Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Qupperneq 4
4 Fréttir Vikublað 16.–18. júní 2015 Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is NÝ TT PRENTAÐU ÞITT EIGIÐ IPHONE 4/5 HULSTUR Aðeins 1.690 kr. stk. Versta geitungavorið á Íslandi frá upphafi Erling Ólafsson skordýrafræðingur hefur aldrei kynnst öðru eins ástandi og býst við færri geitungum í sumar É g hef aldrei upplifað eins aumt geitungavor,“ seg- ir Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Geitungarnir hafa ekki far- ið eins illa út úr vorinu síðan þeir náðu fótfestu hér á landi um miðj- an áttunda áratuginn, eða fyrir um fjörutíu árum síðan. Vorið var eitt það kaldasta sem sögur fara af og til að mynda var maímánuður í Reykjavík sá kaldasti í yfir þrjátíu ár. Býst við færri geitungum í sumar Erling þykir líklegt að mun færri geitungar verði á landinu í sumar en vill samt ekki fullyrða neitt um það. Eins og hann átti von á eru bæði holugeitungar og trjágeitungar komnir á stjá. Óvíst er samt hvern- ig þeir muni spjara sig. „Þetta fer alla vega mjög hægt og varlega af stað út af þessu kalda vori,“ segir hann. Þurfa þrjá og hálfan mánuð „Maður veit ekkert hvað verður. Þetta er ekkert vonlaust hjá þeim, þótt þeir byrji svona illa. En af því að þeir fara svona seint af stað þá býst ég við því að búin verði fálið- aðri og að einhverjir gætu lent í vanda við að ljúka búskapnum, því núna þurfa holugeitungar þrjá og hálfan mánuð til þess að framleiða nýjar drottningar,“ útskýrir Erling, sem býst við því að geitungarnir eigi mest eftir að verða áberandi upp úr 10. júlí. Hann segir að fari svo að holugeitungurinn nái ekki að ljúka búskapnum geti það haft veruleg áhrif fram á næsta ár. „En trjágeit- ungurinn þarf ekki svona langan tíma. Það eru bara tveir og hálf- ur mánuður sem hann þarf til að framleiða nýjar drottningar. Ég hef ekki áhyggjur af honum. Hann lif- ir allt af.“ Holugeitungurinn gæti horfið Að sögn Erlings er trjágeitungur- inn búinn að festa sig í sessi úti um allt land. Í höfuðborginni og nágrenni er holugeitungurinn aft- ur á móti mest áberandi. „Hann er að nálgast okkur en er ekki eins traustur í sessi og hinn. Hann vantar þennan stöðugleika,“ seg- ir hann og bendir á að holugeit- ungurinn hafi átt í erfiðleikum í Svíþjóð í fyrrasumar. „Það er eitt- hvað að angra hann, meira en á Íslandsvísu. Það verður væntan- lega minna af honum í sumar út af veðrinu og hann gæti horfið héð- an, það er ekki útilokað.“ Tvær tegundir hafa nú þegar horfið af landinu, húsageitungur og roðageitungur. Sá fyrrnefndi, sem er suðrænni, átti sitt blóma- skeið á tíunda áratugnum. „Kannski endum við bara með eina tegund, trjágeitung.“ Fiðrildi eiga mjög bágt Vegna hins kalda vors hefur lífrík- ið verið tveimur vikum lengur að taka við sér en venjulega. „Fiðrildi eiga til dæmis mjög bágt. Ég hef verið með sérstaka fiðrildavökt- un síðan 1995 og ég man ekki eftir svona aumu fiðrildavori á þessum tuttugu árum,“ segir Erling. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Maður veit ekk- ert hvað verður. Þetta er ekkert vonlaust hjá þeim, þótt þeir byrji svona illa Erling Ólafsson Hið kalda vor gæti haft veruleg áhrif fram á næsta ár hvað geitungastofninn varðar. Geitungur Búast má við færri geitungum í sumar vegna hins kalda vors. Mynd Kristinn MaGnússon Segja birgja velta hækk- unum út í vöruverð Mjög eldfimir tímar þegar kemur að verðlagsmálum A ð undanförnu hefur borið talsvert á því að birgjar hafi hækkað verð á vörum sín- um í heildsölu segja Neyt- endasamtökin. Samtökin segjast hafa fengið þær upplýsingar að hækkan- ir erlendis og hækkanir á almennum kostnaði, þar á meðal vegna nýgerðra kjarasamninga, séu ástæður hækk- unarinnar. Neytendasamtökin hafa því ákveðið að birta lista yfir verðhækkan- ir sem hafa átt sér stað eftir 1. maí sl. og má nálgast þær á vef samtakanna. Ef samtökunum berast upplýsingar um fleiri hækkanir munu þau bæta þeim á þennan lista. „Neytendasamtökin minna á að nú eru mjög eldfimir tímar þegar kemur að verðlagsmálum. Ljóst er að nýgerðir kjarasamningar eru kostnað- arauki fyrir fyrirtækin. Það er þó ekki sjálfgefið að þau þurfi að velta þess- um kostnaðarauka út í verðlagið. Þess í stað beina Neytendasamtökin því til fyrirtækja að þau leiti leiða til að hag- ræða sem mest svo ekki þurfi að koma til frekari hækkana á verðlagi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. n Hættir eftir áratuga starf Árið 1961 hófu yfir 200 krakk- ar á aldrinum sjö til átta ára nám við Öldutúnsskóla. Var Haukur Helgason þá ráðinn skólastjóri og með honum nokkrir kennarar. Einn þeirra var Sigríður Þorgeirs- dóttir, eða Stella eins og hún er jafnan kölluð. Stella hefur kennt í rúmlega 50 ár við Öldutúnsskóla en síðasti vinnudagur hennar var miðvikudaginn 10. júní síðast- liðinn. Í tilefni af því tók Stella við þakklætisvotti frá samstarfsfólki sínu þar sem henni var þakkað fyrir bæði gott og gefandi starf í gegnum árin. Mynd öldutúnssKÓli Vildu 40–50 prósenta hækkun Ríkið bauð hjúkrunarfræðing- um 20 prósenta launahækkun á næstu árum en kröfur þeirra voru upp á 40 til 50 prósenta hækk- un. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við óundirbú- inni fyrirspurn Árna Páls Árna- sonar, formanns Samfylkingar- innar, um kjaradeilurnar á Alþingi í gær. „Í þessu tiltekna máli, ef menn vilja vita það, þá hefur rík- ið boðið um það bil 20 prósenta hækkun á næstu árum til hjúkr- unarfræðinga. Ég get fullyrt það að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum eru ekki að fara að hækka um þær fjárhæðir en það er langt í land með að jafna kjörin en það gerist ekki í einum samningi,“ sagði Bjarni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.