Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 80
36 Menning Helgarblað 25.–27. júlí 2015 loksins á Íslandi! Verslun og Viðgerðir Hjól aspret tur ︱ Dal sHr aun 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s ími: 565 2292 ︱ w w w.Hjol aspret tur. is Fjármagn og einsleitni Viðmælendur DV virðast þó sammála um að hætturnar séu fyrir hendi. Sum- ir kalla eftir takmörkunum á fjölda gistirýma í miðborginni en aðrir telja að vandann sé mun djúpstæðari. Fjár- festar og fjarfestingafyrirtæki sem vilja skila sem mestum hagnaði, en upp- lifa sig ekki ábyrg gagnvart nærum- hverfinu, munu ávallt reyna að há- marka gróða af hverjum fermetra sem þeir eignast og í dag virðist arðbærasta fjárfestingin til skamms tíma vera hót- elbygging. „Ástæðan fyrir því að fólk er svo slegið núna er að það er ekki bara einn tónleikastaður (eins og þegar NASA eða Faktorý fór) sem gæti horfið held- ur fimm mismunandi staðir. Að missa svo marga tónleikastaði í einu yrði mikið högg fyrir íslensku tónlistarsen- una, bæði til skamms og miðlungs- langs tíma. Þannig skellur raun- veruleiki nýfrjálshyggjukapítalismans loksins á íslensku tónlistarfólki á hátt sem það virkilega skilur,“ segir Bob. „Kapítalið á í ástarhaturssambandi við einsleitnina þannig að á meðan alltaf er eðlilegast að reisa frekar hótel eða lundabúðir getur auðvitað ekki allt verið þannig. Bæir deyja ef þeir eru ekkert annað en túristaiðnaðurinn. Þetta veit kapítalið líka þannig að það vill hafa flippaða tónleikastaði og bari í bland. Áskorunin hlýtur að láta þetta tvennt vinna saman og þannig að menningin verði ekki tilbúningur eða uppfærsla á sjálfri sér (eins og grímu- ball í Feneyjum eða pönk í Camden) heldur eitthvað sem fólk þarf að gera og vill segja,“ segir Njörður. Kannski er óhjákvæmilegt að ferðamannaiðnaðurinn hafi aðrar og lúmskari afleiðingar á íslenska tón- listarsenu en að eyða tónleikarýmum borgarinnar bókstaflega út af kortinu – að móta sköpunina og fagurfræðina. Hostelvæðing grasrótarinnar Á undanförnum árum hefur það færst í aukana að gistiheimili bjóði upp á lífleg tónleikarými: KEX Hostel, Loft Hostel og nú síðast Hlemmur Square hafa öll verið öflug í viðburðaskipulagningu og tónleika- haldi. En hvaða áhrif hefur það þegar senan er í auknum mæli bundin af þörfum ferðamanna, hefur það áhrif á hvaða tónlist fær að heyrast og enn frekar hvernig listamenn nálgast list- sköpun sína? „Það er gott að það sé líf og það séu staðir sem taki við af þeim sem loki, en þetta má aldrei vera eina svarið við þörfinni. Allir þessir staðir eru bara í bisness. Þó að Loft Hostel haldi tón- leika þegar hentar, kvarta þeir líka yfir hávaða í Gamla bíói – það er ekki bara 101 Hótel,“ segir Grímur. Arnar Eggert segist ekki hafa miklar áhyggjur af óæskilegum af- leiðingum hosteltónleika: „Það er jú hætta á að menn freistist til að leyfa erlendum tónlistaráhugamönnum að heyra það sem þeir telja að þeir vilji heyra. Henda í eitt og eitt Sigur Rósar-riff til að gleðja álfaáhuga- mennina. Ég hef hins vegar ekki orðið var við þetta, en það er hætta á þessu, teorískt séð.“ Made in Iceland En meðvitund hljómsveita um er- lendu áhorfendurna á gistiheim- ilunum er kannski bara smækkuð mynd af nýtilkominni meðvitund ís- lenskra tónlistarmanna um augna- ráð umheimsins. Á undanförnum árum, og sérstaklega í kjölfar hruns- ins, hefur átt sér stað bylting í kynn- ingu á Íslandi og íslenskri menn- ingu. Ólíkt því þegar Reykjavík var „grautfúll staður“ og „subbulegt skítapleis“ er möguleikinn á frægð og frama erlendis raunverulegur fyrir ís- lenskar hljómsveitir í dag. Enn frem- ur vegna ímyndar landsins er sú stað- reynd að þær séu íslenskar talið þeim til framdráttar – það er því hvati fyrir þær til að gera það augljóst að þær séu héðan. Það gæti því verið freist- andi að gangast upp í þeirri ímynd sem hefur verið sköpuð af landinu. „Ég held að það sé eðlilegt að menn geti freistast til að þjónkast það sem búist er við: eins og skoskar sveitir sem draga upp kiltin sín, sekkjapípurnar og ýkja jafnvel hreim- inn af því að það selur frekar en hitt. Mér vitandi hefur þetta ekki verið mælt út og ég get ekki nefnt einhverja augljósa „álfar og hraun“ hljómsveit í fljótu bragði. En þegar útlendir að- ilar, áhugamenn um tónlist, fræði- menn og almenningur hamast á því að íslensk tónlist sé undir áhrifum af náttúrunni fara sumir á endan- um að trúa því. Þetta er hálfgerð stimplunar kenning. Ef einhver segir þér að þú sért þetta eða hitt nógu oft ferðu að trúa því,“ segir Arnar Eggert. „Það hefur í raun tekist svo vel til við að kynna landið að ef landið er nefnt á nafn kallar það strax upp sterka hugmynd eða narratífu í hug- um fólks. Of Monsters and Men hefur til dæmis ekki verið að gangast sjálf upp í því að vera „íslensk“ á sama hátt og Björk og Sykurmolarnir gerðu á sínum tíma, en málið er að þau þurfa þess ekki – það er nú þegar stór ríkisrekin markaðsvél sem gerir það fyrir þau,“ segir Bob. n „Þegar útlendir aðilar, áhugamenn um tónlist, fræðimenn og almenningur hamast á því að íslensk tónlist sé undir áhrifum af náttúr- unni fara sumir á endan- um að trúa því. Arnar Eggert Thoroddsen Hostelvæðing tónleikanna KEX-Hostel hefur verið gríðarlega öflugt í tónleikahaldi á undanförnum árum Mynd SIgTryggur ArI Stóra planið Harpa og hótelaklasi munu ekki halda uppi frjórri og kraftmikilli grasrót- arsenu. Mynd rEykjAvíkurborg Auðugt tónlistar líf Grasrótin þrífst oftar en ekki á litlum og óform- legum vettvangi. SAMSETT Mynd Nesbø á tvær bækur af fimm Tilnefningar fyrir bestu þýddu glæpasöguna N ú liggja fyrir tilnefningar til Ísnálarinnar (The IcePick) 2015 en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpa- söguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Til- nefningar eru kynntar á afmælisdegi Raymonds Chandler, 23. júlí, en hann er höfundur einnar af þekktu- stu glæpasögum allra tíma þar sem sem ísnál er notuð sem morðvopn. Athygli vekur að af þeim fimm bókum sem tilnefnd- ar eru tvær eftir Jo Nesbø. í ár eru tilnefnd þessi verk: n Afturgangan (Gjenferd) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. (Útg. JPV útgáfa) n Alex (Alex) eftir Pierre Lemaitre í þýðingu Friðriks Rafnssonar. (Útg. JPV útgáfa) n Blóð í snjónum (Blod på snø) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnars- sonar. (Útg. JPV útgáfa) n Konan í lestinni (The Girl on the Train) eftir Paulu Hawkins í þýðingu Bjarna Jónssonar. (Útg. Bjartur) n Syndlaus (I grunden utan skuld) eftir Vivecu Sten í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. (Útg. Ugla) Þetta er annað árið sem verðlaunin verða veitt en að þeim standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka. Dómnefnd skipuðu Katrín Jakobs dóttir, Kolbrún Bergþórsdótt- ir, Magnea J. Matthíasdóttir, Quentin Bates og Ragnar Jónasson. Tilkynnt verður um sigurvegara í haust. n jo nesbø Norski glæpasagna- höfundurinn nýtur gríðarlegrar vel- gengni. Mynd nIklAS lEllo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.