Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 74

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 74
Helgarblað 25.–27. júlí 201530 Sport 10 bestu kaupin það sem af er sumri Sumarglugginn í enska boltanum er sá stærsti á hverju ári. Tvö af vinsæl- ustu liðunum hjá íslensk- um knattspyrnuáhuga- mönnum, Manchester United og Liverpool, hafa verið liða dug- legust á markaðnum það sem af er sumri. En deildin hefst eftir aðeins 15 daga. Hér eru tíu bestu kaup sumarsins. Hjörvars Hafliðasonar Hápressa 1 Raheem Sterling Til Man City Frá Liverpool Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, stóð frammi fyrir því verkefni eftir síðustu leiktíð að þurfa að yngja leikmannahóp sinn. Hann gekk strax í verkið og sótti efnilegasta leikmann Englands, Raheem Sterling. Ótrúlegt en satt þá er Sterling aðeins tvítugur en fáir drengir í Evrópu hafa hans reynslu af toppfótbolta. Á síðustu leiktíð var hann besti leikmaður Liverpool, spilaði 52 leiki og skoraði 11 mörk. Sterling er fljótur og með mun með meiri leikskilning en hann fær stundum hrós fyrir. Afar fjölhæfur leikmaður sem á síðustu leiktíð lék sex mismunandi stöður fyrir Liverpool. SAS-samstarfið (Silva–Aguero–Sterling) verður eitt það mest spennandi á leiktíðinni. 2 Memphis Depay Til Man Utd frá PSV Memphis er svo hæfileikaríkur að það er fáránlegt. Hann hefur til að bera til þess að verða ofurofurstjarna. Mögnuð blanda af hraða, sprengikrafti, styrk og tækni gerir Memphis að martröð varnarmanna. Getur leikið út á væng, í holunni og frammi. En þrátt fyrir alla hæfileika hans gæti allt far- ið á versta veg. Memphis vill gera hlutina á sinn hátt. Hann er sagður óhlýðinn og erfiður oft og tíðum í samskiptum. 5 Yohan Cabaye Til Crystal Palace frá PSG Það segir mikið um Allan Pardew að honum tókst að sann- færa Yohan Cabaye um að koma til sín í höfuðborgina og ganga til liðs við Crystal Palace. Cabaye líkar mjög vel að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann er frábær skotmaður, tekur góð föst leikatriði og á eftir að styrkja Pardew og félaga heilmikið á næstu leiktíð. 8 Gerard Deulofeu Til Everton frá Barcelona Leikmaður sem stuðningsmenn Everton muna vel eftir frá leiktíðinni 2013/2014 þar sem litli kantmaðurinn heillaði áhorf- endur á Goodison Park upp úr skónum. Hann getur búið til eitthvað úr engu með hraða sínum og ótrúlegri tækni. Nú er hann alfarið kominn til Everton en á þar síðustu leiktíð var hann lánsmaður. 9 James Milner Til Liverpool frá Man City Enski landsliðsmaðurinn maður hélt sig í nágrenni við Mersey-ána og er mættur til Liverpool. Kosti Milners þekkja flestir knattspyrnuáhugamenn. Hann er mjög stöðugur miðjumaður, sjaldnast frábær og nánast aldrei lélegur. Hann vill spila meira á miðri miðjunni og við gætum séð hann og Jordan Henderson mynda öflugt par þar. 3 Petr Cech Til Arsenal frá Chelsea Loksins, loksins er Arsenal komið með alvöru markmann. Einn slíkan hefur Arsenal ekki átt síðan leiktíðina 2005/2006 sem var síðasta góða leiktíð Jens Lehmann. Vissulega eru 11 milljónir punda fyrir 33 ára leikmann galin upphæð en ef allt er eðlilegt á Cech fimm góðar leiktíðir eftir. Manchester United keypti Edwin van der Saar 35 ára og það gekk ágætlega. Það er óþarfi að nefna kosti Cech, þá þekkja allir. 4 Christian Benteke Til Liverpool frá Aston Villa Þarna sótti Liver-pool skrímslið í framlínuna sem liðið þurfti. Óhemju líkamlega hraustur, frábær í loft- inu og mikill markaskorari. Að hafa leikið síðustu þrjár leiktíðir með Aston Villa en ná samt að vera með tölfræðina mark í öðrum hvorum leik er magnað því Aston Villa hefur spilað stífan varnarleik á undanförnum árum. Eina spurningarmerkið er heilsa kappans. Hann sleit hásin í fyrra sem þýddi að hann missti af HM og var nokkuð lengi að komast í sinn gír. 6 Bastian Schweinsteiger Til Man Utd frá Bayern München Einn besti miðjumaður heims undan- farinn áratug. Fæddur sigurvegari sem unnið hefur nánast allt sem hægt er að vinna í fótboltanum. Besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum gegn Argentínu í Ríó í fyrra. Schweini, sem er orðinn þrítugur, er góður sendingamaður og góður skotmaður. En auk þess er hann harðhaus á miðjunni með mikinn leikskilning og er hann mjög leikreyndur (111 landsleikir fyrir Þýskaland). 7 Toby Alderweireld Til Tottenham frá A. Madrid Þvílík kaup hjá Daniel Levy og Tottenham. Toby er öflugur varnarmaður eins og við sáum hjá Southamton á síðustu leiktíð. Belginn er góður miðvörður en getur einnig leikið á miðjunni. Hann hefur einmitt rétta hrokann til að spila hjá liði eins og Tottenham. 10 Georginio Wijnaldum Til Newcastle frá PSV Steve McClaren knattspyrnustjóri fékk Mike Ashley, eiganda Newcastle, heldur betur til að rífa fram budduna þegar hann gerði sín fyrstu kaup sumarsins í fyrirliða PSV, Georginio Wijnaldum (14,6 milljónir punda). Miðjumaðurinn var lykilmaður á miðjunni í meistaraliði PSV. Mjög sóknarsinnaður með góðan hægri fót. „Loksins, loksins er Arsenal komið með alvöru markmann Sandur sem mótast eins og leir og þornar aldrei upp. Skilur ekkert eftir sig og er auðvelt að þrífa upp. Magic Sand Heitasta æðið í heiminum í dag ! Skapandi og skemmtilegt, örvar skynjunarfærni allra. nÚ Á ÍSLandi Fæst í Fjarðarkaupum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.