Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 23
Fréttir Erlent 23Helgarblað 10.–13. apríl 2015 „Þetta er óafsakanlegt“ n Fimm konur í varðhaldi í Kína eftir mannréttindagöngu n Neitað um lyf og yfirheyrðar stanslaust Þ ær hafa verið kallaðar „Stallsysturnar fimm frá Peking“ en þær Li Tingting, Wei Tingting, Wang Man, Zheng Chur­ an og Wu Rongrong marseruðu í gegnum Peking, í hvítum brúðar­ kjólum sem höfðu verið ataðir rauðri málningu, í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Þær kyrjuðu: „Segjum já við ást – segj­ um nei við ofbeldi“ á göngunni og voru handteknar. Ástæðan var sögð sú að þær væru að skapa vandræði á götu úti og hvetja til óláta. Þær hafa setið í fangelsi síð­ an, án formlegrar ákæru. Verði þær ákærðar geta þær búist við 10 ára fangelsisvist. Neitað um læknisaðstoð Konurnar eru allar meðlimir í kvenréttindafélagi í Kína. Þær héldu einnig á spjöldum sem á stóð: „Stöðvið kynferðislega áreitni – leyfið okkur að vera ör­ uggar“ og „Lögregla – farið og handtakið þá sem stunda kynferð­ islega áreitni.“ Konurnar hafa dús­ að í varðhaldi síðan, í rétt rúman mánuð. Aðstandendur þeirra hafa miklar áhyggjur af þeim og segja aðbúnað þeirra bagalegan. Ein kvennanna, Wu Rongrong, er með lifrarbólgu og hefur engin lyf feng­ ið allan þann tíma sem liðinn er frá handtökunni. Önnur, Wang Man, er talin hafa fengið vægt hjartaáfall í fangaklefa. Lögmenn þeirra segja að þær hafi verið í stöðugum yfir­ heyrslum frá handtöku. Ekki ofbeldisfullar Ye Jinghuan er vinkona kvennanna og baráttukona. Hún var færð í varðhald tvisvar þegar hún ætlaði að heimsækja þær. „Þessar ungu konur eru seinþreyttar til vand­ ræða,“ segir Ye. „Þær voru hvorki ofbeldisfullar né eitthvað sérstak­ lega róttækar.“ Hún segir að orð fái ekki lýst aðbúnaði kvennanna í fangelsinu og segir að þar séu þær einnig beittar andlegu of­ beldi. „Fólk játar á sig alls konar hluti undir slíku andlegu álagi,“ segir hún. „Ef fólk eins og þær, sem eru aðeins að berjast fyrir jafnrétti, sætir svona þungum refs­ ingum held ég að það sé engin von til þess að við búum í réttarríki, við lýðræði eða mannréttindi,“ segir hún. Þúsundir hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem lausnar kvennanna er krafist. Þá hafa net­ verjar tekið málið í sínar hendur og hefur myllumerkið #FreeThe­ Five verið vinsælt á samfélagsmiðl­ um. Konur um allan heim hafa birt af sér myndir með grímur sem sýna andlit kvennanna fimm. Þá hef­ ur sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvatt til lausnar þeirra og Hillary Clinton hefur tekið í sama streng. „Þetta er óafsakanlegt,“ segir Clinton. Kín­ versk stjórnvöld segjast hins vegar vona að þau fái frið til að taka á inn­ anríkismálum sínum. Frá handtöku kvennanna fimm hafa verið gefnar út handtökuskipanir á hendur öðr­ um femínistum sem taldir eru hafa tekið þátt í aðgerðunum. Margar þeirra hafa fyrir vikið farið í felur. „Við skiljum ekki hvað við gerð­ um rangt og hvernig við verðskuld­ um svona harkaleg viðbrögð,“ segir Xiao Meili, sem nýverið gekk 1.200 mílur yfir Kína til að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi. n Í fangelsi Verði þær ákærðar geta þær búist við 10 ára fangelsisvist. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Fólk játar á sig alls konar hluti undir slíku andlegu álagi. Í brúðarkjólum Konurnar kröfðust jafnréttis og vildu stöðva ofbeldi. Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.