Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 6.–9. mars 2015 Spilafíklum í meðferð fjölgar A f þeim þrjátíu manns sem dvelja á meðferðarheimil- inu Hlaðgerðarkoti í Mos- fellsdal er óvenjustór hluti spilafíklar. „Ætli það séu ekki sex til átta spilafíklar hérna í dag. Þetta er óvenju mikið,“ segir Guðrún M. Einarsdóttir, dagskrárstjóri Hlað- gerðarkots. Hún segist finna vel fyr- ir því að spilafíklum sem leiti sér hjálpar á heimilinu sé að fjölga. „Spilafíklarnir eru á öllum aldri, frá rúmlega tvítugt upp í fimmtugt og jafnvel eldri.“ Á Hlaðgerðarkoti er pláss fyrir tuttugu karla og tíu konur og stend- ur meðferðin að lágmarki í sex vik- ur. Sjötíu manns eru á biðlista á heimilinu en nýlega hófst peninga- söfnun í von um að hægt verði að stækka húsnæðið. Ásgrímur Jörundsson, áfeng- is- og vímuefnaráðgjafi á göngu- deild SÁÁ, segist ekki hafa orðið var við fjölgun spilafíkla á deildinni að undanförnu. Engu að síður hafi orðið breyting á spilahegðun fólks, því pókerspilamennska og spil- un á netinu hafi aukist undanfar- in ár. „Yfirleitt er þetta fólk á besta aldri sem er að spila mest í þessari netspilun og í þessum spilaklúbb- um,“ segir Ásgrímur sem hef- ur áhyggjur af þróuninni. „Ég hef áhyggjur af auknu fjárhættuspili og aðgengi fyrir þá sem eru veikir fyrir.“ Hann bætir við að tugir manns séu yfirleitt í meðferð við spilafíkn í hvert skipti á göngudeildinni. Erfitt sé samt að halda þeim þar inni í nógu langan tíma. „Þeir eru með ákveðin „element“ sem eru öðru- vísi en í alkóhólismanum. Spilafík- illinn hugsar oft þannig að næst þegar hann „dettur í það“ og fer að spila fær hann fullt af peningum og allt verður gott. Það veikir stöð- una og allt áreitið, þ.e. peningarn- ir, kortin og aðgengið að peningum hjálpar ekki til,“ segir Ásgrímur og tekur fram að annan hvern mánuð sé boðið upp á helgarmeðferð við spilafíkn, auk þess sem stuðnings- hópur fyrir spilafíkla sé starfræktur á deildinni. n Spilafíklarnir í meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti eru á öllum aldri Freyr Bjarnason freyr@dv.is Hlaðgerðarkot Spilafíklum á með- ferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti hefur fjölgað að undanförnu. „Þetta er óvenju mikið hverju hringdi hann þá ekki í lög- regluna?“ svaraði Stefán. Óljós framburður Framburður vitna, bæði nágranna og aðila sem voru á heimili Dan- íels í Ystaseli, er óljós varðandi það hver átti upphafið að átökunum. Ná- grannahjón Daníels báru einnig vitni fyrir dómi. Konan sagðist hafa verið að vinna í garðin- um sínum þegar hún sá menn koma keyrandi inn götuna og leggja fyrir framan heimili Daníels. „Svo bara fóru þeir að slást. Einn lá, annar lamdi. Ég hypjaði mig í burtu og ákvað að hringja á lög- regluna. Það var virkilega vont að horfa á þetta. Ég vildi ekki hafa það á samviskunni að maður yrði drep- inn fyrir fram- an mig,“ sagði hún og bætti því við að þetta hefði verið eins og „þegar mað- ur lítur undan í bíó“. Konan sagð- ist hafa séð einn mann liggja í göt- unni og annan „berja hann“. Konan gat ekki gefið lýsingar á mönnunum eða klæðaburði þeirra. Hún sagði að langt væri liðið frá átökunum og að hún myndi ekki hvað hefði gerst nákvæmlega. Maður hennar sagðist muna eftir því að annar mannanna hefði gengið sérstaklega hart fram. Sá hefði verið í gulum bol og benti hann til ákærða, Daníels, þegar hann var spurður hvort hann þekkti manninn í sjón aftur. Gulur bolur og úr Lögregla fann gulan bol í sturtu við húsleit á heimili Daníels eftir átök- in. Blóð úr Stefáni Loga var að finna á bolnum samkvæmt lögreglumönn- um tæknideildar sem báru vitni á fimmtudag. Þar fannst einnig arm- bandsúr, sem var blóðugt og brotið. Saksóknari velti því upp fyrir dómi hvort mögulegt væri að úrið hefði verið notað sem hnúajárn, en grunur leikur á að áverkar Stefáns Loga, sem voru umtalsverðir, hafi ekki orðið til í handalögmálum einum saman. „Það var greinilegt að heilmik- il átök höfðu átt sér stað,“ sagði lög- reglumaður sem lýsti staðnum eins og „vígvelli“. Hann taldi hægt að ætla að vopnum hefði verið beitt ef horft væri til áverka Daníels og Stefáns Loga. Daníel var með skurð á höfði sem hann fékk að sögn eftir að Stef- án Logi sló til hans með hafnabolta- kylfunni. Stefán Logi lýsti áverkum sínum sjálfur fyrir dómi á þriðjudag. „Öll höggin sem ég náði ekki að verjast höfnuðu í andliti mínu. Það brotn- aði augnatóft, kinnbein, nefið og rif- bein og fjórar tennur. Bein í gómn- um á mér rifnaði úr þegar hann sló mig í góminn,“ sagði Stefán sem seg- ir að Daníel hafi beitt gaddahnúa- járni. Hnúajárn sem gert var upp- tækt nokkru eftir árásina var sent í lífsýnagreiningu og ekki fannst blóð úr Stefáni Loga á því. Hins vegar fannst úr honum á úr- inu. Aðalmeð- ferðinni verð- ur fram haldið undir lok þessa mánaðar og eru vonir bundn- ar við að þau vitni sem hafa ekki skilað sér komi fyrir dóm- inn. Geri þau það ekki hafa dómstólar heimildir til þess að gefa út hand- tökuskipan- ir. n „Ég vildi ekki hafa það á samvisk- unni að maður yrði drepinn fyrir framan mig Daníel Rafn Daníel Rafni er gefið að sök að hafa ráðist með miklu offorsi á Stefán með hafnaboltakylfu og hnúajárni. Hann segist ekki hafa beitt hnúajárninu. Stefán Logi Stefán Logi var illa leikinn eftir árásina í Ystaseli og töldu þeir sem að honum komu eftir árásina að hann væri jafnvel látinn. Stefán Logi kom í Héraðsdóm Reykjavíkur í fylgd fangavarða en hann afplánar á Litla-Hrauni. Hann hlaut sex ára dóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða í febrúar 2014. MynDiR SiGtRyGGuR ARi DoDge - Chrysler Jeep - ForD - gM - Stofnað 1947 Smiðjuvegur 34 (Gul gata) • Sími: 564 6200 & 552 2255 sérverslun Með varahluti í aMerískar biFreiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.