Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 7
Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Fréttir 7 Stefnir í frjókornamet Ofnæmislyf mokseljast en margir gætu haldið að þeir væru með kvef F rjókorn mælast nú í miklu magni í Garðabæ og stefnir í met en eru í lágmarki á Ak- ureyri. Gera má ráð fyrir að hámark grasfrjóa á Akureyri verði í ágúst. Þetta kemur fram á vef Nátt- úrufræðistofnunar. Frjókorn valda miklum óþægindum hjá mörgum, en frjókornaofnæmi er eitt algeng- asta ofnæmið. Þá er metsala á of- næmislyfjum í apótekum víða um land, en mikilvægt er að fá hjálp frá lækni áður en þau eru keypt. Margir telja sig vera að glíma við kvef yfir sumartímann en eru oftar en ekki að glíma við frjókornaofnæmi, að því er kemur fram á vefnum doktor.is. „Nú þegar frjómælingar í júlí eru hálfnaðar hafa mælst 733 frjó/m3 í Urriðaholti. Meðalfrjótala fyrir júlí er 888 frjó/m3. Með þessu áfram- haldi stefnir í met í heildarfjölda frjó- korna í júlímánuði frá upphafi mæl- inga í Urriðaholti. Tæpur helmingur þessara frjókorna hingað til eru grasfrjókorn sem flestir hafa ofnæmi fyrir. Þau eru helst að dreifast í þurr- um vindi og hlýindum. Undanfar- in ár hafa mun færri grasfrjó mælst í ágúst en í júlí og eru góðar líkur á að svo verði einnig í ár og ágústmánuð- ur því þolanlegri fyrir þá sem hafa frjókornaofnæmi,“ segir á vef Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Ástandið hefur verið betra í júlí fyrir þá sem finna fyrir ofnæmisein- kennum á Akureyri þar sem höfðu mælst 293 frjó/m3 um miðjan júlí. Þar er meðalfrjótala júlímánaðar 870 frjó/m3. Grasfrjó hafa einungis mælst 107 frjó/m3. „Miðað við þess- ar lágu frjótölur og þá staðreynd að grasfrjó mælast yfirleitt fleiri í ágúst en í júlí eru miklar líkur á að ágúst verði aðalgrasfrjómánuður sum- arsins fyrir norðan. Þetta ræðst þó mikið af veðri næstu vikurnar,“ segir Náttúrufræðistofnun Íslands. n Slá gras Fyrir þá sem þjást af frjó- kornaofnæmi er best ef gras er slegið reglulega, en þó er betra að einhver ann- ar en sjúklingurinn taki sláttinn að sér. „Við höfum verið að elta skottið á okkur“ læra af þeim bestu gott og sannarlega ekki eins og mætti kannski ráða af umræðunni undanfarna daga. En við þurfum að vanda okkur.“ Ummæli Össurar dæma sig sjálf Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi ráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, sagði nýlega að það eina sem Ragnheiður Elín hefði gert í embætti væri misheppnaður náttúrupassi. Talaði hann í raun- inni um að hún væri úti að skíta. Því er hún ósammála. „Mér finnst þau ummæli dæma sig sjálf. Auðvitað finnst mönn- um eins og Össuri gott að benda á pólitískan andstæðing og segja að hann hafi ekki náð þessu máli í gegn. Ég vil miklu frekar horfa til þess árangurs sem við höfum náð í málaflokknum. Ég lagði fram sautján frumvörp á þingi og fjórtán þeirra urðu að lögum,“ segir hún og nefnir frumvarp um bætt rekstr- arumhverfi bílaleiga sem dæmi. „Það er beinlínis rangt hjá Össuri að halda því fram að ekkert hafi gerst í okkar tíð. Það væri kannski ráð að spyrja Össur af hverju þau voru ekki byrjuð á þessari vinnu fyrr. Hann talar um að þau hafi byrjað með átökin Ísland allt árið og Inspired By Iceland. En bíddu, hafði hann ekki trúi á sinni eigin markaðssetningu? Hann var ekk- ert að gera ráð fyrir því að bregðast við þessum fjölda.“ Ætlum að læra af þeim bestu Ragnheiður Elín segir nauðsynlegt að styrkja stjórnsýsluna í kringum ferðamálin. Það hefur verið rætt í vinnunni við nýju stefnumót- unina. „Við erum fá og með litla stjórnsýslu en ef við pössum upp á að samhæfa hlutina betur á milli ráðuneyta og vinnum eftir skýrri stefnu mun okkur farnast vel,“ seg- ir hún og nefnir einnig að staða ferðamála í öðrum löndum hafi verið skoðuð. „Þeir bestu eru Nýja- Sjáland, Skotland og Kanada, til dæmis. Við ætlum að læra af þeim bestu og marka okkur stefnu til ná- lægrar og lengri framtíðar,“ seg- ir hún og bætir við að 50 milljarða skatttekjur fáist núna úr ferðaþjón- ustunni árlega. „Með þeim rökum má vel réttlæta að taka opinbert fjármagn og leggja í þennan mála- flokk til að tryggja að hann fái þrif- ist til framtíðar.“ Verðum að ganga öll í sömu átt „Í næsta mánuði ljúkum við þessari vinnu sem er búin að standa yfir í tæpt ár. Án þess að niðurstöðurnar séu komnar þá blasir við þörfin á samstarfi. Þetta er málaflokkur sem snertir svo margar atvinnugreinar. Hann snertir mitt ráðuneyti sem yfirum- sjónaraðili ferðamála, umhverfis- ráðuneytið sem fer með forræði yfir náttúruperlunum, forsætisráð- herra fer með þjóðlendumál, fjár- málaráðuneytið með skattamálin og innanríkisráðuneytið með sam- göngumálin. Við sjáum fyrir okkur tillögu sem snýst um að við sam- hæfum okkur. Það er ekki hægt að vinna þetta hvert í sínu horninu. Við verðum að ganga öll í sömu átt.“ n Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is GÆÐAVARA Á GÓÐA BÍLA Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is GÆÐAVARA Á GÓÐA BÍLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.