Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 16.–18. júní 20152 Fréttir
Lífrænt
Valið besta
heilsuefnið
Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni,
Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.
www.thebeautyshortlist.com
Best Health Supplement - Overall Wellbeing
Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt,
fegrar og frískar húðina
Bætir meltingu, gerir líkamann basískan,
kemur á réttu pH gildi
Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku,
einbeitingu og vellíðan
Spirulina, Chlorella & Barleygrass
Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru,
eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu.
Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks
upptaka og nýting á næringarefnum.
120 hylki.
„Þetta er alveg ótrúlegur fjöldi“
n Níu þúsund Íslendingar skrafla á netinu n Tómstundaverkefni Vilhjálms Þorsteinssonar n Verður alltaf ókeypis
Þ
að fara fram rétt um 2.000
viðureignir á sólarhring;
meira um helgar en minna
í miðri viku,“ segir Vilhjálm-
ur Þorsteinsson, forritari og
höfundur Netskrafls. Í liðinni viku
skráði níu þúsundasti notandinn
sig til leiks á vefsíðunni netskrafl.is.
Vilhjálmur segir í samtali við DV
að hann hafi, þegar hann setti vef-
inn í loftið um áramót, ekki órað
fyrir viðtökunum. Hann hafi gert
sér vonir um að tvö til þrjú hund-
ruð skraflarar myndu nýta sér
netskraflið. „Þetta er alveg ótrúleg-
ur fjöldi.“ Með góðri samvisku má
fullyrða að skraflæði hafi runnið á
Íslendinga.
Sex milljón orð
Netskrafl er orðaleikur sem byggist
á borðspilinu Scrabble, sem margir
þekkja. Leikreglurnar á netskrafl.
is eru eins og í hefðbundnu borð-
skrafli. Þau orð eru leyfð sem fyrir-
finnast í Beygingarlýsingu íslensks
nútímamáls auk tveggja stafa orða
sem eru á lista sem Skraflfélag Ís-
lands hefur sett saman. Um sex
milljón orð og beygingarmyndir
eru leyfðar.
Viðmótið og virknin í Netskrafli
ber með sér að mikil vinna liggi að
baki. Þrátt fyrir það hefur Vilhjálm-
ur ekkert innheimt fyrir notkun-
ina. Hann segir aðspurður að það
standi heldur ekki til. Til greina
komi – á einhverjum tímapunkti –
að fá stuðningsaðila að verkefninu,
auglýsanda, en að einnig komi til
álita að opna á frjáls framlög. Hann
vilji hins vegar að öllum standi til
boða að spila ókeypis.
Kvarta og hreykja sér á Facebook
Á Facebook mynda notendur
Netskrafls samnefndan hóp þar
sem fólk skiptist á skoðunum;
kvartar eða hreykir sér, eða kem-
ur með ábendingar um hvað bet-
ur megi fara. Vilhjálmur segist að-
spurður hafa gaman af að fylgjast
með umræðum á þeim vettvangi
og segir að um tíundi hver spilari sé
þar inni. Hann njóti samskiptanna
við notendur. „Kerfið er orðið ágætt
en ég held lista af ábendingum um
það sem betur mætti fara.“
Spurður hvort áreitið sé mik-
ið segir hann svo ekki vera. Það sé
í raun furðu lítið. Núorðið sé vinn-
an ekki mikil en einhver þó flesta
daga. Hann vinni til dæmis að því
að auðvelda fólki að leita uppi and-
stæðinga sem eru svipaðir að styrk-
leika. Það sé næsta breyting sem
notendur muni verða varir við.
Stigakeppni
Netskrafl notast við ELO-stiga-
kerfi, eins og þekkist í skák. Einu
sinni á sólarhring uppfærast stigin
og er baráttan á toppnum stund-
um hörð. Gísli Ásgeirsson þýðandi
er, þegar þetta er skrifað, efstur níu
þúsund spilara. Vel fer á því. Gísli
er ríkjandi Íslandsmeistari í Skrafli.
Rætt er við hann hér til hliðar.
Vilhjálmur skraflar sjálfur og er
þegar þetta er skrifað í 16. sæti á
lista yfir 100 bestu spilara landsins.
Hann segist hafa gaman að leikn-
um sjálfur en að hann spili þó ekki
mikið í samanburði við aðra.
Gat ekki haldið uppi samræð-
um um forritun
En hvernig kom það til að hann
réðist í þetta verkefni? Vilhjálmur
segist vera hugbúnaðarmaður og
forritari frá gamalli tíð en hafi lítið
fengist við það á umliðnum árum.
Hann segir að hann hafi fundið það
á dóttur sinni, sem sé nýútskrifað-
ur tölvunarfræðingur, að þekkingu
hans á nýjustu tækni var ábóta-
vant. „Mér fannst ég ófær um að
halda uppi gáfulegum samræðum,“
segir hann glettinn og bætir við
að forritun hafi gjörbreyst. Hon-
um fannst hann þurfa að uppfæra
þekkingu sína og naut við verkefnið
aðstoðar dóttur sinnar.
Hann hafi ákveðið að skrifa
Netskrafl eftir að hafa sjálfur not-
að forvera Netskraflsins, ordaleik-
ur.appspot.com, sem Norðmaður
nokkur bjó til, staðfærði fyrir ís-
lensku og sá um. „Allmargir kunn-
ingjar mínir voru þar og þetta var
skemmtilegt. Viðmótið var frum-
stætt og ýmislegt sem ég hefði vilj-
að gera öðruvísi. Ég ákvað að prófa
þetta og læra um leið á Python-for-
ritunarmálið.“ n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
„Kerfið er orðið
ágætt en ég held
lista af ábendingum um
það sem betur mætti
fara.
Bjó til vinsælt
forrit Vilhjálm
óraði ekki fyrir
aðsókninni að
netskrafl.is.
Svona verður
veðrið 17. júní
Veður fer hlýnandi
H
öfuðborgarbúar fengu að
upplifa þriðja sólardaginn í
röð á mánudag en þegar líða
tók á daginn snerist vindátt
í suðvestanátt og dró fyrir
sólu. Almennt virðist veður fara hlýn-
andi næstu daga en á bloggi sínu leið-
ir Trausti Jónsson veðurfræðingur lík-
ur að því að veðrið fari einhvers staðar
upp í 20 stig á landinu í vikunni.
Í heildina skiptast á skin og skúr-
ir í vikunni. Þjóðhátíðarveðrið verð-
ur ekkert sérstakt. Á hádegi 17. júní
verður til dæmis hiti undir 10 stig-
um í Reykjavík en lítið eitt hærri fyr-
ir norðan og austan. Skúrir verða
með köflum á þjóðhátíðardaginn
en ekki mikil rigning.
Er nær dregur helgi fer að hlýna
aftur og má til dæmis búast við sól og
12 stiga hita í Reykjavík á föstudaginn,
eða svipuðu veðri og var um nýliðna
helgi. n agustb@dv.is
Skin og skúrir til skiptis Er nær dregur
helgi fer að hlýna aftur, en 17. júní verður
líklega rigning. Mynd Eyþór ÁrnaSon