Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 21
Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Umræða 21 Minnistöflur www.birkiaska.is Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og nemendum í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Bodyflex Strong Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.  Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva- jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og dregur úr bólgum. Evonia færir hárrótinni næringu og styrk til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia Landnámsmenn tóku vissulega með sér dýr á skipum sínum, búfé, hunda og hesta, en að sjálfsögðu tók það engar hjarðir, og næstum örugglega ekki fullorðin dýr á stærð við hross eða nautgripi um borð í sín fley til úthafssiglingar. Þetta hafa verið fá- ein lömb og kálfar, folöld og kið. Á skipunum höfðu eflaust mýs komið sér fyrir, mýs sem síðan eru íslenski músastofninn, en þeirra sá ekki stað fyrir landnám. Og ketti hafa land- námsmenn tekið með sér á skipun- um, til að sporna gegn því að nagdýr- in spilltu vistum um of. Víkingaskip úr Dýrafirði Eins og ég nefndi þá hef ég spurnir af því að hingað til Reykjavíkur séu menn komnir með víkingaskip og ætli að bjóða upp á skoðunarferð- ir um Sundin. Ég hitti þessa menn, en þeir sigldu hingað frá Dýrafirði. Sögðu að ferðin hefði gengið af- bragðsvel, að vísu hefði vindur ekki verið þeim hagstæður svo að drjúgan spöl hafi þeir farið á vél, en að áber- andi hafi verið hvað skipið lá bet- ur og fór betur í sjónum þegar siglt var með segli. En í skoðunarferð á svona skipi um Sundin er kjörið að reyna að ímynda sér hvað bar fyr- ir augu þegar fyrsti landnámsmað- urinn var á siglingu á sama stað og á sams konar skipi á sínum tíma. Þá var nesið að sjálfsögðu óbyggt, sjálf- sagt kjarri vaxið að mestu og gufur stigu upp úr heitum hverum og lind- um. Mikið fuglalíf en engin spendýr á eyjunni allri nema heimskautarefir sem borist höfðu með rekís og aðlag- ast lífinu hér, orðið íslenskur stofn; stundum bárust líka hvítabirnir, en þeir þrifust ekki hér. Útnes eða gróðursæl héruð Þótt sjálfsagt sé að trúa því að nafn- greindir landnámsmenn hafi ver- ið til, þá slæðast oftast inn í sögur af þeim einhvers konar mýtur eða goðsagnir, um leiðsögn úr hærri stöðum, og það á auðvitað við um öndvegissúlur Ingólfs, eða kistuna utan um hinn tunglsjúka Kveldúlf í Egils sögu. Enda skýringarnar á því hvar landnámsmenn beggja sagna völdu sér búsetu miklu nærtæk- ari. Þrælar Ingólfs sögðu hann hafa til lítils farið um gróðursæl héruð til að byggja útnes þetta, en þá er hins að minnast að hann hafði fyrst um sinn ekkert gagn af grösugum engj- um. Eins og áður var nefnt þá höfðu þeir ekki búsmala að gagni fyrstu árin, gátu því ekki lifað af landbún- aði, og þá er auðvelt að sjá hvað það var við Reykjavík sem gerði stað- inn aðlaðandi til búsetu fyrir land- námsfólk. Rétt eins og er svo fallega sagt frá í Egils sögu um landnám Skallagríms í Borgarfirði varð hann að lifa á veiðum fyrstu árin, á meðan „fé hans gekk fram“, og hér á Reykja- víkursvæðinu var nóg hægt að sækja í villta náttúruna. Hér var augljós- lega selur, sbr. ýmis örnefni eins og Seltjarnarnes og Kópavogur, og að auki fugl og egg – álftir, æður, endur, gæsir, lundi, skarfur o.s.frv. Og veiði í sjó, stutt á gjöful fiskimið, og kannski hægt að skutla hvali og rostunga, sbr. „Rosmhvalanes“ sem er ekki langt undan. Svo voru menn sjálfsagt á útkikki eftir grindhvalavöðum, að hætti Færeyinga, mig minnir að það heiti marsvín á okkar tungu, og það hefur verið ólítil búbót að ná slíku á land; hreinasti hvalreki (sem kom örugglega líka). Og svo allur laxinn í Elliðaánum; einhver giskaði á að þeir hefði kannski þurrkað upp árn- ar með stíflum þegar laxagengd var mest, og svo tínt hann upp. Gósenland Ég held það sé óhætt að fullyrða að landnámsmönnum hafi fundist hér drjúpa smjör af hverju strái. Og því byggt sér glaðir hús niðri í Kvosinni, sem er reyndar vindasamari í dag en flest önnur hverfi á höfuðborgar- svæðinu, en það hafi verið einhverjir kostir á móti, lækur, tjörn og stutt til skástu hafnar. n Ingólfur Arnarson „Það er engin sérstök ástæða til að halda að Ingólfur hafi ekki verið til.“ Ingólfur, landnámið og víkingarnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.