Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 6.–9. mars 2015 Formaður í andstreymi n Óánægðir kjósendur saka Samfylkinguna um linkind n Árni Páll Árnason undirbýr landsfund S amfylkingin, sem heldur landsfund sinn eftir tvær vikur, hefur á brattann að sækja. Mörgum jafnaðar- mönnum og þjóðmála- skýrendum þykir sem baráttumál hennar á borð við aðild að Evrópu- sambandinu sé tímaskekkja og skili flokknum engu. Má vísa í ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr- verandi formanns Alþýðuflokksins, í viðtali á Eyjunni nýverið. Forystu flokksins er legið á hálsi fyrir að stilla sér upp með fjármálaöflum gegn almenningi, hafa ekki staðið fast í ístaðinu fyr- ir lýðræðisumbætur á síðasta kjör- tímabili, berjist ekki fyrir félagslegu réttlæti af fullum þunga og kjörn- ir fulltrúar jafnaðarmanna hafi sig lítt í frammi á Alþingi í slagnum við stjórnarflokkana. Meðan þessu vindur fram stígur Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, í ræðustól á Alþingi nú í vikunni og ítrekar óbreytta afstöðu Samfylkingarinnar til Evrópusambandsaðildar og bendir á úrræðaleysi annarra flokka í pen- inga- og gjaldeyrismálum. Í andstreyminu Þótt innan Samfylkingarinnar gæti óánægju að einhverju leyti með Árna Pál þarf hann vart að óttast mótframboð að þessu sinni á landsfundinum sem hefst 20. mars. Árni Páll kannast við óánægju og mælir því ekki mót að aðstæður séu erfiðar nú. „Við erum ekkert á leið inn í ESB meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Það er líka rétt að ESB glím- ir við vanda og flókin verkefni. Við erum sjálf að glíma við flókin verk- efni í kjölfar fjármálakreppu. Við verðum að meta þetta út frá ís- lenskum hagsmunum. Aðild að ESB var aldrei nein skyndihug- detta. Hún byggðist á mati á ís- lenskum hagsmunum og þeim gríðarlega vanda sem gjaldmiðill- inn skapar og enginn annar flokkur er með trúverðuga lausn á. Það er okkar bjargföst sannfæring í Sam- fylkingunni að Evrópusamruninn, viðskiptafrelsi og opnun landsins hafi gerbylt íslensku samfélagi til góðs að langmestu leyti frá 1990. Til þess að festa þennan ávinn- ing í sessi þarf auðvitað umgjörð um efnahagslífið sem virkar. Fólk- ið þarf að vilja búa á Íslandi. Það þarf að vilja koma heim að námi loknu og fyrirtækin þurfa að vilja vera hér. Ekkert af þessu þrennu er fyrir hendi í dag. Stór áhrifavaldur er gjaldmiðilsumhverfið sem er óá- sættanlegt. Þetta er einfaldlega staðreynd málsins sem menn geta ekkert komist hjá hversu mikilli henti- stefnu sem mönnum þóknast að veifa. Innan stjórnarandstöðunn- ar er þetta hins vegar ekki mikið ágreiningsmál vegna þess að í þeim herbúðum eru allir flokkar sammála um að þetta sé í grund- vallaratriðum mál sem þjóðin á að ákveða. Fyrir ári síðan snerum við bökum saman um að knýja ríkis- stjórnina til að efna loforð sem hún hafði gefið um að aðildarumsókn yrði ekki dregin til baka nema að undangengnu samþykki þjóðar- innar.“ Grikkir greiða lægri upphæð í vexti Árni Páll segir að ekki sé hægt að horfa á þungar skuldir Grikkja og draga ályktanir um Ísland. „Nær- tækara væri að horfa til Eystrasalts- ríkjanna sem eiga fleira sameigin- legt með Íslandi. Tvö þessara ríkja hafa tekið upp evruna á allra síð- ustu árum og árangurinn hefur verið ótvíræður. Þau hafa notið erlendrar fjárfestingar og efna- hagslegs stöðugleika og aðild þeirra að myntbandalaginu hefur greitt fyrir hraðari og betri við- snúningi en við getum státað af. Við erum enn fangar í gjaldeyris- höftum og fangar hárra vaxta. Það er athyglisvert að vaxtareikningur- inn sem Grikkir greiða af sínum svimandi háu skuldum er miklu lægri en við erum að borga af okk- ar þjóðarskuld sem er þó miklu minni. Það er vegna þess að þeir eru aðilar að evrunni. Það er ekki hægt að draga upp einhliða mynd af þessari stöðu. Spurning um aðild að ESB er spurning um langtímastefnu þjóðarinnar. Það er ekki farsælt fyr- ir þjóðina og síst af öllu fyrir flokk sem vill vera burðarflokkur í ís- lenskum stjórnmálum að hafa enga langtímastefnu. Það er nægt fram- boð á flokkum hér á landi sem hafa enga langtímastefnu í peningamál- um.“ Töpuðum áróðursstríðinu Samfylkingunni hefur verið borið á brýn að tala máli fjármálaafla og banka en láta undir höfuð leggjast að berjast fyrir því að létta skuldir heimilanna. Getur verið að Sam- fylkingin hafi misst þráðinn í varð- stöðu um borgaraleg réttindi, réttlæti og sanngirni og yfirleitt varðstöðu um þjóðarhagsmuni þegar endurreisn fjármálakerfis- ins stóð sem hæst á síðasta kjör- tímabili? Árni Páll er algerlega ósammála þessu. „Það er engin innstæða fyrir því að við höfum staðið sérstak- an vörð um fjármálakerfið gagn- vart almenningi. En við töpuðum áróðurs stríðinu um það mál og með óforskömmuðum hætti var okkur stillt upp sem svikurum. Þennan leik léku andstæðingar okkar en það gerir ásakanir þeirra ekkert réttari samt sem áður. Nú- verandi ríkisstjórn hefur ekkert gert til að hemja fjármálafyrirtæk- in. Þvert á móti leggur hún fram hvert sérpantaða frumvarpið á fæt- ur öðru þar sem verið er að auka svigrúm þeirra. Staðreyndirnar tala sínu máli. Það var gerð sérstök út- tekt á aðgerðum síðustu ríkisstjórn- ar sem sneri að skuldum heim- ilanna. Aðgerðirnar áttu sér vart hliðstæðu. Þetta varð efniviður sér- stakrar úttektar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins þar sem við fengum háa einkunn.“ Staðan ekki sem verst Ekki er ólíklegt að Árni Páll þurfi að svara einhverri gagnrýni á lands- fundinum sem hefst 20. mars næstkomandi. Hann segir fólk meta stöðu Samfylkingarinnar á raunsæjan hátt. „Frá síðustu kosningum hefur fylgið aukist að jafnaði í könnunum um 50 prósent. Það er þokkalegt á miðju kjörtímabili. Við erum ein- huga og höfum þegar birt drög að stefnumörkun á ýmsum sviðum fyrir landsfundinn. Ég er sáttur við megin- línurnar. Við erum á ágætum stað miðað við fallið í síðustu kosning- um. Það er raunar saga til næsta bæj- ar að stjórnarflokkarnir hafi lengst af verið með undir 40 prósenta fylgi í könnunum og ríkis stjórnin yfirleitt í kringum 35 prósent. Almennt eru því umbótaöflin með 60 til 65 prósenta stuðning í könnunum. Einu sinni var það vandamál hvernig atkvæði umbótaaflanna dreifðust milli flokka. Þess gætir ekki nú og þar sem áherslumunur er berum við virðingu fyrir sjónar- miðum hver annars. Samfylkingin er stofnuð til að vera sameinandi burðarflokkur jafnaðarmanna. Við unum því ef fólk kýs að hasla sér völl í öðrum flokkum og viljum starfa með öðrum umbótaöflum.“ Niðurskurður: uppskrift að fylgistapi Um almenna kreppu jafnaðar- mennskunnar segir Árni Páll að óhjákvæmilegt sé að jafnaðar- mannaflokkar, sem hafa þurft að axla ábyrgð á niðurskurði í ríkis- útgjöldum og slá af stefnumiðum sínum, tapi fylgi. „Það hefðu verið undur og stórmerki ef Samfylkingin hefði bætt við sig eftir að hafa leitt þjóðina í gegnum sína erfiðustu tíma í 80 ár. Þegar ég varð ráðherra 2009 gerði ég ekki einu sinni ráð fyrir að ná endurkjöri. Þetta voru einstakir og fordæmalausir tímar. Snilldin við jafnaðarstefnuna er hins vegar hversu sígild hún er og endurreisnarkraftur hennar mikill. Þess vegna er mikilvægast fyrir jafnaðarmenn nú að skilja nýja tíma, takast á við hið kapítalíska umhverfi á nýjan hátt og standa vörð um réttindi fólks þegar sótt er að því úr öllum áttum.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Þolanlegt Árni Páll Árnason segir mestu fréttirnar að ríkisstjórnarflokkarnir skuli lengst af vera með undir 40 prósenta fylgi í könnunum en umbótaöflin í stjórnar- andstöðunni með 60 prósent. MyNd SiGTryGGur Ari Kosningaloforð og mótmæli Fyrir ári var ætlun ríkisstjórnarflokkanna að slíta viðræð- um um aðild Íslands að ESB þótt þeir hefðu lofað að bera slíkt undir þjóðina. Þetta vakti mótmæli sem stóðu vikum saman. MyNd SiGTryGGur Ari „Það er athyglisvert að vaxtareikning- urinn sem Grikkir greiða af sínum svimandi háu skuldum er miklu lægri en við erum að borga af okkar þjóðarskuld sem er þó miklu minni. Það er vegna þess að þeir eru aðilar að evrunni. „Aðild að ESB var aldrei nein skyndihugdetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.