Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Side 26
26 Lífsstíll S æl, Ragga, og takk fyrir pistl­ ana þína Ég hef verið að herða mig upp í að senda þér línu og lét loksins verða af því. Þannig er mál með vexti að fyrir áratug hitti ég konu á dansleik og þar spjölluðum við smá stund og síðan skildu leiðir. Þremur árum síðar hittumst við næst, þá á vinnustað mínum. Sam­ skiptin þá voru öll á faglegum nót­ um og snerust um starfið mitt. Nokkrum dögum seinna sendi hún mér póst og tjáði mér hrifningu sína, sem hafði varað síðan við hittumst fyrst árið 2005. Ég hafði ekki þor­ að að vona neitt því aldursmunur­ inn á okkur er mikill, ég er 13 árum eldri en hún. Upp úr þessu hittumst við og hófum bréfaskipti í nokkurn tíma, þangað til að eitthvað gerðist. Það skal tekið fram að hún á eitt barn sem hún hafið alið ein upp í tíu ár og hafði ekki, að hennar sögn, verið með neinum öðrum manni eftir stutt samband við barnsföður­ inn. Hún flutti inn til mín skömmu síðar og allt virtist ganga mjög vel til að byrja með. Það fór reyndar ekki vel í mig að hún dvaldi öllum stund­ um inni í herbergi hjá barni sínu og ég hékk einn inni í stofu. Við eign­ uðumst svo barn saman og höfum staðið saman í uppeldinu. Kynlífið framan af var stórkostlegt og hún fékk sína fyrstu fullnægingu með mér, að hennar sögn. Vandinn er að hún þarf að vera ofan á til að fá fullnægingu, og mér er farið að finnast það einhliða og leiðigjarnt. Ljósin þurfa alltaf að vera slökkt og hún er ekki fyrir að vera nakin, nema í rúminu. Leiðir skildu fyrir nokkru síðan en við héldum góðu sam­ bandi vegna barnsins okkar. Mér leiddist að hanga einn inni í stofu og kynlíf­ ið var af skornum skammti að mínu mati. Ég tel mig þurfa kynlíf tvisvar í viku hið minnsta. Ári síðar spurði ég hana hvort hún hefði áhuga á kyn­ lífi með mér og nú hittumst við í myrkri á nokkurra mánaða fresti. Hún ákveður hvenær við hittumst með nokkurra daga fyr­ irvara. Nú langar mig að leita til þín og fá ráð um hvað ég eigi að gera. Ég tel mig þurfa meiri ástaratlot og sam­ farir. Kær kveðja, Ragnar ráðalausi Kæri Ragnar Þvílíkt hörmungarsamband er þetta sem þú lýsir. Eftir lestur á bréfi þínu finnst mér eins og konan hafi kannski verið í húsnæðisvanda og látið sig hafa að sænga hjá þér endr­ um og eins í skiptum fyrir herbergi. Ég veit að þetta hljómar kuldalega, og að sjálfsögðu veit ég lítið um aðr­ ar hliðar málsins en þær sem þú reifar í alllöngu bréfi þínu, en þetta hljómar skelfilega og ég er viss um að þér hefur ekki liðið vel í þessum aðstæðum. Að því leyti áttu samúð mína. Hins vegar finnst mér ómaklegt að þú kvartir yfir stellingunni sem konunni hentar best til að fá full­ nægingu. Ég heyri stundum svona tal hjá körlum og verð alltaf jafn­ pirruð. Ef karlmaður þyrfti að standa á öðrum fæti og drekka smúþí til að fá það mundi hann sko ekki hika við að uppfylla þau skilyrði í hvert sinn – og ástkonur hans mundu líklega ekki kippa sér upp við það. Þetta er bara frekja í körlum og þeir ættu frekar að samgleðjast ástkonum sín­ um og fagna fullnægingum þeirra, sama hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að þær verði að veruleika. Svo viltu meira kynlíf, kæri vin­ ur. Það er greinilega ekki í boði með barnsmóður þinni – kannski hefur hún almennt lítinn áhuga á kynlífi og kannski hefur hún einfaldlega lítinn áhuga á kynlífi með ÞÉR og mögu­ lega er hún búin að finna sér annan ástmann. Þið eruð ekki skuldbundin hvort öðru og því sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þú farir á fjörurnar við annað kvenfólk í þessum tilgangi. Hættu að þráhugsa um þessa konu og hennar meintu galla og beindu orkunni í annan farveg. Ég vona að þú finnir hamingjuna og kynlíf sem nægir. Bestu kveðjur, Ragga n Vikublað 16.–18. júní 2015 Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is Hún fær það bara ofan á n Karlmaður kvartar n Fær ekki nógu mikið kynlíf n Hvað er til ráða?„Vandinn er að hún þarf að vera ofan á til að fá fullnægingu, og mér er farið að finn- ast það einhliða og leiði- gjarnt. Leiðir skildu Ragnar spurði konuna ári eftir skilnað hvort hún vildi stunda kynlíf með honum. Ragnar er ósáttur Hann fílar ekki hvernig hún fær fullnægingu og hann vill meira kynlíf. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Íslenskir limir Taktu þátt í stóru typpakönnun Kynlífspressunnar N ýlega var birt alþjóðleg rann­ sókn þar sem yfir 15.000 karl­ menn fórnuðu sér í þágu vís­ indanna með því að láta mæla lengd og ummál lima sinna. Reyndar var um að ræða greiningu á 20 rann­ sóknum þar sem limir höfðu verið mældir á sama hátt. Limirnir voru mældir, af heilbrigðisstarfsmanni, bæði í slökun og reisn og kom í ljós að meðallimurinn á heimsvísu er 13,12 sentímetra langur og 11,66 sentímetrar að ummáli, en í slakri stöðu 9,16 að lengd og 9,31 að um­ máli. Rannsakendur notuðu niður­ stöðurnar til að búa til graf sem sýn­ ir stærðardreifingu lima og staðalfrá­ vik, en von þeirra er að gögnin geti gagnast í meðferð til hjálpar karl­ mönnum sem þjást af reðurkvíða. Áhyggjur af stærð lims geta haft nei­ kvæð áhrif á lífsgæði karlmanna en rannsakendurnir telja líklegt að stærðargrafið geti hjálpað í meðferð þeirra sem þjást. Greiningardeild Kynlífspressunn­ ar hefur af þessu tilefni sett af stað könnun meðal íslenskra karlmanna á lengd og gildleika getnaðarlima þeirra. Einnig þótti greiningar­ deildinni forvitnilegt að kanna hvort tengsl séu milli menntunar og typpa­ stærðar, og sömuleiðis hvort tengsl séu við búsetu. Skyldu gildir limir til dæmis hafa safnast saman í Mos­ fellsbæ? Athugið að fylgja nákvæm­ lega leiðbeiningum um mælingar, því ekki er boðið upp á aðstoð heil­ brigðisstarfsmanns að svo stöddu. Hægt er að taka þátt með því að heimsækja Kynlífspressuna á www. pressan.is/raggaeiriks. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. n Spáð í stærð Margir karlmenn hafa talsverðar áhyggjur af stærð tólsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.