Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 40
40 Skrýtið Sakamál Helgarblað 6.–9. mars 2015
Tryggið
ykkur miða
565 5900
midi.is
Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu
Tvær sýningar = Tvö hlátursköst
“Ég er enn með svo miklar harðsperrur í kjálkanum eftir
hlátrasköllin að ég get ekki talað með góðu móti”
Silja Aðalsteinsdóttir í Tímariti máls og menningar
“Litli kallinn minn var orðinn máttlaus af hlátri og það sem undarlegra var,
amman ég líka. Við hlógum þarna eins og vitleysingar bæði af
uppátækjunum þeirra, svipbrigðum og háttsemi.”
Helga Völundardóttir í Kvennablaðinu
Konubörn - næstu sýningar
Fimmtudagur 12 mars kl.20.00 UPPSELT
Föstudagur 13. mars kl 21.30 UPPSELT
Laugardagur 14 mars kl 21.30 UPPSELT
Föstudagur 20 mars kl 20.00 Aukasýning
Föstudagur 27 mars kl 20.00 örfáir miðar
Bakaraofninn - næstu sýningar
Sunnudagur 8. mars kl 13.00 UPPSELT
Sunnudagur 15 mars kl 13.00 og kl 16.00
Sunnudagur 22 mars kl 13.00 og kl 16.00
Sunnudagur 29 mars kl 13.00
Frosti í Harmageddon
“Ótrúlega skemmtileg”
Hlín Agnarsdóttir í Djöflaeyjunni
“Ég vona að sem allra flestir, ungir sem gamlir, kvenbörn og karlbörn
fái að njóta þessarar sýningar”
Silja Aðalsteinsdóttir Tímarit Máls og Menningar
Á
rið 2000 var Richard Fielding,
21 árs skífuþeytir í Lundúnum,
dæmdur til ótímabundinn-
ar dvalar á geðsjúkrahúsinu
Rampton í Nottinghamskíri á
Englandi. Richard var frá Waltham-
stow, úthverfi í austurhluta Lundúna,
og tókst nánast að þurrka út fjóra ætt-
liði sömu fjölskyldunnar á einu bretti
árla morguns 6. mars 1999.
Taldi sig eiga harma að hefna
Í morgunsárið þennan morgun í mars
gerði Richard sér ferð á Bellamy-veg í
Chingford í norðausturhluta Lund-
úna. Þar í þrílyftu húsi bjó Lee Day,
sem var skólafélagi Richards, ásamt
ömmu sinni, móður og föður, tví-
buradætrum sínum, syni og kærustu.
Hlaupið hafði snurða á þráðinn
hjá Richard og Lee enda taldi Richard
að Lee hefði gert að engu möguleika
hans á að öðlast frægð og frama.
Logandi víti
Í fórum sínum hafði Richard bens-
ín á brúsa. Hann hellti bensíninu inn
um bréfalúguna og bar síðan eld að.
Á örskotsstundu breyttist anddyrið
í logandi víti og ljóst að þá leiðina
slyppi enginn út úr húsinu nema við
illan leik.
Sú varð enda raunin, sá eini úr fjöl-
skyldunni sem komst lifandi frá þess-
um hildarleik var faðir Lees, Brian
Day. Honum var bjargað út um glugga
á annarri hæð hússins, rétt áður en
rúðurnar splundruðust í sprengingu
og gat þakkað nágrönnum sínum að
hann fengi að kemba hærurnar.
Sjö fórnarlömb
Ákæran á hendur Richards hljóðaði
upp á morð, en hann játaði sig sekan
um manndráp og bar fyrir sig sinn-
isveiki. Dómarinn, Michael Hyam,
hafði á orði að ef gerandinn hefði
verið heill á geði þá hefði verið um að
ræða „einstaka illmennsku“.
Sjö manns guldu með lífi sínu fyr-
ir brostna frægðardrauma Richards;
Lee Day, 17 ára kærasta hans, Yvonne
Colverhouse, þriggja ára tvíburadæt-
ur Lees, Maddison og Rhiannon,
tveggja ára sonur Lees, Reece, móðir
Lees, Sandra, 50 ára og 76 ára amma,
Kathleen.
Reyndu að bjarga börnunum
Lík Lees og móður hans fundust í
svefnherbergi á þriðju hæð og talið
var að þau hefðu gert árangurslausa
tilraun til að bjarga börnunum.
Móðir barnanna, sem voru hjá
Lee þessa helgi, var Kelly Himpfen.
Eftir að dómur hafði verið kveðinn
upp sagði Kelly: „Þetta sannar að þú
getur komist upp með morð.“
Ekki tekinn alvarlega
Rannsókn leiddi í ljós að fyrr um
nóttina hafði Richard komið við á
bensínstöð og fyllt plastbrúsa af bens-
íni. Afgreiðslumaðurinn hafði spurt
hann hvort bíllinn hefði orðið bensín-
laus en Richard hefði svarað. „Nei, ég
ætla að kveikja í húsi.“ Afgreiðslumað-
urinn tók Richard ekki alvarlega.
Geðlæknar úrskurðuðu að
Richard glímdi við margs konar and-
lega kvilla og töldu ólíklegt að honum
tækist að vinna bug á þeim.
Áverkar eftir innbrot
Kornið sem fyllti mælinn voru tald-
ir áverkar sem Richard hafði fengið í
innbroti sem hann framdi með Lee.
Taldi Richard að áverkarnir gerðu
hann óásjálegri í augum kvenna
og drægju þannig úr möguleikum
á frama í skífuþeytingum. Telja má
fullvíst að þeir draumar Richards
heyri nú endanlega sögunni til. n
4 ættliðir á einu bretti
n Draumar Richards um frægð og frama fuðruðu upp n Kostuðu sjö mannslíf„
Þetta
sannar að
þú getur
komist upp
með morð
Sinnisveikur Richard mun dvelja á geðsjúkrahúsi um ókomna framtíð.
Saklaus fórnarlömb Ósætti Ric-
hards og Lees kostaði sjö mannslíf.