Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 16
Helgarblað 25.–27. júlí 201516 Umræða É g hef beðið þessarar stundar í sautján ár,“ sagði Michael Dillon geimverusérfræðingur í samtali við vikuritið Press- una í byrjun nóvembermánað- ar 1993, en hann kvaðst þess „100% viss“ að geimverur myndu láta sjá sig á Snæfellsjökli föstudaginn 5. nóvem- ber það ár. Sjáendur töldu sig meira að segja hafa fundið út nákvæman lendingartíma eða klukkan 21.07. Grípum niður í samtalið við Dillon: „Eitt sinn stoppaði fljúgandi furðu- hlutur beint yfir húsinu mínu, en þá bjó ég á Norður-Englandi. Ég var úti í garði og frá þeim degi hafa mér borist margvísleg skilaboð þess eðlis að ég gegndi ákveðnu hlutverki, sem væri að safna saman hópi fólks og fara til Íslands. Það hef ég gert.“ Og hingað var Dillon mættur í byrjun nóvember 1993 með hóp fólks sem efndi til ráð- stefnu um geimverur. Stórar og smáar geimverur Dillon var mikill Íslandsvinur og hafði komið hingað margoft. Hann sagði Ís- land „einstaklega vel í sveit sett fyrir geimverur“ og tjáði blaðamanni að misserin á undan hafi verið óvenju mikil umferð geimskipa yfir Bretlandi og Norður-Atlantshafi og öll teikn bentu til þess að stóra stundin rynni upp hinn 5. nóvember. Myndu geim- verurnar lenda þann daginn á Snæ- fellsjökli og hygðust ráðstefnugestir fara vestur til að verða vitni að þeim heimssögulega viðburði. Í samtali við DV sagði Dillon að væntanlegar geimverur væru langt- um gáfaðri en mannfólkið og vin- veittar því. Alls væru þekktar um níu tegundir. Ein tegundin væri 2,17 metrar á hæð og ljós yfirlitum. Önn- ur 1,20 metrar, með gráa húð og stór svört augu. Þær verur hefðu sett sig í samband við yfirvöld vestanhafs árið 1943. Geimverurnar kæmu reglulega til jarðarinnar og flyttu jarðarbúa um borð í geimskip sín en skiluðu aftur í lok nætur. Þá sagði hann að stjórn- völdum ýmissa ríkja væri vel kunn- ugt um geimverurnar en ekki þorðu að upplýsa almenning um þær vegna hættu á að ofsahræðsla gripi um sig. Dillon sagði konu, sem numin hefði verið brott af flugandi furðu- hlut, hafa séð þann atburð fyrir sem í uppsiglingu væru. Eðlilega væru margir vantrúaðir á þetta og jafnvel áliti fólk hann geggjaðan. Fátt væri við því að segja en sér þætti miður að ís- lenskir nýaldarsinnar væru tregir til að taka þátt í geimveruráðstefnunni. Blaðamaður Pressunnar, Jakob Bjarn- ar Grétarsson, spurði Dillon eðlilega hvað geimverurnar væru eiginlega að vilja hingað. Hann svaraði: „Ég veit ekki hvað þær vilja, en tel mig hafa nokkuð góða hugmynd um það. Þær eru með mikilvæg skilaboð til mann- kyns. Stóra stundin nálgast óðum og óneitanlega er ég mjög spenntur.“ „Útsendarar djöfulsins“ Ekki voru allir jafnspenntir fyrir komu geimveranna. Snorri Óskars- son, forstöðumaður Betelsafnaðarins í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Tímann að geimverurnar væru „út- sendarar djöfulsins“ og kallaði þetta „tæknivæddan draugagang“. Að mati Magnúsar Skarphéðins- sonar geimveruvinar voru viðhorf Snorra „í anda þröngsýnnar umræðu sem kristin trú hefur fest í“. Þá sagði hann viðhorf safnaðarformannsins lýsa „yfirmáta vanþekkingu á reynslu fólks sem séð hefur fljúgandi furðu- hluti“. Þrátt fyrir að Magnús væri örugg- ur í trú sinni á tilvist geimvera kvaðst hann ekki telja að þær myndu birtast á Snæfellsjökli hinn 5. nóvember og útskýrði fyrir blaðamanni eiginleika geimvera: „Geimverur eru til tvenns konar. Þær eru til í mannsmynd og huldufólksmynd. Það er bara skyggnt fólk sem sér þennan huglæga heim og hann er fyrir því mjög raunveru- legur. Geimverur eru annars vegar af flokki A, efnislegar, líkamlegar og á efnislegum farartækjum. Hins vegar eru þær af flokki B og þá eru þetta orkuleg eða huglæg fyrirbæri, sem einungis skyggnir sjá.“ Hann taldi að geim skipið sem væntanlegt væri á Snæfellsjökli væri af flokki B og því lítið að sjá fyrir allan almenning. Skilaboð geimveranna Þrátt fyrir bannfæringu Snorra í Betel á geimverum sá þjóðkirkjan ekki ástæðu til að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari sagði í samtali við Tímann að ekkert í þessu geimverutali kallaði á sérstök viðbrögð kirkjunnar manna – meiri þörf væri á viðbrögð- um almennrar heilbrigðrar skynsemi sem hlyti að álykta að þetta væri „eins og hvert annað rugl“. Fram kom í fréttum að geim- verurnar hefðu þau skilaboð fram að færa til jarðarbúa að þeir yrðu að ganga betur um náttúruna. Blaða- manni Tímans fannst þetta held- ur rýrt í roðinu og að ekki þyrfti ver- ur frá öðrum sólkerfum til að flytja mönnum jafn ljós sannindi. Blaða- manninum fannst merkilegt að einn helsti talsmaður geimvera hér á landi, Magnús Skarphéðinsson, væri bróðir umhverfisráðherrans Össurar. Stjórn- völd hefðu með geimverunum eign- ast mikilvæga bandamenn í um- hverfismálum á tímum niðurskurðar í opinberum rekstri. Millilent á Akureyri? Svarthol, félag áhugamanna um geim- verur á Akureyri, taldi líklegt að geim- verurnar myndu millilenda á Ráðhús- torginu á Akureyri og yrðu gestirnir sjáanlegir frá Ráðhústorginu milli klukkan 16.30 og 16.45 hinn 5. nóv- ember. Samkvæmt þessu þá var geim- skipið ekki sérlega hraðskreitt, en þá væri eftir tæplega fimm tíma flug út á Snæfellsnes. – Nema þá ef ske kynni að aðkomumennirnir hygðust fá sér kaffisopa og þiggja aðrar veitingar í höfuðstað Norðurlands? Fyrirboði á Snæfellsnesi Stóri dagurinn, 5. nóvember, rann upp og þann daginn birti DV viðtal við Skúla Alexandersson, fyrrverandi alþingismann á Hellissandi. Hann sagði heimamenn taka fyrirhugaða lendingu geimskipa á jöklinum alvarlega og skipuð hefði verið mót- tökunefnd, sem myndi bíða við jökul- röndina um kvöldið. Hana skip- uðu sveitarstjórn Eyrarhrepps utan Ennis, björgunarsveitir og lögreglan í sýslunni. Skúli bætti því við að dularfullur at- burður hefði átt sér stað þar á nesinu nokkrum dögum fyrr. Mjólkurbílstjóri var að skila af sér mjólk í verslun á Hell- issandi. Þar hæddist hann að fyrirhug- aðri komu geimvera. Afgreiðslustúlk- urnar báðu hann um að tala ekki svona gáleysislega. Bílstjórinn lauk við að af- greiða mjólkina og ætlaði að gangsetja bílinn og viti menn. Bíllinn fór ekki í gang. Engin bilun fannst þrátt fyrir ítar- lega leit. Skúli sagði svo í framhaldinu að þessi saga ætti að kenna mönnum að „umgangast þetta allt með gát“. Margir spenntir Þrátt fyrir að flestir tækju þessum sög- um sem hverju öðru þvaðri þá trúðu margir því einlæglega að geimverur myndu lenda á Snæfellsjökli þarna um kvöldið og að þessi atburður myndi breyta lífi þeirra. Þetta átti sér í lagi við um útlendingana sem komu á ráðstefnuna. En ekki bara þá. Snæ- fellingurinn Kári Viðarsson var aðeins átta ára á þessum tíma. Grípum niður í frásögn hans: „Ég var alveg sérstak- lega ímyndunarveikt barn og því alveg skíthræddur við þetta. Ég trúði því al- veg hundrað prósent að þetta væri að fara að gerast, þorði til að mynda ekki að fara upp á jökulinn og var í raun- inni að fara yfir um á tímabili.“ Hann segir heimamenn flesta muna mjög vel eftir þessum degi og öllum hama- ganginum í fjölmiðlum vikurnar áður. Mættu geimverurnar ef til vill? Ekkert varð af því að geimverurnar millilentu á Ráðhústorginu á Akur- eyri og loks var klukkan sjö mínútur gengin í tíu að kvöldi föstudagsins 5. nóvember. Mikill mannfjöldi hafði þá safnast saman undir jökli, þar á meðal allnokkrir forvitnir höfuðborgarbúar sem höfðu gert sér ferð út á Snæfells- nes. Tíminn leið fram eftir kvöldi og ekkert bólaði á geimverunum. Margir urðu sorgmæddir og vonsviknir. Aðrir sneru þessu upp í gleði og glaum og mun góð stemn- ing hafa ríkt við rætur Snæfellsjökuls þetta kvöld, þrátt fyrir að engar geim- verur hefðu mætt í gleðskapinn. En kannski voru þær þarna? – Bara ekki sýnilegar nema skyggnu fólki, líkt og Magnús Skarphéðinsson hafði nefnt. Hver veit? n af 20% AFSLÁTTUR Gæði og góð þjónusta í 80 ár! Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð Geimverur lenda á Snæfellsjökli n Margmenni bíður komu geimvera n Alþjóðleg geimveruráðstefna í Reykjavík 1993 Beðið eftir geimverum Talið var að Snæfellsjökull yrði fyrir valinu sem lendingarstaður. Frétt DV Sagt var frá því að sérstök móttökunefnd myndi taka á móti geimverunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.