Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 62
62 Fólk Helgarblað 6.–9. mars 2015 Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 „Anna Flosa er ofurkennari“ n Björn Thors tileinkaði henni Grímuna n Hera Hilmars þakkaði henni sérstaklega þegar hún tók við Eddunni A nna Flosadóttir hefur lif- að og hrærst í leiklistinni frá unga aldri enda dóttir Flosa Ólafssonar, eins ást- sælasta leikara þjóðarinn- ar. Þegar kom að því að velja ævi- starfið varð þó myndlistin ofan á og frá árinu 1991 hefur Anna starfað sem myndlistarkennari í Hlíðaskóla. Leiklistin var henni þó alltaf afar hugleikin og þegar ÍTR auglýsti eftir manneskju í tómstundum til að taka að sér leiklistarnámskeið við skólann þá stökk hún á tækifærið og þar með hófst þróun leiklistarkennslu í Hlíða- skóla undir stjórn Önnu. Árið 1994 vildu eldri nemendur skólans brjóta kennsluna upp og gera eitthvað nýtt og í samráði við þá var ákveðið að setja á svið söngleik sama ár. Það rímaði afar vel við áhuga Önnu á samþættingu listgreina og hún tók höndum saman við nokkra sam- kennara sína og í sameiningu héldu þau utan um verkefnið. Söngleikja- hefð Hlíðaskóla hófst þar með. Allir sem vilja fá að leika „Útgangspunkturinn hefur alltaf ver- ið sá að allir fái að taka þátt á sín- um forsendum. Allir sem vilja leika fá hlutverk en aðrir finna sig í öðr- um verkefnum tengdum sýningunni enda ógrynni af verkefnum sem þarf að leysa,“ segir Anna og ástríðan í röddinni leynir sér ekki. „Söngleik- irnir eru alltaf frumsamdir af nem- endum og oftast eru um 100 nem- endur sem taka þátt.“ Að hennar sögn eru áhrif hverrar sýningar mik- il á unglingadeildina. „Félagslegi þátturinn er það sem stendur upp úr hjá nemendum. Samheldni eykst og meðvitundin um að keðjan verði ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Þegar líður á ferlið og frumsýning nálgast þá er eftirtektarvert að nem- endur fara að passa upp á hver ann- an og jafnvel hafa áhyggjur af heilsu annarra nemenda.“ Fær tvö ár til að jafna sig Sýningarnar eru afar umfangsmikl- ar, nánast eins og hjá atvinnuleik- húsi. Fagfólk er fengið til að aðstoða, afar metnaðarfullar leikskrár gefnar út og selt er inn til þess að ná upp í kostnað. Uppsetningarnar eru engu að síður afar kostnaðarsamar og því var að ákveðið að setja upp söngleik á þriggja ára fresti þannig að hver nem- andi unglingadeildar fengi að taka einu sinni þátt í slíku verkefni. Anna hefur því sett upp sjö söngleiki ásamt nemendum sínum og æfingar eru núna á fullu fyrir þann áttunda, sem verður frumsýndur fimmtudaginn 12. mars og verður að öllum líkind- um síðasti söngleikur Önnu. „Ég hef reyndar sagt þetta eftir hverja ein- ustu uppsetningu,“ segir Anna. „Hins vegar fæ ég tvö skólaár til að jafna mig og þá er mig farið að klæja í puttana fyrir næsta söngleik!“ Árið 2012 lauk Anna M.Art.Ed- gráðu í listkennslufræðum við Lista- háskóla Íslands og var reynsla hennar af starfinu í Hlíðaskóla innblásturinn að útskriftarverkefni hennar. Verk- efnið fjallaði um viðhorf til söngleikja unglingadeildar Hlíðaskóla og áhrif þeirra á sjálfsmynd og félagsþroska nemenda. Í stuttu máli voru niður- stöðurnar á þá leið að uppfærslurn- ar hefðu stutt við mótun samheldins unglingasamfélags og glaðari nem- endahóps. Sjálfsmynd þátttakenda hafi styrkst og félagsfærni aukist. Búa að leiklistarkennslu til lífstíðar Hlíðaskóli hefur undanfarin 20 ár verið leiðandi í innleiðingu leiklist- ar í skólastarfið. Allir nemendur í 2.– 7. bekkjar skólans fá kennslu í leiklist til jafns við aðrar list- og verkgreinar skólans. Anna hefur alla tíð haft mikla trú á mikilvægi leiklistarkennslu í skólum: „Að fá æfingu í að koma fram og tjá sig er dýrmætt veganesti fyr- ir alla nemendur og eitthvað sem að þeir búa að til lífstíðar.“ n Kristín Þóra Haraldsdóttir Leikkonan unga var að íhuga að skrá sig í hjúkrunarfræði þegar hún hitti Önnu á förnum vegi. Önnu fannst lítið til þeirrar hugmyndar koma. Kristín Þóra þreytti inntökupróf í leiklistardeild LHÍ og er starfandi leikari í dag. Fyrir það er hún þakklát. ,,Anna Flosadóttir er einstakur kennari og manneskja. Fyrir utan að kynna fyrir nemendum listgreinar með kennslu í myndlist og leiklist, kennir hún þeim ekki síst samskipti á sama tíma og sköpunar- kraftur hvers og eins er virkjaður í kringum söngleikinn sem er á þriggja ára fresti. Hennar stærsti kostur er að hún gefur sér tíma til að kynnast nemendum sínum vel og koma auga á hvar hæfileikar þeirra liggja. Henni þykir augljóslega vænt um nemendur sína og þeim um hana.“ Leikarinn þjóðþekkti tók þátt í fyrsta söngleiknum sem Anna setti upp í Hlíðaskóla árið 1994. „Anna var afar hvetjandi en gerði á sama tíma miklar kröfur til nemenda sinna, sérstaklega þá sem hneigðust til lista,“ segir Björn Thors leikari, en það vakti mikla athygli þegar hann tileinkaði Önnu Grímuverðlaunin sem hann hlaut árið 2009. „Hún virkjaði nemendur sína til að skapa verkið og stuðl- aði að samstarfi þeirra á milli. Hún hefur einstakt lag á að örva fólk. Anna er ofurkennari sem skilaði nemendum af sér bólstruðum af hugmyndum í takt við áhugasvið hvers og eins.“ Hera Hilmars Athygli vakti þegar Hera þakkaði Önnu Flosadóttur sérstaklega í þakkarræðu sinni á Edduverðlaunahátíðinni í ár. „Hún skapaði þessi tækifæri fyrir okkur, vissi hvað hún var að gera og stóð á sínu, skoraði á okkur og veitti okkur innblástur í öllu ferlinu. Á sama tíma var hún mikill stuðningsmaður okkar, hlý og alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á, bæði á skólatíma og eftir skóla, hristi okkur til (ekki bókstaflega þó!) ef þurfti, hlustaði á áhyggjur okkar og pælingar, hló mikið með okkur en skóf ekki utan af því ef við gerðum ekki okkar besta. Það var mikið álag á Önnu í öllu uppsetn- ingarferlinu en alltaf vann hún sína vinnu á ótrúlega mannlegan og lifandi hátt. Það er allavega mín upplifun af henni. Og fyrir einhvern sem tengdi jafn mikið og ég gerði við leiklistina og allt uppsetningarferlið þá skipti það mig rosalega miklu máli að hafa hana og þessi verkefni til halds og trausts í gegn- um þessi unglingsár. Það er mikilvægt að geta tengt við einhvern með svona pælingar fyrir utan sína nánustu. Þannig var Anna eiginlega bara alhliða mentor minn á þessum árum ef svo má að orði komast. Og við erum enn í sambandi sem segir líka margt,“ segir Hera Hilm- arsdóttir Edduverðlaunahafi.Eysteinn Sigurðarson Leiðin lá úr Hlíðaskóla í LHÍ „Hlý, hvetjandi og góð,“ voru fyrstu orðin sem Eysteinn Sigurðarson valdi þegar DV bað hann um að lýsa Önnu. Eysteinn, sem í vor útskrifast sem leikari frá LHÍ, segir Önnu hafa sérstakt lag á krökkum og í öllu hennar starfi skíni trú hennar á krökkunum í gegn. „Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist en Önnu tókst að rækta þennan áhuga og auka hann,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hún hefur einnig haldið utan um þátttöku Hlíðaskóla í Skrekk og unnið þar frábært en örugglega mjög erfitt starf.“ Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Að fá æfingu í að koma fram og tjá sig er dýrmætt veganesti fyrir alla nem- endur og eitthvað sem þeir búa að til lífstíðar. Anna Flosadóttir Frá árinu 1994 hefur hún sett upp umfangsmikinn söngleik í Hlíðaskóla ásamt unglingadeild skólans. Uppfærslurnar, sem eru á þriggja ára fresti, setja mikinn svip á skólalífið og hafa haft afar jákvæð áhrif á nemendur. Björn Thors Gríman Björn Thors afhenti Önnu Flosadóttur Grímuverðlaun- in, sem hann hlaut árið 2009, til varðveislu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.