Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 41
Helgarblað 6.–9. mars 2015 Skrýtið 41
Þú reykir ekki Vísindamenn í Ísrael
rannsökuðu árið 2010 greind 20 þúsund ungra manna. Mennirnir
í úrtakinu voru á aldrinum 18 til 21 árs. Þeir sem reyktu höfðu að
meðaltali greindarvísitölu upp á 94. Þeir sem ekki reyktu voru
með 101. Daily Mail var á meðal miðla sem sögðu frá rannsókn-
inni. Rannsóknin sýndi enn fremur fram á að þeir sem reyktu
pakka á dag eða meira væru með greindarvísitöluna 90, að
meðaltali. Þegar um bræður var að ræða reyndust þeir sem voru
með lægri greindarvísitölu frekar reykja.
Þú átt kött Rannsókn sem birt var í fyrra
sýnir fram á að þeir sem eru meira fyrir hunda eru opnari en þeir
sem eru meira fyrir ketti. Rannsóknin sýndi aftur á móti að þeir
sem voru meira fyrir ketti skoruðu hærra á greindarvísitöluska-
lanum. „Það er í sjálfu sér eðlilegt,“ segir Denise Guastello, sem
vann að rannsókninni. „Þeir sem eiga hunda eru líklegri til að
fara út að ganga með hundana og blanda geði við annað fólk.“
Hún segir að á hinn bóginn séu þeir sem eru einrænni, líklegri til
að dvelja heima við lestur.
Reyklausir, hávaxnir
og grannir eru greindari
Hvernig skilgreinir maður gáfur? Vísindamenn hafa fengist við viðfangsefnið í áratugi
og hinar ýmsu niðurstöður hafa komið fram á sjónarsviðið. Brjóstamjólk, holdafar,
reykingar og hæð eru á meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós að geti spáð
fyrir um greindarvísitölu fólks. Business Insider hefur tekið saman níu atriði
sem gefa fyrirheit um greind fólks.
Þú ert hávaxinn Rétt eins og þá
örvhentu varðar hefur það að vera hávaxinn lengi þótt bera gáfum
vott. Fram hafa komið rannsóknarniðurstöður sem ýta undir
slíkar kenningar. Í rannsókn sem unnin var við Princeton-háskóla
kom fram að „Allt frá þriggja ára aldri, áður en skólaganga
kemur til sögunnar, og í gegnum allan barndóminn, standa
hávaxin börn sig umtalsvert betur í vitsmunalegum prófum.
Þú varst á brjósti
Í tveimur rannsóknum, sem birtar
voru 2007, þar sem til rannsóknar voru
ríflega 3.000 bresk og nýsjálensk börn,
reyndist brjóstamjólkurgjöf hafa mikil
áhrif á greind. Þau börn sem fengu
brjóstamjólk, sem báru svokallað
FADS2-gen, mældust að meðaltali
næstum sjö stigum hærra í greind.
Duke University greindi frá þessu,
sem og Reuters. Þetta tiltekna gen getur hjálpað börnunum
að nýta mjólkina betur til þess að þroska heilann – svo þau
börn sem fá brjóstamjólk verða greindari. Samband gensins,
brjóstamjólkur og greindarvísitölu er þó ekki fullrannsakað.
Þú lærðir
á hljóðfæri
Vísindamenn hafa sýnt fram á að
tónlist getur hjálpað til við þroska
á nokkra mismunandi vegu. Árið
2011 sýndu menn fram á að greina
mætti framfarir í þroska fjögurra
til sex ára barna eftir aðeins
eins mánaðar tónlistarkennslu.
Árið 2004 sýndi önnur rannsókn
fram á að sex ára börn sem sóttu
kennslu á píanó höfðu eftir mánuð
tekið meiri framförum í greind en
börn sem sóttu leiklistarnámskeið eða fóru ekki í
neina kennslu. Þetta er hins vegar alltaf spurning um
orsök og afleiðingu. Árið 2013 leiddi rannsókn í ljós að
betur gefin börn væru líklegri til að læra á hljóðfæri.
Þú ert örvhentur
Eitt sinn var talið að örv-
hentir væru líklegri til þess að
fremja afbrot. Nú vita menn
betur. Nýlegri rannsóknir
benda til þess að örvhentir
séu hugmyndaríkari og meira
skapandi en hinir rétthentu.
Blaðamaður New Yorker sagði
árið 1995 frá rannsókn þar
sem hæfni í sundurhverfri hugsun var prófuð en sá sem
er sterkur á því sviði finnur margar og sundurleitar, oft
nýstárlegar lausnir á tilteknu verkefni eða vandamáli. Til
að gera langa sögu stutta stóðu örvhentir sig mun betur á
þessu sviði. Ef til vill þess vegna standa örvhentir sérstak-
lega framarlega í arkitektur og bókmenntum.
Þú ert
elstur
Eldri systkini eru venjulega
gáfaðri en þau yngri. The
New York Times greindi
árið 2007 frá tímamóta-
rannsókn sem sýndi að eldri systkini eru greindari
en hin yngri. Þar munar að jafnaði þremur stigum.
Rannsóknin sýndi að þetta hafði ekkert með gen að
gera heldur samspil og samskipti foreldra og barna.
Elsta barnið situr eitt að athyglinni og örvuninni
fyrstu árin og er svo í leiðandi hlutverki gagnvart
yngra systkini sínu.
Þú hefur notað dóp
Bresk rannsókn sem birt var árið 2012 sýndi fram á tengingu á milli
greindar og notkunar ólöglegra fíkniefna. Úrtakið samanstóð af
sex þúsund Bretum, sem fæddust árið 1958. Þeir sem höfðu hærri
greindarvísitölu við 11 ára aldur voru 31 ári síðar líklegri til að hafa
notað ólögleg fíkniefni. Niðurstöðurnar bentu til þess að greind börn
væru líklegri til að stunda skaðlega hegðun síðar á lífsleiðinni, svo
sem eins og að drekka óhóflega eða nota fíkniefni.
Þú ert
grannur
Í franskri rannsókn,
niðurstöður voru birtar
árið 2006, voru 2.200
manns teknir í greindar-
vísitölupróf yfir fimm
ára tímabil. Rannsóknin
leiddi í ljós að þeir sem
voru feitir voru með
lægri greindarvísitölu.
Þeir sem voru með BMI-
stuðul undir 20 þekktu
56% orða í orðaforða-
prófi. Offitusjúklingar, eða þeir sem voru með BMI
yfir 30, þekktu 44%. Þeim sem voru feitir hrakaði yfir
fimm ára tímabil á meðan hinir grennri stóðu í stað.
Frá þessu greindi The Telegraph.