Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 28
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 28 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 6.–9. mars 2015 Það er gott að vera liðugur Hann hefur bara gleymst Ég er mjög bjartsýn Upprisa íslensks verkafólks Jónas Stefánsson keppir á Icelend Winter Games. – DV Ósátt móðir drengs í Hjallastefnuskóla sem fékk slæmar einkunnir. – DVHilma Ýr Davíðsdóttir greindist með MS 22 ára. – DV K jarasamningar íslenskrar al- þýðu eru lausir. Krafa stóru verkalýðsfélaganna liggur á borðinu. Lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur á mánuði. Þessi krafa er sanngjörn og ljóst að samfé- lagið leggur blessun sína yfir hana. Oft hefur verkalýðshreyfingin verið í sterkri stöðu en sennilega aldrei sem nú. Þar spilar inn í of- urhagnaður bankanna, yfirvofandi aflétting Jóhönnuþaksins á laun for- stjóra ríkisstofnana og verðhækk- anir undanfarinna missera. Ríflega hundrað þúsund launþegar eru með lausa samninga og horfa upp á fréttir af þessu tagi. Í því samhengi er krafan ekki bara sanngjörn held- ur hógvær. Verkfallsvopnið hefur aldrei ver- ið beittara. Allsherjarverkfall vofir yfir og það jafnvel þegar í þessum mánuði. Íslenskt samfélag má ekki við slíkum hamförum á vinnumark- aði með tilheyrandi tjóni. Ferða- mannastraumurinn til landsins er að þyngjast. Efnahagsbati er stað- reynd en með langvinnum átökum á vinnumarkaði verður sett strik í þann reikning. Við megum ekki við því að hverfa aftur til níunda ára- tugar síðustu aldar með verkföll- um tugþúsunda og algerri lömun á samfélaginu. Forsætisráðherra lýsti stuðningi við krónutöluhækkanir í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi í síðasta mánuði. Hann ræddi einnig um mikilvægi þess að aðilar vinnumarkaðar ættu samtöl við stjórnvöld um mögulegar lausnir. Nú er lag. Viðræður geta ha- fist strax. Það er ekkert að vanbún- aði. Krafan er klár. Stjórnvöld lofa undir rós stuðningi við kröfuna og þá er komið að atvinnurekendum að sýna á spilin. Er til of mikils mælst að þetta verði ekki dregið fram á síð- ustu stundu og menn gangi frekar hratt frá þessu? Ein leiðin til að forð- ast verfallsátök er að semja fyrst ein- vörðungu um lægstu launin og taka lengri tíma í eðlilega endurskoðun og uppfærslu á kjarasamningun- um sjálfum. Það eiga allir rétt á því að verkfallsátök verði í lágmarki. Að sama skapi ber að sýna því skilning að launþegar geti þurft að grípa til þess neyðarúrræðis sem verkfall er. Um leið og sest verður við samn- ingaborðið ber öllum málsaðilum að hafa í huga að ekki má ógna þeim stöðugleika og verðbólguleysi sem tekist hefur að koma á hér á landi. Þeim snillingum sem manna borðið hjá ríkissáttasemjara verður ekki skotaskuld úr því að finna leið- ir sem henta okkar lægst launaða fólki. Krafan er að samningar um 300 þúsund króna lágmarkslaun verði undirritaðir öðru hvorum megin við páska. Páskar eru góður tími til að ljúka kjarasamningum. Allir í fríi og engin truflun verður á samtölum aðila vinnumarkaðar- ins. Það væri mjög við hæfi að upp- risa íslensks verkafólks miðaðist við páska. n Kiddi sleggja orðinn Pírati? Píratar hafa verið á mikilli sigl- ingu í skoðanakönnunum að undanförnu og mælast nú þriðji stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins. Sífellt fleiri flykkjast því til liðs við flokkinn þessa dagana. Nú velta ýmsir því fyrir sér hvort Kristinn H. Gunnarsson, Kiddi sleggja, sé nýjasti liðsmaður Pírata. Sagðar voru af því frétt- ir í vikunni að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefðu neitað að halda fund með Pírötum vegna þess að þeir hafi viljað að Krist- inn yrði einn frummælenda á fundinum. Sé Kristinn genginn til liðs við Pírata er ljóst að þar er enginn aukvisi á ferð enda hef- ur Kristinn meðal annars setið á þingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn og Frjáls- lynda flokkinn. Á að opinbera hernaðaráætlunina? Einhver undarlegasta umræða sem átt hefur sér stað síðustu vik- ur og mánuði er hvort ekki sé rétt að vinna stjórnvalda og ráðgjafa hennar að áætl- un um losun hafta fari fram fyrir opnum tjöldum. Þannig væri hægt að skapa sem mesta sátt um þá leið sem yrði far- in í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Forsætis- og fjármálaráðherra hafa bent á að það þjóni hins vegar augljóslega ekki hagsmunum Ís- lands, til dæmis gagnvart kröf- uhöfum föllnu bankanna, að upp- lýst verði nákvæmlega um áform stjórnvalda áður en haftaáætlunin verður tilbúin. Rifja má upp um- mæli seðlabankastjóra í mars 2014 um að ekki væri hægt að opinbera nákvæma áætlun um afnám hafta. Það væri „svipað eins og banda- menn hefðu birt í BBC áætlun sína um innrás í Normandí“, sagði Már Guðmundsson. Jarðskjálfti Jóns Baldvins Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, segir á Evrópu- vaktinni að yfirlýsingar Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fyrr- verandi utan- ríkisráðherra, í sjónvarpsviðtali á Eyjunni á Stöð 2 um síðustu helgi hafa gjörbreytt stöðunni í umræðum um ESB. Viðtalið var rætt á Alþingi í vik- unni, það hefur orðið tilefni fjölda frétta og margir hafa haft á orði, að það geti markað vatnaskil í um- ræðunni um Ísland og Evrópu- sambandið, enda Jón Baldvin hálf- gerður guðfaðir Evrópusamvinnu hér á landi. Greinilegt var að Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingarinn- ar, var lítt hrifinn af ummælum gamla krataforingjans, en hann gat þó ekki annað en tekið undir að Evrópusambandið ætti í mikl- um vandræðum. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Nú er lag. Við- ræður geta haf- ist strax. Það er ekkert að vanbúnaði. Krafan er klár. S tarfshópur á vegum Land- læknisembættisins skilaði skýrslu í desember árið 2001 um fyrirhugaða skimun allra Íslendinga 50 ára og eldri fyr- ir blóði í saur. Tilgangurinn með slíkri skimun er að snemmgreina illkynja æxli í meltingarvegi. Þar segir að þrjár slembirannsóknir hafi sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum krabba- meins í ristli og endaþarmi með leit að blóði í hægðum einu sinni á ári. Því miður rann fyrirhuguð skimun út í sandinn og var peningaleysi yfirvalda kennt um og skimunin talin of kostn- aðarsöm. Bréf Krabbameinsfélags Íslands til Bláa naglans Í grein í dagblöðum 15. febrúar 2015 frá yfirlækni Leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands kemur fram að Krabbameinsfélagið hafi nýver- ið fengið veglegan styrk til að vinna að hópleit á krabbameini í ristli og endaþarmi sem áætlað er að vinna í samráði við velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið. Í sömu grein gagnrýnir yfirlæknirinn Bláa naglann fyrir að senda frítt heimapróf fyrir blóði í saur til allra sem verða fimm- tugir á árinu. Einkum er val Bláa naglans á heimaprófinu EZ Detect™ frá Biomerica í Bandaríkjunum gagn- rýnt og prófið talið skaðlegt vegna lé- legs næmis til að greina þá sem hafi kirtilæxli eða krabbamein í ristli eða endaþarmi. Yfirlæknirinn minnist ekki á vís- indarannsóknir varðandi notkun EZ Detcet™ til skimunar á ristilkrabba- meini. Í grein frá John Hopkins-há- skólaspítalanum í Bandaríkjunum frá 2007 komust höfundar að þeirri niðurstöðu úr rannsókn á 207 sjúk- lingum að næmi og sértæki EZ Detcet™ til að greina kirtilæxli eða krabbamein í ristli og endaþarmi væri sambærilegt við næmi Hemocult II. Töldu þeir EZ Detcet™ valkost til skimunar á blóði í saur í þeim tilgangi að snemmgreina ristil- og endaþarmskrabbamein. Í rannsókninni kom einnig í ljós að 81 prósent þátttakenda kaus frekar EZ Detcet™-prófið en Hemocult II. Höf- undar bentu á að EZ Detcet™-prófið gæti aukið þátttöku fólks í leit að blóð í saur sem ekki sæist með berum aug- um. Lífeindafræðingar og skimpróf Í yfir 40 ár stóð ég fyrir leit að blóði í saur á Landspítala (LSH) og var þar fremst í flokki að leita að besta próf- inu, þegar próf, sem við höfðum lengi notað, voru tekin af markaðnum. Margt kom upp sem varð til þess að hætta þurfti við góð próf. Leit að nýj- um kallaði á samanburðarrannsóknir og má segja að undirrituð haft fram- kvæmt fleiri rannsóknir á blóði í saur en nokkur annar lífeindafræðingur hér á landi. Við, sem erum vön slíkri vinnu, þekkjum öll takmarkanir þessara prófa. Aflestur prófanna er engan veginn eins auðveldur og oft er gefið í skyn af þeim, sem aldrei hafa lagt fyrir sig úrlestur þeirra. Rangur aflestur er áhættuþáttur sem má ekki vanmeta. Framkvæmd peroxídasaprófanna er þannig að viðkomandi þarf að smyrja saursýnisprufu á þar til gerð- an rannsóknarpappír. Þetta er gert þrjá daga í röð til að auka marktækni, því ekki er alltaf stöðug blæðing í ristli. Sýni þarf að pakka inn og senda til rannsóknardeilda. Sumum finnst ekki fýsilegt að smyrja hægðarsýni á papp- ír og dregur það úr þátttöku skimun- ar. Galli flestra peroxídasaprófa er sá að þau gera ekki greinarmun á hemó- glóbíni manna og dýra og því má ekki borða neitt, sem blóð (hemóglóbín) er í. Það getur gefið rangt jákvæða svörun fyrir blóði. Hrátt grænmeti getur einnig orsakað rangt jákvæða svörun. Mikilvægt er að fólk haldi réttu mataræði til að koma í veg fyrir falskt jákvæða niðurstöðu sem leiddi til ristilspeglunar að óþörfu. Sítrus- ávextir geta valdið rangt neikvæðu svari. Það sama er, ef sjúklingur neytir 250 milligramma af C-vítamíni eða meira á dag. Greining ristilkrabba Samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands greinast ríflega 100 einstaklingar ár- lega með þetta krabbamein og um 50 deyja árlega af völdum þess. Dánar- tíðni vegna ristilkrabbameins hefur því miður ekki breyst mikið. Ristil- krabbamein greinist oft seint og velta menn fyrir sér hvað valdi. Mögulegt er að fyrirhöfnin við að leita til læknis og að þurfa síðan að breyta mataræði og skila inn þremur hægðarprufum á rannsóknardeild geti valdið fram- taksleysi. Mikilvægt er að auka vitund fólks fyrir áhættunni og gera fólki auð- velt að leita að blóði í saur. Þetta sýnist mér vera markmið Bláa naglans með því að senda auðvelt heimapróf fyrir blóði í hægum frítt til allra sem verða fimmtugir á árinu. Hvert er hið fullkomna próf? Prófið EZ Detcet™, sem Blái naglinn sendir, er einfalt heimapróf fyrir leit að blóði í hægðum. Prófið er hann- að og gert til þess, að einstaklingur- inn sjálfur geti framkvæmt það. Jafn- framt hefur prófið þann kost að ekki þarf að vera á sérstöku mataræði fyrir rannsóknina, ekki þarf að snerta saur- inn og hægt er að gera prófið heima. Eftir hægðir er prófblað sett ofan í salernis skálina og innan tveggja mín- útna kemur blágrænn litur á próf- svæði blaðsins, ef blóð er þar til stað- ar. Verði engin litabreyting, telst prófið neikvætt. Má líkja þessari byltingu við þungunarpróf, sem konur geta sjálf- ar gert. Ekkert próf til leitar að blóði í hægðum er fullkomið. Eins og áður sagði, er EZ Detcet™-prófið hentugra en önnur perosxídasapróf að því leyti, að ekki þarf að gæta sín í mataræði þegar það er notað og við það minnka líkurnar á rangt jákvæðu prófi. Krabbameinsfélagið og Blái naglinn Í Bandaríkjunum gefa heilsugæslu- stöðvar, sjúkrahús og margvísleg fé- lagasamtök EZ Detect™-prófið líkt og nú hefur verið gert hér á landi. Þetta er Bláa naglanum vel kunnugt og hefur hann einmitt tekið þessar stofnanir og samtök sér til fyrirmyndar. Gagnstætt yfirlýsingum yfirlæknis Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins telur undirrit- uð framtak Bláa naglans lofsvert. Með EZ Detcet™-prófinu er stigið eitt skref fram á við. Að reyna að hindra fram- lag Bláa naglans, þegar hann dreifir EZ Detcet™-heimaprófinu, sýnir að mínu mati þröngsýni og fordóma. Ég spái, að í framtíðinni leiti fólk sjálft að blóði í hægðum heima með eins ein- földu og öruggu heimaprófi og völ er á hverju sinni og fari í framhaldi af því til læknis, sé prófið jákvætt. Ameríska krabbameinsfélagið bendir á, að öll skimunarpróf fyrir blóði í saur þurfi að gera árlega, vegna þess að prófin greina ekki alltaf krabbameinið. Leiðrétting á grein yfirlæknis EZ Detect™ er CE (Conformité Européenne) skráð í Evrópu og er FDA (Food and Drug Administration) og CLIA (Clinical Labaratory Improvement Amendments) viður- kennt (approved, waived) í Banda- ríkjunum, þvert á það, sem haldið er fram í grein yfirlæknis Leitarstöðv- ar Krabbameinsfélagsins. Þá eru þrjú próf í pakkanum, sem Blái naglinn sendir fólki, en ekki eitt eins og haldið er fram í grein hans. n Blái naglinn: Jafn einfalt og þungunarpróf„Dánartíðni vegna ristilkrabbameins hefur því miður ekki breyst mikið. Bergljót Halldórsdóttir lífeindafræðingur Kjallari MynD SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.