Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 6.–9. mars 2015
Ó
lga ríkir meðal starfsmanna
Isavia vegna launakjara
Kristjáns Jóhannssonar, for
manns og nú einnig fram
kvæmdastjóra Félags flug
málastarfsmanna ríkisins, FFR.
Félagsmenn þurfa einnig þessa dag
ana að taka afstöðu til þess hvort
stéttarfélag þeirra efni til samstarfs
við SFR, stéttarfélag í almannaþjón
ustu. Samkvæmt heimildum DV eru
félagsmenn, sem eru alls um 370,
ekki á einu máli um ágæti samstarfs
um starfsemi og rekstur félaganna.
Nýlega varð að ráði að kjörinn
formaður FFR, Kristján Jóhannsson,
yrði jafnframt framkvæmdastjóri fé
lagsins og helgaði sig málefnum þess
í fullu starfi. Einhverjir starfsmenn
Isavia vildu fá að vita um launakjör
hans, vinnuskyldu og fjárhag fé
lagsins og vörpuðu fram spurning
um þar um. Töldu þeir órökstutt að
FFR þyrfti framkvæmdastjóra í fullu
starfi auk þess sem fjárhagur félags
ins væri bágborinn.
Íþyngjandi fyrir FFR
Kristján hefur sagt í fjölmiðlum að
starfsmenn Isavia séu brenndir eftir
verkföll á síðasta ári og talar nú fyrir
samstarfi FFR og SFR, en félagsmenn
taka afstöðu til þess á næstunni í al
mennri atkvæðagreiðslu.
Svörin sem Kristján fram
kvæmdastjóri gaf fyrirspyrjendum
innan félagsins sýna að tekjur hans
hjá félaginu eru nálægt einni milljón
króna á mánuði. Iðgjöld sem greidd
eru til FFR nema um 1,8 milljónum
króna á mánuði og námu tekjur fé
lagsins af þeim rúmri 21 milljón
króna í fyrra.
Tekjur Kristjáns skiptast þannig
að mánaðarlaun eru 771 þúsund
krónur og bílastyrkur um 166 þús
und krónur á mánuði. Að meðtöld
um launatengdum gjöldum nemur
heildarkostnaður FFR vegna fram
kvæmdastjórans ríflega 1,1 milljón
króna á mánuði eða um 13 milljónum
króna á ári.
Grunsemdir um oftöku launa
DV hefur undir höndum tölvupóst
og bréf sem farið hafa á milli félags
manna og Kristjáns vegna málsins.
Í einum þeirra, frá stjórnarmanni
FFR, er því haldið fram að Kristján
hafi sagt ósatt um heildarkostnað
vegna starfa sinna í þágu félagsins
þar sem hann hafi „látið bókara fé
lagsins borga sér sérstaklega fyrir
alla fundarsetu og samningafundi í
síðustu kjarasamningum við Isavia.
Þannig að launin voru tvöföld. Þetta
gerði hann án vitundar stjórnar á
sínum tíma,“ segir í tölvupósti frá
stjórnarmanni FFR.
„Það sem ég segi þér núna er búið
að plaga mig talsvert síðan ég áttaði
mig á hvernig málum er háttað. Ég
fagna því að gagnrýnd sé hugsanleg
samvinna við SFR, en ýmislegt hefur
gengið á bak við tjöldin,“ segir í öðr
um tölvupósti frá stjórnarmanni til
starfsmanns, sem kveðst hafa fundið
eitt og annað ámælisvert í bókhaldi
félagsins.
Fleira kemur til
Meðal þess sem sætir gagnrýni af
hálfu félagsmanna er dráttur á skip
un stjórnar yfir svonefndum starfs
menntasjóði sem fluttur var úr fjár
málaráðuneytinu til félagsins við
gerð síðustu kjarasamninga félags
manna. Hvorki hefur sjóðnum verið
settar starfsreglur né heldur hafa fé
lagsmenn verið upplýstir um endur
menntunarstyrki, en í sjóðnum eru
hátt í fimm milljónir króna.
Kristján svaraði fyrir sitt leyti
spurningum starfsmanna um kjör
sín og störf í þágu FFR snemma í síð
asta mánuði. Fyrrverandi starfsmað
ur hafi verið í um hálfu starfi í þágu
félagsins og fengið fyrir það 250 þús
und króna þóknun á mánuði, en sá
hætti fyrir réttu ári.
Fram kemur að Kristján hafi þá
tekið yfir verkskyldur í þágu FFR, þar
á meðal við gerð kjarasamninga, og
ákveðið að formaður skyldi jafnframt
gegna starfi framkvæmdastjóra FFR.
Formaður snýst til varnar
Fyrir um mánuði sá Kristján sig
knúinn til að útskýra mál sitt á vef
FFR þar sem hann taldi að reynt
hefði verið að „gera forystu félagsins
tortryggilega í augum félagsmanna“.
Þar er farið yfir langar og harka
legar samningaviðræður um kaup
og kjör í fyrra. „Eins og öllum má
vera ljóst fylgdi ofangreindum verk
fallsaðgerðum og samningaviðræð
um nokkur kostnaður fyrir félagið.
Kostnaður við gerð kjarasamnings
og verkfalls átök í aðdraganda hans
er eitthvað sem kemur félagsmönn
um til góða á næstu árum, en kostn
aðurinn verður hins vegar allur
gjaldfærður á síðasta ári. Vonandi
þarf ekki að grípa aftur til slíkra að
gerða í kjarabaráttu félagsins á allra
næstu árum. Fyrirsjáanlegt er því að
afkoma félagssjóðs og uppgjör ársins
2014 muni bera þessa nokkur merki.“
Fram er komið að tap varð á starf
semi FFR á síðasta ári og gerir Krist
ján ráð fyrir því í umfjöllun sinni að
starfsemi FFR verði umfangsminni
næstu árin og afkoma félagsins í
jafnvægi. Reikningar félagsins verða
lagðir fram á aðalfundi félagsins eigi
síðar en í lok apríl næstkomandi.
Kristján segir loks að einhugur sé
um að leggja það til við félagsmenn
að ganga til samstarfs við SFR um
rekstur félaganna. Síðar hefur það
gerst, eins og einnig er upplýst á vef
FFR, að stjórn félagsins samþykkti
í lok febrúar að efna til allsherjar
atkvæðagreiðslu um samkomulag
sem FFR hefur nú gert við SFR.
Óvíst er hins vegar um niður
stöðu atkvæðagreiðslunnar og er að
sjá sem umræða innan félagsins um
kjör og störf formannsins og fram
kvæmdastjórans fyrir félagið hafi
dregist inn í og truflað umræður inn
an félagsins um samstarf FFR, Fé
lags flugmálastarfsmanna ríkisins,
og SFR. n
Verkalýðsforingi
sagður oftaka laun
n Starfsmenn Isavia krefja formann sinn svara um launakjör n Með milljón á mánuði
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Flugumferðarstjórn Ólga er á meðal
starfsmanna Isavia.
Isavia Flugmála-
starfsmenn ríkisins
eru um 370 hjá Isavia.
Formaður og stjórn
FFR vilja samstarf við
SFR og greiða um það
atkvæði á næstunni.
Mynd SIGtRyGGuR ARI
Formaður og framkvæmdastjóri Hluti
starfsmanna Isavia er tortrygginn vegna
launamála Kristjáns Jóhannssonar, formanns
Félags flugmálastarfsmanna ríkisins.
„Ýmislegt
hefur gengið
á bak við tjöldin
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Kosning til
stjórnar VR
2015–2017
Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félags
manna VR vegna kjörs í sjö stjórnarsæti og þrjú
til vara hófst 5. mars og lýkur kl. 12 á hádegi
þann 12. mars. Kosningin er skv. 20. gr. laga VR.
Allar nánari upplýsingar fást á vr.is eða á
skrifstofu félagsins í síma 510 1700.
Kjörstjórn VR