Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 23
Fréttir Erlent 23Helgarblað 10.–13. apríl 2015
„Þetta er óafsakanlegt“
n Fimm konur í varðhaldi í Kína eftir mannréttindagöngu n Neitað um lyf og yfirheyrðar stanslaust
Þ
ær hafa verið kallaðar
„Stallsysturnar fimm
frá Peking“ en þær Li
Tingting, Wei Tingting,
Wang Man, Zheng Chur
an og Wu Rongrong marseruðu í
gegnum Peking, í hvítum brúðar
kjólum sem höfðu verið ataðir
rauðri málningu, í tengslum við
alþjóðlegan baráttudag kvenna
þann 8. mars síðastliðinn. Þær
kyrjuðu: „Segjum já við ást – segj
um nei við ofbeldi“ á göngunni
og voru handteknar. Ástæðan var
sögð sú að þær væru að skapa
vandræði á götu úti og hvetja til
óláta. Þær hafa setið í fangelsi síð
an, án formlegrar ákæru. Verði
þær ákærðar geta þær búist við 10
ára fangelsisvist.
Neitað um læknisaðstoð
Konurnar eru allar meðlimir í
kvenréttindafélagi í Kína. Þær
héldu einnig á spjöldum sem
á stóð: „Stöðvið kynferðislega
áreitni – leyfið okkur að vera ör
uggar“ og „Lögregla – farið og
handtakið þá sem stunda kynferð
islega áreitni.“ Konurnar hafa dús
að í varðhaldi síðan, í rétt rúman
mánuð. Aðstandendur þeirra hafa
miklar áhyggjur af þeim og segja
aðbúnað þeirra bagalegan. Ein
kvennanna, Wu Rongrong, er með
lifrarbólgu og hefur engin lyf feng
ið allan þann tíma sem liðinn er frá
handtökunni. Önnur, Wang Man,
er talin hafa fengið vægt hjartaáfall
í fangaklefa. Lögmenn þeirra segja
að þær hafi verið í stöðugum yfir
heyrslum frá handtöku.
Ekki ofbeldisfullar
Ye Jinghuan er vinkona kvennanna
og baráttukona. Hún var færð í
varðhald tvisvar þegar hún ætlaði
að heimsækja þær. „Þessar ungu
konur eru seinþreyttar til vand
ræða,“ segir Ye. „Þær voru hvorki
ofbeldisfullar né eitthvað sérstak
lega róttækar.“ Hún segir að orð
fái ekki lýst aðbúnaði kvennanna
í fangelsinu og segir að þar séu
þær einnig beittar andlegu of
beldi. „Fólk játar á sig alls konar
hluti undir slíku andlegu álagi,“
segir hún. „Ef fólk eins og þær,
sem eru aðeins að berjast fyrir
jafnrétti, sætir svona þungum refs
ingum held ég að það sé engin von
til þess að við búum í réttarríki, við
lýðræði eða mannréttindi,“ segir
hún.
Þúsundir hafa ritað nafn sitt á
undirskriftalista þar sem lausnar
kvennanna er krafist. Þá hafa net
verjar tekið málið í sínar hendur
og hefur myllumerkið #FreeThe
Five verið vinsælt á samfélagsmiðl
um. Konur um allan heim hafa birt
af sér myndir með grímur sem sýna
andlit kvennanna fimm. Þá hef
ur sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum hvatt til
lausnar þeirra og Hillary Clinton
hefur tekið í sama streng. „Þetta er
óafsakanlegt,“ segir Clinton. Kín
versk stjórnvöld segjast hins vegar
vona að þau fái frið til að taka á inn
anríkismálum sínum. Frá handtöku
kvennanna fimm hafa verið gefnar
út handtökuskipanir á hendur öðr
um femínistum sem taldir eru hafa
tekið þátt í aðgerðunum. Margar
þeirra hafa fyrir vikið farið í felur.
„Við skiljum ekki hvað við gerð
um rangt og hvernig við verðskuld
um svona harkaleg viðbrögð,“ segir
Xiao Meili, sem nýverið gekk 1.200
mílur yfir Kína til að vekja athygli á
kynferðislegu ofbeldi. n
Í fangelsi Verði þær ákærðar geta þær búist við 10 ára fangelsisvist.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Fólk játar á sig alls
konar hluti undir
slíku andlegu álagi.
Í brúðarkjólum Konurnar kröfðust jafnréttis og vildu stöðva ofbeldi.
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofanar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000 W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609