Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Side 36
36 Fólk Vikublað 16.–18. júní 2015 Plankaparket Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Þýsk gæði! Átta sjóðandi heit pör Sumir eru bara af öðru kalíberi. Þegar heitustu stjörnur Hollywood finna sér kærasta eða kærustu vekur það alheimsathygli. Hér eru nokkur af kyn- þokkafyllstu pörum í heimi.  Tróna á toppnum Hasarmyndahetjan Jason Statham er alltaf rosalegur og Rosie Hungtington-Whitely er ein fallegasta kona í heimi. Ótrúlega flott par.  Löðrandi kynþokki Leikkonan Amber Heard er 23 árum yngri en eiginmað- urinn, Johnny Depp. Hvort í sínu lagi toppa þau flesta lista yfir kynþokkafyllstu stjörnur Hollywood og saman eiga þau alltaf heima á listum yfir heitustu pörin. Einhverjar sögusagnir herma þó að parið lifi hvort sínu lífinu og að hjónabandið sé aðeins til málamynda en við spyrjum að leikslokum.  Sæt saman Leikarahjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis eignuðust nýlega sitt fyrsta barn. Hjónin kynntust fyrst í þáttunum That' 70 Show en fóru ekki að vera saman fyrr en löngu seinna.  Engin spurning Rokkstjarna og ofurfyrirsæta komast sjálfkrafa á svona lista. Adam Levin, söngvari Maroon 5 og dómari í The Voice, er kvæntur hinni 24 ára Victoriu Secret-fyrirsætu Behati Prinsloo.  Umdeilt samband Íþróttastjarnan Russell Wilson úr Seattle Seahawks er nýr kærasti söngkonunnar Ciara. Russell skildi nýlega við æskuástina sína og hefur fengið skammir í hattinn frá slúðurpressunni fyrir hvað hann var snöggur að finna sér nýja konu.  Fallega Scarlett Einhvern veginn tókst blaðamanninum Romain Dauriac að vinna hjarta Scarlett Johansson. Leikkonan situr alltaf í efstu sætum yfir heitustu konur Hollywood og fær sæti á lista yfir heitustu pörin sama hver kærasti hennar er.  Tónlist og fótbolti Kólumbíska söngstjarnan Shakira og knattspyrnugoðið Gerard Pique eru hrikalega flott hjón.  Nýtrúlofuð Leikkonan Charlize Theron og leikarinn Sean Penn trúlofuðu sig á dögunum. Parið á ýmislegt sameiginlegt eins og leiklistina og ástríðu gagnvart hjálparstarfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.