Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 6.–9. mars 201526 Umræða „Ég skal taka að mér Arabana yðar …“ n Golda Meir og David Ben-Gurion á Íslandi n Ben-Gurion bar lof á Ísland og Íslendinga M álefni Ísraelsríkis eru reglulega fréttaefni, en ríkið á sér merkilegan uppruna og þar komu Ís- lendingar nokkuð við sögu. Velvilji stjórnvalda í Ísrael í garð Íslendinga sýndi sig best í því að hvort tveggja David Ben-Gurion, forsætis- ráðherra 1948–1954 og 1955–1963, og Golda Meir, utanríkisráðherra 1956– 1966 og forsætisráðherra 1969–1974, komu hingað í opinberar heimsóknir árin 1961 og 1962. Þáttur Thors Thors Skipting Palestínu og stofnun Ísraels- ríkis skyldi tekin fyrir á fundi Sam- einuðu þjóðanna hinn 29. nóvember 1947. Framsögumaður málsins var Thor Thors, fulltrúi Íslands. Thor átti þá um morguninn fund með Abba Eban, síðar utanríkisráðherra Ísraels, sem lagði áherslu á að nú yrði að taka ákvörðun, enda samningaumleitanir reynst árangurslausar. Úrslitin urðu þau að stofnun Ísraelsríkis var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Í ævisögu sinni hælir Eban Thor Thors á hvert reipi. Þann dag hafi „fulltrúi smáríkis norður við ysta haf ráðið örlögum heimsbyggðarinnar“. Íslendingar tóku upp stjórnmála- samband við Ísrael 1951 og viðskipti landanna urðu snemma nokkur. Héðan var fluttur frystur fiskur til Tel Aviv og ýmsar ísraelskar vörur flutt- ar heim, svo sem krossviður sem víða var notaður við smíði hurða í íslensk íbúðarhús. Golda Meir kemur til Íslands Golda Meir, utanríkisráðherra Ísraels, lenti með Loftleiðavélinni Snorra Sturlusyni á Reykjavíkurflugvelli að kvöldi 18. maí 1961 og dvaldi hér yfir hvítasunnuhelgina. Hún heimsótti meðal annars Pétur Ottesen alþingis- mann, sem þá hafði legið fótbrot- inn á Landspítalanum í fimm vikur. Hún gekk brosandi að rúmi Péturs og tókust þau í hendur. Pétur hafði nokkru fyrr ferðast um Ísrael og rit- að um þá heimsókn í Morgunblaðið. Hann mælti við Goldu Meir: „Mikið þótti mér ánægjulegt að heimsækja land yðar. Og það sem þið hafið gert á 12 árum, það er ekkert smáræði. Já og mikið er landið fallegt. Ég hitti þar margt gott fólk og sá marga sögufræga staði, t.d. Nazaret – og mikið er Tel Aviv falleg borg.“ Golda Meir: „En Jerúsalem? Komuð þér þangað?“ Pétur: „Ég held nú það. En ekki sá ég Betlehem. Ég kom hins vegar að Galí- leu-vatni og úr ánni Jórdan tók ég vatn í flösku – og sonarsonur minn hefur nú verið skírður upp úr því vatni.“ Golda Meir tók innilega í hönd Péturs Ottesen og sagði: „Þér eigið fallegt land hérna.“ Pétur: „Já, en mig dreymir nú oft heim. Ég er bóndi og nú er aðalanna- tíminn að hefjast. Mér líður illa að komast ekki heim til búsýslunnar.“ Golda Meir: „Ég er ekki hissa á því. Bændur ættu helst aldrei að liggja í rúminu. Ég hef sjálf verið bóndi og veit hvað það er.“ Hún brosti og bætti við: „Ég vona að yður batni nú fljótt og þér komist bráðlega heim.“ Pétur: „Þakka yður fyrir, þakka yður fyrir heimsóknina – og skilið kveðju til Ísrael.“ Þau tókust enn í hendur og kvöddust. Golda Meir gekk hægt út úr sjúkrastofunni, sneri sér við úti við dyrnar, kinkaði kolli til Péturs og sagði: „Ég vona að þér fáið skjótan og góðan bata.“ Sonur Goldu Meir, sellóleikar- inn Menahem Meir, gerðist mikill Ís- landsvinur og flaug oft með Loftleið- um hingað til lands. Hann sagði eitt sinn frá því að móðir sín hefði fært fjölskyldunni gjafir frá Íslandi við heimkomuna til Ísraels. Þar á með- al hafi verið lopapeysur, myndabæk- ur, hljómplötur með íslenskum þjóð- lögum, en einnig plata með orgelleik Páls Ísólfssonar. Ben-Gurion á Íslandi Forsætisráðherra Ísraels, David Ben- Gurion, kom hingað í opinbera heim- sókn að kvöldi 13. september 1962, ásamt Paulu eiginkonu sinni og dóttur, dr. Renana Ben-Gurion Les- heim. Daginn eftir átti hann fund með Ólafi Thors forsætisráðherra í stjórnarráðinu. Upphaflega stóð til að viðræður þeirra tækju hálfa klukku- stund en svo vel fór á með þeim að þeir ræddust við í hálfa aðra klukku- stund. Ólafur sagði blaðamönnum að Ben-Gurion væri með „allra við- felldnustu mönnum“ sem hann hefði nokkurn tímann kynnst. Ekki fór síð- ur vel á með Ingibjörgu, konu Ólafs, og Paulu, forsætisráðherrafrú Ísraels, líkt og myndir bera með sér. Ben-Gurion fékk Þórslíkneski úr silfri að gjöf frá íslensku ríkisstjórn- inni. „Skildi allan herinn eftir í Ísrael“ Daginn eftir snæddu Ben-Gurion- hjónin hádegisverð á Þingvöllum og þangað fylgdi þeim mikill fjöldi ís- lenskra og ísraelskra blaðamanna. Sagt var að í Þingvallaferðinni hefði komið glögglega í ljós gagnkvæm og innilega vinátta Ólafs Thors og Ben- Gurions og þóttu þeir umgangast hvor annan af virðingu, en þó með „skemmtilegu hispursleysi,“ eins og það var orðað í frétt Vísis. Þetta þótti setja „sérstæðan og persónulegan svip“ á heimsóknina. Blaðamaður Vísis átti tal við Ben- Gurion á Þingvöllum þegar Ólaf Thors bar skyndilega að og sagði: „Þér takið yður hvíld og sendið svo allan herinn á mig.“ Ben-Gurion svaraði: „Herinn? Ég skildi allan herinn eftir í Ísrael.“ Ólafur segir þá: „Nú haldið þér að þeir muni ekki berjast með yður þess- ir?“ og bandaði hendinni til ísraelsku blaðamannanna. „Ég kemst nú ekki langt með þeim,“ svaraði Ben-Gurion. „Þeir eru nú helst til fáir.“ Blaðamennirnir báru sig heldur illa undan þessu samtali og fullvissuðu forsætisráðherra sinn um að þeir myndu berjast með honum til síðasta manns ef þess gerðist þörf. „Ég er nú hræddur um að það dugi skammt gegn Aröbunum,“ sagði Ben- Gurion. Ólafur mælti þá: „Ja, ég skal taka að mér Arabana yðar, ef þér viljið taka að yður stjórnarandstöðuna á Ís- landi.“ Þá sagði Ben-Gurion: „Ég tapa nú varla á þeim skiptum.“ „Það er nú ég sem fer með fjár- ráðin á heimilinu“ Á leiðinni til Reykjavíkur var haldið í Reykjadal, fyrir innan Hveragerði. Ekið var yfir á, en bíll forsætisráðherr- anna bleytti þar kertin og drap á sér, svo varð að ýta honum upp úr ánni. Hinir tignu gestir létu sér ekki bregða við þetta. Þeim var því næst sýnd bor- hola og spurði Paula Ben-Gurion þá Ólaf hvort hún gæti ekki farið í bað. Hann svaraði: „Já, þá verðið þér að minnsta kosti að fara úr kápunni, því maðurinn yðar hefur ekki haft efni á því að kaupa fyrir yður nýja kápu á hverjum degi.“ Paula svaraði að bragði: „Það er nú ég sem fer með fjárráðin á heimilinu.“ Í samtölum við blaða- menn kvaðst Ben-Gurion hafa mikla löngun til að bjóða Ólafi í opinbera heimsókn til Ísraels innan tíðar. Hann lét sérlega vel af heimsókninni og ræddi af hispursleysi við blaðamenn. Þeir spurðu hann meðal annars um samyrkjubúin, Kibbutz. Ben-Gurion sagði þau merkilegasta og fullkomn- asta þjóðfélagsform sem framkvæmt hefði verið, en þar væri allt sameigin- leg eign íbúanna og þar settust menn að af fúsum og frjálsum vilja. Koma þarf á friði Ben-Gurion sagði ófriðinn mesta vandamál Ísraelsríkis. Koma þyrfti á friði. Tækist það yrðu önnur vanda- mál leyst. Ísrael væri eina ríkið í heiminum sem byggi við þær aðstæð- ur að önnur ríki vildu það feigt. Inn- flytjendavandinn væri einnig mikill, en frá stofnun ríkisins hefði flust þangað milljón manns sem hefðu 84 móðurmál. Herinn væri því einnig skipulagður sem menntastofnun og nýjum borgurum kennd hebreska meðan á herskyldu stæði. Á fundi með blaðamönnum fór hann lofsamlegum orðum um Ís- land og Íslendinga: „Íslendingar hafa aldrei ráðist á nokkra þjóð og engin þjóð hefur ráðist á Ísland frá því sögur hófust. Hin eina styrjöld sem hér hef- ur verið háð gerist á ritvellinum. Það er sú styrjöld sem þið heyið blaða- mennirnir. Það er betra að berjast með pennanum en atómsprengjum.“ Tengsl Íslands og Ísraels hafa ekki verið jafnvinsamleg á síðari árum. Shimon Perez, utanríkisráðherra Ísraels, kom hingað til lands 1993. Þá urðu mótmæli og þingmenn stjórnar- andstöðunnar afþökkuðu kvöldverð með Perez. Heimildir: Samantekt Leifs Sveins- sonar um stofnun Ísraelsríkis og frá- sagnir blaðanna. n „Ólafur mælti þá: „Ja, ég skal taka að mér Arabana yðar, ef þér viljið taka að yður stjórnarandstöðuna á Íslandi.“ Þá sagði Ben- Gurion: „Ég tapa nú varla á þeim skiptum.“ Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð Ólafur Thors Ólafur sagði að Ben-Gurion væri með allra viðfelldnustu mönnum sem hann hefði kynnst. Golda Meir heimsótti Pétur Ottesen á Landspítalann „Bændur ættu helst aldrei að liggja í rúminu,“ sagði Golda Meir við Pétur. Vísir 18. maí 1961 Golda Meir, utan- ríkisráðherra Ísraels, og Guðmundur Í. Guðmundsson, utanríkisráðherra Íslands. Forsætisráðherrar á Þingvöllum Sagt var að í Þingvallaferðinni hefði glögglega komið í ljós gagnkvæm og innileg vinátta Ólafs Thors og Ben-Gurions.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.