Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 6.–9. mars 201510 Fréttir E inn þekktasti fjárfestir allra tíma hefur keypt kröfur á Glitni fyrir tugi milljarða og er þannig kominn í hóp á meðal stærstu kröfuhafa slitabúsins. Vogunarsjóður í eigu auðjöf- ursins George Soros, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa hagnast ævin týralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, eignaðist almennar kröfur á Glitni í desember og janúar síðastliðnum fyrir tæp- lega 46 milljarða króna að nafnvirði, samkvæmt nýrri kröfuskrá slitabús- ins sem DV hefur undir höndum. Er sjóðurinn, sem heitir Quantum Partners LP, í kjölfarið í kringum tíundi stærsti einstaki kröfu hafi Glitnis. Miðað við að almennar kröf- ur á Glitni ganga nú kaupum og sölum á um 27–29% af nafnvirði má áætla að markaðsvirði krafna í eigu vogunarsjóðs Soros séu um 13 milljarðar króna. Kröfur í eigu Quantum Partners eru um 2% allra samþykktra krafna á hendur slitabúi Glitn- is en þær námu samtals 2.270 milljörðum króna undir lok síðasta árs. Kröf- ur á slitabúin hafa lækk- að lítillega í verði síðustu mánuði, samkvæmt upplýsing- um DV. Þá lækkun má vafalaust rekja til þess að fram hefur komið að stjórnvöld hafa í hyggju að leggja á tugprósenta útgöngugjald á fjár- magnshreyfingar úr landi, sem næði meðal annars til útgreiðslna til er- lendra kröfuhafa, sem hluta af áætl- un um tilslökun hafta. Keypti kröfuna af Burlington Vogunarsjóðurinn Quantum Partners, sem er í eigu Soros Fund Management LLC og stýrir auðæf- um Soros og hans nánustu skyld- menna, á samtals fimm kröfur á Glitni. Langsamlega stærsta kraf- an var keypt hinn 26. janúar sl. að fjárhæð tæplega 43,5 milljarðar króna að nafnvirði. Það sem vekur eftirtekt er að krafan var áður í eigu Burlington Loan Management, írsks skúffufélags bandaríska vogunar- sjóðsins Davidson Kempner, sem hefur löngum verið stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Burlington Loan Management hafði keypt þessa sömu kröfu, auk annarra krafna að fjárhæð samtals 108 milljarða að nafnvirði, af slitabúi gamla Landsbankans (LBI) í byrjun Maðurinn sem felldi breska pundið kaupir tugmilljarða kröfur á Glitni Hörður Ægisson hordur@dv.is 1.970 milljarðar Lands- framleiðsla Íslands 3.200 milljarðar Auðæfi Soros Keypti kröfur fyrir 50 milljarða George Soros er ekki eini heimsfrægi fjárfestirinn sem hefur keypt kröfur á slitabú Glitnis fyrir tugi milljarða. Þannig byrjaði vogunarsjóð- ur bandaríska fjárfestisins Johns Paulson að kaupa kröfur á slitabúið í ársbyrjun 2013 og einu ári síðar hafði sjóðurinn eignast kröfur fyrir 53 milljarða að nafnvirði á Glitni. Var sjóðurinn, sem heitir Paulson Credit Opportunities Master og er með um 6 milljarða Bandaríkja- dala í eignastýringu, jafnvirði 750 milljarða króna, þá kominn í hóp tíu stærsta kröfuhafa Glitnis. Paulson öðlaðist heimsfrægð þegar félag í hans eigu, Paulson & Co., hagnaðist um 15 milljarða dala á árinu 2007 með því að veðja miklum fjárhæðum á fall fasteignamarkaðarins vestanhafs, svonefnds undir- málslánamarkaðar. Hagnaðist Paulson persónulega um tæplega fjóra milljarða dala á viðskiptunum. Í árslok 2013 var hann talinn vera í hópi hundrað ríkustu manna heims. Vogunarsjóðir á vegum Johns Paulson eru samtals með um 20 milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 135% af landsframleiðslu Íslands. Vogunarsjóður Paulsons seldi hins vegar kröfur sínar á Glitni í ágúst síðastliðn- um til írska félagsins PAC Credit Fund Limited. Sjóðir á vegum félagsins eiga núna kröfur á Glitni fyrir tæplega 87 milljarða króna að nafnvirði, samkvæmt nýrri kröfuskrá Glitnis, en áætlað markaðsvirði þeirra er því um 24 milljarðar króna. Þrátt fyrir að sjóður Paulsons hafi selt allar kröfur sínar þá er ekki ólík- legt að hann sé enn tengdur inn í kröfuhafahóp Glitnis í gegnum írska sjóðinn PAC Credit Fund. Þannig greindi Kjarninn frá því hinn 12. jan- úar á þessu ári að annar stjórnenda PAC Credit Fund, Stuart Leslie Merzer, væri jafnframt lykilstjórnandi vogunarsjóðs Paulsons. 961 milljarður Íslenskar 358 milljarðar Erlendar 603 milljarðar Eignir Glitnis n Vogunarsjóður George Soros keypti 44 milljarða kröfu af Burlington Loan Management í janúar n Kominn í hóp stærstu kröfuhafa slitabúsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.