðarlaun hans nema 550 þúsund krónum. Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.