Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 68
Helgarblað 25.–27. júlí 201524 Fólk Viðtal og börnin sín, hefur litla þolinmæði fyrir rugli, er reiðubúið að hlusta á sjónarmið og rök og reynir að taka sem bestar ákvarðanir.“ Ýmsir þingmenn tala um það að andinn á Alþingi sé slæmur, er hann það? „Hann er auðvitað misjafn, en milli þingmanna held ég að sé ekk­ ert verri stemmning en ég heyri lýst frá öðrum vinnustöðum. Jafn­ vel betri. Þarna er fólk úr öllum átt­ um og mjög áhugaverðar samræð­ ur sem myndast oft. Ég velti því fyrir mér hvort áhyggjur af Alþingi hafi kannski verið of miklar undanfarið. Það verða alltaf átök og það er eðli­ legt. Kannski er of mikil viðkvæmni á ferðinni. Hvort að það sé kallað fram í í ræðum skiptir til dæmis ekki öllu máli. Framíköll geta alveg verið fyndin, en þau geta líka verið þreyt­ andi þegar fólk er sífellt gasprandi. En það eru fáir sekir um það. Ég held að það þurfi að laga mjög mikið á Alþingi og mér heyrist flest­ ir flokkar vera orðnir sammála um mikilvægar umbætur. Ég myndi vilja ganga mjög langt í breytingum, en það verða allir að vera sam­ mála um það. Sumt er nokkuð aug­ ljóst. Minnihlutinn verður til dæm­ is að hafa einhver völd, annars getur hann bara farið heim til sín – og það er ekki lýðræði. Minnihlut­ inn endurspeglar ákveðnar skoðanir og er fulltrúi stórs hluta þjóðarinnar. Það er hins vegar ekki gott að einu völdin sem minnihlutinn hafi sé að hertaka pontuna. Minnihlutinn þarf önnur tól, eins og málskotsrétt til þjóðarinnar. Málþóf sóar tíma og hefur ömurleg áhrif á ásjónu þings­ ins. Stundum skilur maður ekki af hverju hlutunum er hleypt í svoleið­ is óefni. Af hverju er ekki sest nið­ ur fyrr og rætt saman? Kannski er það hluti af þeim pólitísku leikjum sem eru í gangi að kjósa átök til að hylja yfir stefnuleysi á öðrum svið­ um, eða efna til málþófs bara til að skapa sér stöðu svona til öryggis. Ég hef litla þolinmæði gagnvart þessum leikjum. Ég upplifi stjórnmál sem hrúgu af mikilvægum og spennandi verk­ efnum sem þarf að takast á við. Stundum er þeim tíma sem þarf til að ræða þessi verkefni varið í tómt bull og vitleysu. Ég nenni ekki slíku.“ Hvernig meturðu störf ríkisstjórnar- innar? „Við upphaf þessa kjörtímabils voru að mörgu leyti einstakir tímar, það var hægt að gera ótal hluti og byggja upp nýtt Ísland. Það er auðvitað enn hægt, en eftir þessa miklu lægð var algjörlega fyrirséð að það yrði uppgangur í efnahags­ lífinu. Mér finnst að þann uppgang hefði þurft að nýta mun betur. Mjög fá frumkvæðismál hafa komið frá ríkisstjórninni. Skuldaniðurfellingin fannst mér arfaslæm því þar var verið að henda peningum í stað þess að byggja upp til framtíðar. Það hefði þurft að halda áfram við stjórnarskrárvinnuna sem nú er í mýflugumynd. Ég ætla samt ekki að gefa upp vonina. Það þarf að breyta miklu í stjórnskipan landsins. Ýmis uppbyggingarverkefni voru komin í startholurnar, eins og sóknar áætlun landshluta, fjárfestingaráætlunin sem við í BF höfðum frumkvæði að, og uppbygging græna hagkerfisins. Þetta eru allt hlutir sem við vær­ um núna að sjá ríkulegan afrakstur af, hefði ekki verið hætt við þá. Það er ein fjöður í hatti þessarar ríkis­ stjórnar, sem eru frumvörpin um afnám hafta. Þar stóð Bjarni Bene­ diktsson sig vel, og starfsmenn ráðu­ neytisins og Seðlabankans. Ég held að innra ósætti í ríkisstjórninni hafi gert að verkum að því verki seinkaði. Þetta var sú leið sem flestir voru að kalla eftir fyrir löngu síðan. Höftin hafa ekki verið afnumin með þessu, þótt skref hafi verið stigin. Við þurf­ um að ræða hvaða gjaldmiðill hent­ ar þjóðinni best. Það er ekki verið að gera það. Mér finnst þetta vera ríkisstjórn glataðra tækifæra.“ Fjölskyldan gríðarlega mikilvæg Stjórnmálamenn kvarta undan því að þeir hafi lítinn tíma fyrir fjöl- skylduna, hvernig er með þig? „Mér tekst ágætlega að samnýta stjórnmálastarfið og fjölskyldulífið. Ef einhver stingur upp á fundi á sunnudegi þá tek ég fálega í það. Set upp svip. Mér finnst að fólk eigi að fá að vera í friði á sunnudögum. Ég held að samfélagsmiðlar hafi líka breytt þessu, maður er í tengslum við fólk á svo margan annan hátt en endilega að sitja fundi fram á kvöld eða um helgar. Fjölskyldan er svo gríðarlega mikil væg og ég held að það hafi verið hryggð fyrir marga sem stóðu í þessu pólitíska stússi í gamla daga að missa af uppeldi barna sinna.“ Guðmundur er kvæntur Alexíu Björgu Jóhannesdóttur leikkonu og saman eiga þau soninn Jóhannes Hermann sem er sex ára. Guðmundur á dóttur frá fyrra sambandi, Eddu Liv, ellefu ára. „Jói er byrjaður að lesa og er mjög spenntur fyrir því að byrja í Melaskólanum. Edda mín býr í næstu götu við okkur og er viku hjá mömmu sinni og viku hjá okkur.“ Sú tilhögun leiðir talið að málum sem Guðmundur hefur barist fyrir á þingi og varða réttindamál barna og for­ eldra þeirra eftir skilnað. „Það sem maður reynir á eigin skinni hefur oft þau áhrif að maður beitir sér í þeim málum,“ segir hann. „Ég sá mjög greinilega að aðstöðu­ munurinn milli þeirra sem teljast umgengnisforeldrar og lögheimilis­ foreldrar er bjánalegur. Allir laga­ bálkar eru skrifaðir eins og börn búi bara á einum stað meðan stað­ reyndin er sú að þegar svona er kom­ ið þá fara þau á milli heimila. Það er miklu meira um það nú en áður að foreldrar reyni að ala upp börnin sín saman eftir skilnað og þá verður lög­ gjafinn að búa til umgjörð. Frumvarp um umgengnis­ foreldra og tvöfalt lögheimili barna er að verða að veruleika eftir þings­ ályktunartillögu sem ég lagði fram. Það er fáránlegt að umgengnisfor­ eldri sé ekki skráð foreldri. Í því felst líka gömul kynjapólitík því yfir leitt eru það karlarnir sem eru umgengnisforeldrið. Kerfið er að segja þeim að eftir skilnað séu þeir ekki lengur foreldri, sem er ótrú­ leg vitleysa. Ég hef líka barist fyrir því að dómarar fengju heimild til að dæma sameigin lega forsjá í skilnaðarmálum, sem ég held að hafi mikla þýðingu í lífi þeirra sem standa í þannig málum, einkum barnanna.“ Áður en Guðmundur sneri sér að stjórnmálum lék hann í hljóm­ sveitum. Tónlistin er ekki eina listgreinin sem hann hefur sinnt, því hann hefur skrifað skáld­ sögu og barnabók. Smíðar eru svo nýjasta áhugamál hans. „Ég hef mjög gaman af því að búa hluti til. Á undanförnum árum hef ég tekið upp á að smíða og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Mér finnst þetta feiki­ skemmtilegt. Þessa dagana erum við að gera upp hús í Vesturbæn­ um, byggja kvist og svalir, klæða með timbri og skipta um glugga, svo eitthvað sé nefnt. Yfir leitt sem ég við iðnaðar menn um að ég vinni með þeim og ég smíða líka mikið sjálfur með tengdapabba og mág­ um mínum og vinum. Ég hef líka verið að smíða hús uppi í sveit með fjölskyldunni.“ Margar hugmyndir að bókum Árið 2003 kom út skáldsaga Guð­ mundar, Áhrif mín á mannkyns­ söguna. „Hún fékk skelfilega dóma,“ segir hann. „En ég var nokk­ uð ánægður með hana og ég hitti stundum fólk sem fannst hún góð.“ Hann á aðra óbirta skáldsögu í handriti. „Það er langt síðan ég skrif­ aði hana. Hún heitir 2004 og gerist á þeim tímapunkti þegar ruglið var að byrja og fjallar um fólk í rugli. Ég les hana stundum og hugsa: Já, hún er ágæt! En svo hugsa ég líka: Æ, ég er ekki alveg viss. Ég skrifaði líka eina barnabók, Svínið Pétur. Ég les hana stundum fyrir krakkana. Mig langar til að semja aðra sem heitir Svínið Pétur fer í kapp. Þar skora hin dýrin á Pétur í kapp í kringum Ísland og öll dýrin búa til gildrur og lenda hvert í gildrum annars, nema svínið Pétur sem er algjör hippi, á einum sandala og með gítar. Hann vinnur með því að halda sínu striki og vera ekki með nein bellibrögð. Ég er með margar hugmyndir í kollinum að bókum og skáldsögum sem mig langar til að skrifa ein­ hvern tímann. Þar á meðal er bók um stjórnmálin og hvernig þau blasa við mér. Bók sem yrði lík­ lega að hluta til sjálfsævisöguleg og heimspekileg. En svo langar mig líka til að skapa meiri tónlist. Ég sé fyrir mér að verða gamall dimm­ raddaður skeggjaður karl með gítar einhvern tímann og syngja róleg lög um lífið, dauðann, kærleikann og ástina.“ n „Það er töluverður munur á kúltúr hjá okkur og Samfylkingunni og Vinstri grænum og við nálgumst hlutina öðru- vísi. Ég er ekki tilbúinn að stíga inn í þeirra kúltúr. Listamaðurinn Hann hyggst skrifa fleiri bækur og gera meira í tónlist. Mynd ÞorMar Vignir Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.