Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 6.–9. mars 201536 Fólk Viðtal H araldur Ólafsson er einn af þekktustu veður­ fræðingum landsins, lýsir veðri í sjónvarpsfréttum á RÚV og er prófessor við Háskóla Íslands. Sem stendur er hann í fríi frá sjónvarpsveðurfrétt­ um, kominn í ótímabundna hvíld eins og hann orðar það. Hann er fyrst spurður hvort hann kunni vel við sig í sjónvarpi og segir: „Það er mjög heillandi tilhugsun að geta farið í sjónvarp og skýrt fyrir fólki á fimmtán sekúndum hvern­ ig dægur sveifla hita er eða hvern­ ig vindur snýst í kringum lægð. Þannig nær maður til jafnmargra og maður gæti á heilli mannsævi við það að halda fyrirlestra úti í bæ.“ Sjónvarpið er öflugur miðill, finnurðu fyrir því að þú ert þjóð- þekktur? „Vissulega. Sumum leiðist að vera þekktir en mér er alveg sama. Það er algengt að bláókunnugt fólk gefi sig á tal við mig og er ekki leiðinlegt því margt af þessu fólki hefur frá ýmsu að segja. Það er hins vegar áberandi að í yngri aldurshópum eru ekki allir sem þekkja veðurfræðinga.“ Hvenær fékkstu áhuga á veður- fræði? „Snemma fannst mér heill­ andi tilhugsun að geta spáð fyrir um veður. Það er svo gaman að geta séð fyrir hvernig veðrið verð­ ur og að hægt sé að gera það með lögmálum eðlisfræði er ótrúlega heillandi. Svo komu ýmis önnur atriði þarna við sögu, eins og mjög gott aðgengi að veðurfræðibók­ um. Pabbi var veðurfræðingur og heimilið var fullt af alls konar efni um veðurfræði. Sjálfur fylgd­ ist ég mikið með veðri sem strákur og var vanur að vaka eftir veður­ fréttum klukkan eitt á nóttunni og man enn sumar spárnar. Stundum gerði ég mér að leik að giska á loft­ hitann á veðurstöðvum sekúndu­ broti áður en hann var lesinn upp. Ég veit um annan mann sem lék þann leik mörgum árum á undan mér. Hann heitir Ómar Ragnars­ son. Ég hafði reyndar hagsmuni af því hvernig veður var því ég mok­ aði tröppur fyrir fólk og beið eftir næstu hríð því þá kom aur í kass­ ann. Á sumrin tíndi ég ánamaðka fyrir veiðimenn og beið þá alltaf eftir rigningu, ólíkt öllum öðrum.“ Áttu þér uppáhaldsveður? „Já, útsynningur á vetrum er mjög fallegt veður. Éljaklakkarnir eru fallegir og sömuleiðis birt­ an sem kemur síðla vetrar í snjón um. Og svo er það þessi lit­ ríki breytileiki í suðvestanáttinni. Eina stundina er glampandi sól­ skin og svo skellur allt í einu á blindhríð. Útsynningurinn er eins og fjörugt og skemmtilegt tón­ verk. En það er með veðrið eins og tónlist, maður hlustar ekki á sama lagið viðstöðulaust. Fjölbreytileik­ inn er það skemmtilegasta og fal­ legasta í veðrinu.“ Verðum áfram í sveiflum Margir hafa áhyggjur af þróun veðurfars í heiminum. Hvað er að gerast þar, veðrið virðist ansi óstöðugt og breytilegt? „Það er mikill breytileiki í veðri og veðurfari. Minni margra er stutt og þess vegna kemur þessi breytileiki fólki oft á óvart. Menn rjúka upp til handa og fóta ef það snjóar í Jerúsalem en muna ekki eftir öllum þeim tilvikum þegar þar hefur snjóað áður án þess að það hafi verið áþreifan­ leg vísbending um yfirvofandi heimsendi.“ Hvernig á að bregðast við hlýnun jarðar af mannavöldum? „Það er flest sem bendir til þess að þessi hlýnun tengist auknum koltvísýringi í andrúmsloftinu og sú aukning er klárlega af manna­ völdum. Hitt er svo annað að það er ekki mikilvægasta spurningin í veðurfarsbreytingafræðum að hve miklu leyti nýliðnar breytingar eru af mannavöldum, þótt auðvitað sé hún forvitnileg. Menn verða að horfast í augu við það að koltvísýr­ ingur er að aukast og það er ekki auðvelt að sjá fyrir sér að það geti haldið áfram án þess að veðurfar­ ið breytist. Áhrif ólíkra lofttegunda á geislun er þekkt og óhætt að líta á sem eðlisfræðilegar staðreyndir. Við þessu verða menn að bregðast með skynsamlegum hætti.“ Eru miklar breytingar fram undan í veðurfari á næstu áratugum hér á landi? „Það er ekkert sem bendir til annars en að við verðum í sveifl­ um eins og hafa verið alla tíð á Ís­ landi. Það koma þurr sumur, blaut sumur, kaldir vetur og hlýir vetur. Að jafnaði er mjög hlýtt núna mið­ að við það sem var á kuldatímabil­ inu í lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar og harla hlýtt miðað við það sem var á hafísárunum á 7. ára­ tugnum og á kalda tímabilinu í kringum 1980. Það eru engar vís­ bendingar um að það muni kólna svo um muni en það eru heldur ekki áþreifanlegar vísbendingar um að hlýna muni mjög hratt. Við verðum ugglaust í þessum sveiflum áfram og sveiflurnar yfir­ gnæfa langtímabreytingar þegar horft er til fárra ára.“ Hefurðu orðið var við að veður hafi áhrif á skap fólks og andlega líðan? „Já, ég held að það sé ekki nokk­ ur vafi á því. Það hef ég séð með skýrustum hætti í Björgvin í Nor­ egi. Þar er fólk reyndar ótrúlega léttlynt miðað við hversu mikið og oft hann rignir, en þegar sólin skín eftir langvarandi dumbung verða margir stjórnlausir af kæti. Á stöð­ um þar sem er sólin skín oftar en ekki missa menn síður stjórn á sér af gleði, eins og í Frakklandi þar sem ég bjó um tíma. Með öðrum orðum hefur breyting á veðri kannski mest áhrif á skapgerð fólks. Ef veður verður gott eftir slæman kafla verða margir óskap­ lega glaðir.“ Mætti ríkja meiri metnaður í skólakerfinu Víkjum að allt öðru. Ég veit að þú hefur mikinn áhuga á skólamálum og varst um tíma ritari Samfoks. Hvert finnst þér helsta áhyggju- efnið í skólakerfinu og kennslunni þar? „Varðandi skólamálin finnst mér að menn þurfi að horfast í augu við að það verður enginn góður í neinu nema að æfa sig. Þetta hafa menn lengi vitað en sumir í menntakerfinu virð­ ast hafa gleymt því. Þó held ég að íþróttakennarar og tónlistar­ kennarar geri sér betur grein fyrir þessu en margir aðrir og líklega einnig handavinnukennarar. En það hefur aðeins snjóað yfir þessa þekkingu hjá sumum öðrum. Í öðru lagi verða menn að horf­ ast í augu við að það er ekki alltaf óskaplega skemmtilegt að æfa sig, en maður lætur sig samt hafa það. Í þriðja lagi er gaman að kunna eitthvað og sú gleði sem fæst með ástundun og æfingu vegur marg­ falt þyngra en tímabundin þreyta eða leiðindi yfir því að þurfa að æfa sig. Það eru margir óskaplega hræddir við að börnunum leiðist eitthvað. Það þarf allt að vera svo ljómandi skemmtilegt. Auðvitað er gaman ef hægt er að hafa hlutina skemmtilega en ég held að það væri til bóta ef menn slökuðu aðeins á skemmtunarkröfunni og horfðust í augu við mikilvægi æf­ ingar og muni gleðina við að upp­ skera seinna.“ Þú talar um æfingu, ertu fylgjandi utanaðbókarlærdómi? „Hann er ljómandi góður og mörg börn hafa gaman af honum. Auðvitað verða börnin að kunna kvæði, það er mikilvægur þáttur í að þroska máltilfinningu og læra að yrkja. Ég sakna þess að börn skuli ekki læra kvæði í skólanum. Ég veit ekki um nokkurn mann sem sér eftir þeim tíma sem hann hefur varið í að læra kvæði utanað. Það þarf hins vegar ekki að leita lengi til að finna fólk sem sér eft­ ir því að hafa eytt tíma í að horfa á amerískar seríur í sjónvarpinu. Ég kenni börnum mínum kvæði og ég sé í þeim gleðina sem felst í því að kunna kvæði utanað, en ég þarf auðvitað að ýta á eftir. Ég mundi þiggja hjálp skólans við verk af því tagi, þótt ekki væri nema til að fækka ferðum í ísbúð­ ina til að borga fyrir utanbókar­ lærdóminn. Það mætti ríkja meiri metnað­ ur í skólakerfinu. Ég hef oft tekið til máls um það í sambandi við stærðfræði og raungreinar, en það eru fleiri greinar. Ég á dóttur í tíunda bekk, hún er hálffull­ orðin, og í dönsku les hún sögu sem er í sömu ritröð og Litla gula hænan. Á þessum aldri þótti ekki mikið hjá minni kynslóð að hrað­ lesa danskar skáldsögur. Enginn grenjaði yfir því. Í þessum málum þarf meiri metnað. Flestum reyn­ ist auðvelt að ná sæmilegri færni í að lesa skandinavísk tungumál og það er fráleitt að leggja ekki á sig þá litlu vinnu sem þarf til þess.“ Eins og veðurspá sem stóðst Lestu mikið? „Ég les auðvitað í fræðibókum Óþol fyrir EvrÓpusambandinu Haraldur Ólafsson veðurfræðingur kemur víða við í viðtali. Hann ræðir meðal annars sveiflu- kennt veðurfar og er hugsi yfir því að stórum hluta lands við Holuhraun hafi verið lokað. Hann segir of mikla hneigð í þjóðfélaginu til að setja miklar og flóknar reglur og vegna þeirra verði líklega hætt til- raunum sem hann og nemendur hans hafa gert með flygildi. Íslensk menntastefna og Evrópusambandið koma einnig til tals í viðtalinu. Haraldur hefur sterkar skoðanir á skólamálum Sú gleði sem fæst með ástundun og æfingu vegur margfalt þyngra en tímabundin þreyta eða leiðindi yfir því að þurfa að æfa sig. Mynd Sigtryggur Ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Nú vilja stjórn- völd setja reglur um flyg ildin sem eru svo íþyngjandi að við munum ekki geta haldið tilraun- um okkar áfram nema ráða mann til að sinna umsýslu og biðja um leyfi – og svo annan til að leita að peningum til að borga báðum laun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.