Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 6.–9. mars 201524 Fréttir Erlent „En svo féll sprengja á heimili okkar“ n Átakanlegar frásagnir sýrlenskra barna n Tryggja þarf menntun n 5,6 milljónir barna á vergangi H inn 15. mars næstkomandi verða liðin fjögur ár frá því að stríðið í Sýrlandi braust út. Fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi er sá mesti sem heimsbyggðin hefur staðið frammi fyrir undanfarna tvo áratugi. Börn eru oftar en ekki þau sem verða verst úti í stríðsátökum þrátt fyrir að þau beri aldrei sök í stríði. Það er þó framtíð þeirra, líf og heilsa sem er lögð að veði og greiða þau oft dýru verði. Börnin í Sýrlandi munu að öllum líkindum fá það verkefni í hendurnar að byggja upp sýrlenskt samfélag á nýjan leik, þegar fram líða stundir. Hvort sem börnin eru enn í Sýrlandi eða hluti af þeim flóttamönnum sem flúið hafa þarf að tryggja menntun þeirra og leggja þannig grunninn að framtíð þeirra. Skólastarfið verður að auki fastur punktur í tilveru barnanna og gerir þeim mögulegt að vera börn á ný. Þau fá að leika, læra, hitta vini sína og finna stöðugleika í miðri ringulreið stríðsins. Í skólanum fá börnin einnig sálræna aðstoð hjá faglærðum ráð- gjöfum til að hjálpa þeim að vinna úr erfiðri lífsreynslu sinni. Læknar framtíðarinnar „Börnin í dag eru læknar, kennarar, verkfræðingar og smiðir framtíðar- innar,“ segir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. UNICEF veitir börnum neyðarhjálp á borð við heilsugæslu, hreint drykkjarvatn, sálrænan stuðning, hlý vetrarföt og menntun, bæði innan Sýrlands en þar eru fleiri en 5,6 milljónir barna á vergangi, en einnig í nágrannaríkjun- um þangað sem fleiri en 1,9 milljónir barna hafa flúið. Mikilvægt er að gera hversdagsleika barnanna eins bæri- legan og unnt er. Fæstir geta sett sig í spor barnanna sem hafa upplifað ólýsanlegar hörmungar, ástvinamissi og erfiðleika. Sum þeirra eru foreldra- laus og hafa jafnvel systkini sín á sínu framfæri. Skólastarf og menntun skipar stóran þátt í að gera börnum kleift að leika, læra, hitta vini sína og finna fastan punkt í tilveru sem hefur ver- ið snúið á hvolf í ringulreið stríðsins. Í skólanum fá börnin einnig sálræna aðstoð hjá faglærðum ráðgjöfum til að hjálpa þeim að vinna úr erfiðri lífs- reynslu sinni. Betri framtíð „Við viljum líka gera allt hvað við getum til að búa þessum börnum betri framtíð og þess vegna ætlum við í þessari neyðarsöfnun sem við höldum af stað í með Fatimusjóðnum, að leggja áherslu á menntun sýr- lenskra flóttabarna sem nú hafast við í Jórdaníu,“ segir í yfirlýsingu frá UNICEF á Íslandi. Mikil áhersla er lögð á að öll börn geti notið menntun- ar með þeim leiðum sem færar eru hverju sinni. Óformleg menntun, svo sem starfsþjálfun, lífsleikninám eða námskeið sem haldin eru á barnvæn- um svæðum, eru dæmi um aðgerðir UNICEF á svæðinu. Í dag eru fleiri en 220.000 sýr- lensk börn á skólaaldri flóttamenn í Jórdaníu. Mörg þeirra sækja skóla í flóttamannabúðunum þar sem þau búa eða í almenningsskólum í Jórdaníu. Margir skólar eru hins vegar orðnir fullir svo nú eru 60.000 börn sem geta hvorki sótt skóla né aðra menntun. Jórdanía hefur tekið á móti 623.974 flóttamönnum frá Sýrlandi, þar af eru 322.395 börn. Við landa- mærin hafa risið gríðarlega stórar flóttamannabúðir, Za‘atari, með um 83.000 þúsund íbúa og Amman-búð- irnar með 164.929 þúsund íbúa. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fatímusjóður Sjóðinn stofnaði Jóhanna Kristjóns­ dóttir árið 2005 til að styðja við börn í Jemen til náms, en sjóðurinn hefur kom­ ið að mörgum verkefnum í Mið­Austur­ löndum og í Afríku frá stofnun hans. Árið 2013 afhentu fulltrúar Fatímu­ sjóðsins UNICEF á Íslandi tveggja milljóna króna framlag í neyðarsöfnun UNICEF fyrir sýrlensk börn á flótta. Stuðningnum var varið bæði í verkefni innan Sýrlands og í flóttamannabúðir sem komið hefur verið upp í nágranna­ ríkjunum – Tyrklandi, Líbanon, Jórdaníu og Írak – þangað sem mestur straumur sýrlenskra flóttamanna hefur legið. Neyðarsöfnun Hægt er að leggja neyðarsöfnuninni lið með því að senda SMS­ið BARN í númerið 1900 (1.490 krónur) og gefa þannig sýrlensku flóttabarni pakka af skólagögnum. Byssukúlur, sært fólk og göt eftir sprengjur Í skólum og barnvænum svæðum UNICEF fá börn sálrænan stuðning og hjálp við að vinna úr erfiðri reynslu sinni. Skólinn skiptir ekki aðeins máli fyrir menntun barnanna og framtíð heldur skapar hann mikilvægan fastan punkt í tilveru sem hefur verið umturnað í ringul­ reið stríðsátaka. Layla, 8 ára stúlka frá Sýrlandi, flúði yfir til Jórdaníu ásamt fjölskyldu sinni. Í skóla sem studdur er af UNICEF teiknaði Layla meðfylgjandi mynd í listmeðferðar­ tíma. Hún hafði verið beðin um að sýna það sem hún var hræddust við og var það verkefni sem kennarar hennar höfðu sett henni fyrir. Ef horft er á myndina þarf að lesa textann frá vinstri til hægri. Þar segir: Vígamenn frá öryggissveitunum, byssukúlur, sært fólk, göt eftir sprengjur. Inni í húsinu skrifaði hún orðið eyðilegging. „Ég var þarna þegar þetta gerðist,“ segir Layla. „Allt er fallegra í Sýrlandi – eins og það var“ Tvö ár eru liðin frá því að Safi flúði frá Sýrlandi ásamt fjölskyldu sinni Með hjálp UNICEF gengur Safi í skóla og dreymir um að verða læknir þegar hann verður stór. „Ég vil verða læknir svo ég geti hjálpað fólki sem lendir í stríði og bjargað lífi þeirra. Ég er frá Latakia og er níu ára gamall. Uppáhaldsfagið mitt í skólanum heima í Sýrlandi var stafsetning og réttritun. Skólanum mínum í Sýrlandi var lokað vegna stríðsins. Flugvél lét sprengju falla á skólann og allir gluggarnir brotnuðu. Ég er samt ekki hræddur við flugvélar, ég er bara hræddur við birni og hunda,“ segir Safi. Allt breyttist í lífi Safi þegar sprengja féll á heimili hans. Hann verður fyrir aðkasti vegna áverka sem hann varð fyrir í sprengju­ árásinni. „En svo féll sprengja á heimili okkar og ég fékk sprengjubrot í andlitið og bakið. Hin börnin eru stundum hrædd við mig vegna þess að ég er með ör á andlitinu og vilja ekki leika við mig. Ég veit að okkur er óhætt hér en ég sakna samt Sýrlands. Allt er fallegra í Sýr­ landi eins og það var,“ segir drengurinn. Flóttamannabúðir Börn að leik eftir snjókomu í flóttamannabúðunum Al Zaatari í borginni Mafraq í Jórdaníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.