Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 6.–9. mars 2015 n Auðkýfingar heimsins högnuðust ævintýrilega í fyrra n Fjögur úr Þeir ríku verða ríkari A uðæfi 12 ríkustu einstak- linga heims jukust um hundruð milljarða króna á síðasta ári ef marka má nýjasta lista Forbes yfir þá ríkustu í heimi. Líkt og oft áður verm- ir Bill Gates, stofnandi Microsoft, toppsæti listans en það hefur hann gert 16 sinnum á síðasta 21 ári. Auð- æfi hans jukust um 3,2 milljarða dala, 429 milljarða króna, frá listan- um sem kom út í fyrra. Þegar á heildina er litið juku- st auðæfi þeirra tólf ríkustu um 61,9 milljarða Bandaríkjadala, eða tæp- lega 8.300 milljarða króna. Það jafn- gildir ríflega fjórfaldri landsfram- leiðslu Íslands á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2013. Athygli vekur að fjórir úr hinni svokölluðu Walmart-fjölskyldu komast á listann yfir þá tólf ríkustu í heimi. Samanlagt nema auðæfi þeirra um 21 þúsund milljörðum króna og eru þau fjögur tvöfalt ríkari en ríkasti maður heims, Bill Gates. n 1 Bill Gates Aldur: 59 ára Þjóðerni: Bandarískur Metinn á: 10.614 milljarða króna n Bandaríski iðnjöfurinn, forritarinn og fjárfestirinn Bill Gates, 58 ára, er flestum kunnur en hann er annar stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft auk þess að vera fyrrverandi framkvæmdastjóri og núverandi stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann græddi 3,2 milljónir dollara frá fyrra ári og heldur toppsætinu á listanum – en naumlega þó. Tveir menn fylgja honum eins og skugginn. 2 Carlos Slim Helu Aldur: 75 ára Þjóðerni: Mexíkóskur Metinn á: 10.332 milljarða króna n Carlos Slim var ríkasti maður heims frá 2009 til 2013. Slim er iðnjöfur og fjárfestir og held- ur öðru sæti á listanum. Á meðal fyrirtækja í hans eigu eru mexíkósku símafyrirtækin Telmex og América Móvil og er eiginfé hans metið á 77,1 milljarð Bandaríkjadala. Hann græddi 5,1 milljarð dollara í fyrra og sækir hraðbyri að Bill Gates. 3 Warren Buffett Aldur: 84 ára Þjóðerni: Bandarískur Metinn á: 9.743 milljarða króna n Bandaríski iðnjöfurinn og fjárfestirinn Warren Buffett er stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway- samsteypunnar. Fyrirtækinu gekk frábærlega í fyrra og auðæfi hans jukust um 25 prósent, eða úr 58 í 73 milljarða dala. Buffett er á svipuðu róli og Bill Gates og Carlos Slim Helu hvað auðæfi varðar en þessir þrír skera sig nokkuð úr. 4 Amancio Ortega Aldur: 78 ára Þjóðerni: Spænskur Metinn á: 8.643 milljarða króna n Hinn spænski Ortega, 77 ára, er eitt allra stærsta nafnið í tískuheiminum en hann er stjórnarformaður og einn stofnenda fata- fyrirtækisins Inditex sem er hvað best þekkt fyrir eignarhald á verslunarkeðjunni Zöru sem rekur hundruð verslana um allan heim. Hann græddi fimm milljarða dollara í fyrra en fellur þó um eitt sæti á listanum. 6-7 David Koch Aldur: 74 ára Þjóðerni: Bandarískur Metinn á: 5.749 milljarða króna n Sem fyrr segir er David eigandi Koch Industries ásamt bróður sínum en fyrirtækið er fyrirferðarmikið á ýmsum sviðum. David er yngri bróðir Charles en þeir hafa haldist í hendur á lista Forbes yfir ríkustu einstak- linga heims um margra ára skeið. David var varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar árið 1980 en hlaut ekki brautargengi. 8 Christy R. Walton Aldur: 60 ára Þjóðerni: Bandarísk Metin á: 5.589 milljarða króna n Fjórir meðlimir Walmart-fjölskyldunnar eru í hópi þeirra tólf ríkustu í heimi og er Christy Walton ríkust í þeim hópi. Auðæfi hennar jukust um fimm milljarða dala frá síðasta ári. Christy var gift John T. Walton sem var sonur stofnanda Walmart. Hún erfði auðæfi hans eftir að hann lést árið 2005. 9 Jim C. Walton Aldur: 66 ára Þjóðerni: Bandarískur Metinn á: 5.441 milljarð króna n Jim er næstríkastur í hinni svokölluðu Walmart-fjölskyldu. Hann er stjórnarfor- maður Walmart sem er stærsta fyrirtæki heims sé tekið tillit til veltu. Auk þess að gegna stjórnarformennsku í fyrirtækinu er hann einnig stjórnarformaður Arvest-bank- ans sem er í eigu fjölskyldunnar. 10 L. Bettencourt Aldur: 92 ára Þjóðerni: Frönsk Metin á: 5.374 milljarða króna n Liliane Bettencourt er erfingi snyrtivöru- fyrirtækisins L'Oréal en faðir hennar stofn- aði fyrirtækið árið 1909. Liliane fer upp um eitt sæti á lista Forbes síðan í fyrra og jukust auðæfi hennar um 5,6 milljarða dala frá því í fyrra.irtækisins L'Oréal en faðir hennar stofnaði fyrirtækið árði 1909. Fyrirtækið er eitt það stærsta á sínu sviði í heiminum. Liliane fer upp um eitt sæti á lista Forbes. Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Dauðarefs- ing við heim- ilisofbeldi Í Alsír mun eftirleiðis vera hægt að dæma þá sem beita eigin- konur sínar ofbeldi til tuttugu ára fangelsisvistar. Dómurum er einnig heimilt að dæma menn til dauða hafi þeir beitt konurn- ar ofbeldi sem leiddi til dauða þeirra. 100–200 konur deyja ár- lega í Alsír vegna heimilisofbeld- is. Amnesty International varar við lögunum en í þeim er ákvæði um að konur geti fyrirgefið mök- um sínum án þess að það leiði til refsinga. „Ákvæðinu mistekst að kljást við raunveruleikann varðandi valdatengsl og ójöfnuð milli karla og kvenna. Ef greinin er ekki tekin út gætu konur, sem þora að segja frá ofbeldi, orðið fyrir frekara ofbeldi eða hótun- um þar sem þær eru neyddar til þess að draga málið til baka,“ segir í áliti þeirra. Abdelallah Djaballah, þingmaður í Alsír fyrir flokkinn El Adala, segir að nýju lögin hefni sín á karlmanni sem beiti konur ofbeldi og það leiddi til þess að fjölskyldur yrðu brotn- ar.“ Stjórnarþingmenn fagna hins vegar lögunum og segja að niðurstaðan sé frábær. Hillary vill birta póstinn Hillary Clinton, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst birta allan tölvupóst sem hún sendi í embætti. Hún hefur verið snupruð fyrir að hafa notað tölvupóst sem ekki var á vegum ríkisins þegar hún var ráðherra, en samkvæmt bandarískum lög- um ætti tölvupósturinn að vera opinber þar sem hún var opin- ber starfsmaður. Hún er sögð hafa brotið lög um upplýsingagagnsæi, en hefur nú óskað eftir því að ráðuneytið yfirfari tölvupóstssam- skipti sín frá þessum tíma og vill að þau verði gerð opinber. Rann- sóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem skoðar hryðjuverkaárásir í Bengahzi í Líbíu árið 2012, hefur óskað eftir því að fá tölvupóstsam- skipti hennar sem tengjast málinu. Speki Zuckerbergs Á ráðstefnu í Barcelona ný- verið Mark Zuckerberg frá þeirri aðalreglu sem hann hefur í huga þegar hann ræð- ur samstarfsmenn. Zucker- berg hefur byggt upp Face- book-veldið frá 19 ára aldri og fyrirtækið telur nú yfir 9.000 starfsmenn og annar um 900 milljón notendum á degi hverjum. Þar af leiðandi lagði heimurinn við hlustir. „Ég ræð eingöngu ein- hvern í vinnu fyrir mig ef að ég gæti hugsað mér að vinna undir honum. Þetta er gott viðmið að mínu mati og hefur gagnast mér vel,“ sagði Mark Zuckerberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.