Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 52
Helgarblað 6.–9. mars 201552 Menning É g kveikti á sjónvarpinu og sá að lögreglan var á hæl- um bankaræningjanna, og þá gerði ég mér grein fyrir því að pabbi minn var með þeim. Ég skildi hins vegar ekki hvernig það hafði gerst að eldri bróðir minn og pabbi, sem höfðu átt í svo miklum erjum, höfðu sest niður og ákveðið að ræna banka í sameiningu. Þegar ég fór að sofa um kvöldið var ég viss um að þeir myndu báðir deyja,“ seg- ir Stefan Thunberg, annar höfunda spennusögunnar Dansað við björn- inn. Bókin er byggð á sönnum at- burðum, en þrír bræður Thunbergs stóðu á bak við röð þaulskipulagðra vopnaðra bankarána í Svíþjóð í byrj- un tíunda áratugar síðustu aldar. Að sama skapi er það brothætt samband sonar og ofbeldisfulls föður sem er viðfangsefni bókarinnar, sem hefur slegið í gegn í Svíþjóð og kvikmynda- rétturinn seldur til Hollywood. DV ræddi við Thunberg og meðhöfund hans, Andres Roslund, fyrrverandi fréttamann og metsöluhöfund, sem heimsóttu landið í tilefni af þýðingu bókarinnar. Lögreglan forviða Stefan Thunberg er næstelstur í fjögurra bræðra hópi sem varð nán- ast goðsagnakenndur fyrir glæpi sína á árunum 1991 til 1993. Eftir stóran þjófnað á vopnum frá sænska hern- um frömdu sá elsti og tveir yngstu tíu bankarán ásamt litum hópi vina. Ránin sem „herdeildin“, eins og hópurinn var kallaður, framkvæmdi voru mun betur skipulögð og útfærð en nokkur önnur rán í sænskri sögu. Var lengi vel talið að um þrautþjálf- aða fagmenn væri að ræða, en þvert á móti var enginn bræðranna á saka- skrá. „Ég vissi af þessu frá byrjun því það var alltaf opið hús fyrir mig hjá elsta bróður mínum. Ég man þegar þeir voru að skipu- leggja ránið á vopnabúrinu og ég man eftir að hafa hitt þá eftir vel heppnað bankarán. Í sjónvarpinu var verið að fjalla um ránið og þeir töluðu um það eins og það væri bíó- mynd sem ég hafði ekki séð. Það hljómar kannski brjál- æðislega en stemningin var svo glaðleg og full af adrenalíni að mig lang- aði til að verða hluti af þessu.“ Thunberg var á þessum tíma nemi í listaháskóla og ákvað eft- ir nokkra umhugsun að taka ekki þátt en fylgdist með allri atburðarásinni bak við tjöldin. Hann rifjar meðal annars upp þegar bróðir hans sýndi honum leynikjallara sem hann hafði grafið undir hús sitt og geymdi á þriðja hundrað vopn. Ofbeldisfulli faðirinn í bakgrunni Meðhöfundur Thunbergs, Andres Roslund, segir að það sem hafi kveikt áhuga hans á að vinna að sögunni hafi verið sú innsýn sem Thunberg gat gefið í uppvöxt og aðstæður sem leiða til þess að hópur bræðra tekur upp á því að ræna banka. Árekstrar ofbeldisfulls og stjórnsams föður og elsta sonarins urðu þannig kjarninn í sögunni, en þetta er eitthvað sem Roslund segist sjálfur hafa tengt við og hafi gefið sögunni almennari skírskotun. Faðirinn er á vissan hátt alltaf í bakgrunninum í heimi ræningjanna. „Á yfirborðinu var tilgangurinn með ránunum að eignast svo mik- ið af peningum að þeir þyrftu ekki á neinum að halda. Ómeðvitað þýddi það: „Við þurfum ekki á föður okk- ar að halda“. En svo var það líka hitt: spennan og ánægj- an sem fólst í því fyr- ir tvítuga stráka að framkvæma slík rán sem lögreglan skildi ekkert í,“ segir Thun- berg. Það var svo ekki fyrr en hann las bók- ina sem elsti bróð- irinn gerði sér grein fyrir að hann hafi á margan hátt fetað í fótspor föðurins með því að stjórna yngri bræðrum sínum. „Yngri bræð- urnir hefðu í raun aldrei leiðst út í glæpi ef þeir hefðu ekki litið svo mik- ið upp til bróður síns. Hann krafðist þess ekki einu sinni, þetta var bara þeirra leið til að vera hluti af fjöl- skyldunni. En þetta er líka ástæðan fyrir því að þeir ákváðu á endanum að hætta – þeir gerðu sér grein fyr- ir því að þeir væru að særa fólk. En þegar þar var komið var elsti bróð- irinn orðinn svo háður ránunum að hann gat ekki hætt, og ég held að hann dreymi kannski ennþá um þau,“ segir Roslund. Sannleikurinn alltaf skáldaður Að lokum voru bræðurnir hand- teknir eftir mikinn eltingarleik við lögregluna á Þorláksmessu 1993. Þá hafði faðir strákanna ákveðið að taka þátt og var því einnig handtekinn. Thunberg segir aldrei hafa kom- ið til greina að skrifa sagnfræðilega sanna bók, heldur vildi hann gera skáldsögu byggða á atburðunum. Hann segir raunar að aldrei sé hægt að segja satt frá atburðum, sann- leikurinn sé alltaf eins konar skáld- skapur byggður á sjónarhorni þess sem segir söguna. Þessu til stuðn- ings bendir Roslund á að þegar hann hafi rætt við bræðurna um ofbeldi föðurins gagnvart móður þeirra hafi þeir allir endurskrifað minningar sínar til að taka á sig ábyrgðina. Þeir ákváðu því að binda sig ekki við stað- reyndir og skrifuðu Thunberg sjálf- an til dæmis ekki inn í söguna, held- ur voru lítil brot af honum sýnileg í persónum allra bræðranna. „Við ætl- uðum að brjóta veruleikann niður frumeindir sínar og byggja hann aft- ur upp til að mynda góða sögu,“ bæt- ir Roslund við. Bræðurnir voru allir dæmdir í fangelsi, sá elsti Carl Sumonja fékk 14 ára dóm en hinir mun vægari. Thunberg segir að samband bræðr- anna sé gott í dag. Fjölskyldumeð- limirnir hafi tekið bókina í sátt þótt þeir hafi verið ósáttir við að hann hafi sagt frá mörgum leyndarmálum sem þeir álitu að hefðu verið í trún- aði. „Einn bróðir minn hringdi í mig eftir að hann las bókina og sagði: „Stefan, ég fokking hata þig en ég elska þessa bók“.“ n „Það hljómar kannski brjálæð- islega en stemningin var svo glaðleg og full af adrenalíni að mig langaði til að verða hluti af þessu. Þaulskipulögð bankarán Bræðurnir stóðu á bak við á ann- an tug rána á rúmlega tveggja ára tímabili. Skrifar um banka - rán bræðra sinna Stefan Thunberg er bróðir alræmdustu bankaræningja Svíþjóðar Thunberg og Roslund Anders Roslund starfaði sem fréttamaður í vinsælasta fréttaþætti Svíþjóðar á sama tíma og bræður Stefans Thunberg rændu banka víðs vegar um landið – nú hafa þeir skrifað spennusögu byggða á atburðunum. Mynd SigTRygguR ARi Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Metsölulisti Eymundsson 24. febrúar –4. mars 2015 Allar bækur 1 AfturganganJo Nesbø 2 AlexPierre Lemaitre 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 Öræfi - kiljaÓfeigur Sigurðsson 5 Ömmumatur NönnuNanna Rögnvaldardóttir 6 Náðarstund kiljaHannah Kent 7 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson 8 Hreint mataræðiDr. Alejandro Junger 9 Iceland In a BagÝmsir höfundar 10 Kamp Knox kiljaArnaldur Indriðason Íslenskar kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 AlexPierre Lemaitre 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 NáðarstundHannah Kent 6 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 7 Aftur á kreikTimur Vermes 8 Etta og Ottó og Russel og James Emma Hooper 9 ÆvintýriJonas T. Bengtsson 10 LjónatemjarinnCamilla Läckberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.