Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Tafir á gjaldeyrisútboði kunna að reynast dýrkeyptar n Eigendur aflandskróna telja sterka stöðu þjóðarbúsins ekki réttlæta miklar afskriftir V æntingar stærstu aflands­ krónueigenda um þau af­ föll sem þeir munu þurfa að taka á sig í fyrirhuguðu gjaldeyrisútboði Seðla­ banka Íslands hafa tekið talsverðum breytingum síðustu mánuði sam tímis bættri stöðu þjóðarbúsins og mikl­ um gjaldeyriskaupum Seðlabank­ ans. Samkvæmt heimildum DV meta þeir stöðuna þannig að eðlilegt sé að sætta sig við aðeins 10% afskriftir á krónueignir sínar en í samtölum við fulltrúa stjórnvalda fyrir um tveimur mánuðum nefndu þeir töluna 20%. Þær hugmyndir eru hins vegar í engu samræmi við upplegg stjórn­ valda. Samkvæmt heimildum DV hefur verið horft til þess að eigend­ ur slíkra krónueigna – innlán og ríkis bréf í eigu erlendra aðila að fjárhæð um 290 milljarðar – taki á sig að lágmarki 35–40% afföll þegar þeim mun meðal annars bjóðast að skipta þeim yfir í erlendan gjald­ eyri og losna þannig undan höft­ um. Upphaflega var gert ráð fyrir því þegar heildstæð áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt í byrjun júní síðastliðnum að gjaldeyrisút­ boð fyrir aflandskrónueigendur færi fram fljótlega í október. Sú tímasetn­ ing stóðst ekki. Már Guðmunds­ son seðlabankastjóri og Bjarni Benedikts son fjármálaráðherra hafa sagt að þeir vænti þess núna að út­ boðið verði haldið í janúar á kom­ andi ári. Fór á borð Seðlabankans í apríl Málið hefur verið á borði Seðla­ bankans allt frá því í apríl á þessu ári þegar bankinn fór fram á að taka það yfir af framkvæmdahópi stjórnvalda um losun hafta, samkvæmt heim­ ildum DV. Á þeim tímapunkti var búið að ljúka við helsta undirbún­ ing, meðal annars flókna forritun­ arvinnu, svo hægt yrði í kjölfarið að hrinda í framkvæmd útboðinu. Inn­ an Seðlabankans er starfræktur sér­ stakur hópur sem á að vinna að mál­ inu í samstarfi við Paul Klemperer, prófessor við Oxford­háskóla og einn fremsta sérfræðing heims í hönnun útboða, og breska hagrannsóknar­ fyrirtækið Dot.Econ. Þeir sem skipa hópinn eru þeir Sturla Pálsson, fram­ kvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar, Freyr Hermannsson, forstöðumaður sama sviðs, og Björg­ vin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins. Átti hópurinn að skila af sér skýrslu um framvindu málsins í þessari viku. Í samræmi við tímalínu stjórn­ valda í sumar var gert ráð fyrir því að skynsamlegast væri að útboðið fyrir aflandskrónueigendur færi fram áður en niðurstaða fengist í uppgjöri gömlu bankanna – hvort sem það yrði á grundvelli stöðugleikafram­ lags eða stöðugleikaskatts. Þær tafir sem hafa orðið á málinu, að sögn þeirra sem þekkja vel til máls­ ins og hafa átt í samskiptum við aflandskrónueigendur, kunna að reynast dýrkeyptar fyrir þjóðarbúið. Vegna ört batnandi stöðu þjóðarbús­ ins – Seðlabankinn hefur til dæmis getað styrkt óskuldsettan forða sinn um 150 milljarða frá því í júní – eru stærstu eigendur aflandskróna sagð­ ir tregari í taumi en áður að selja krónueignir sínar í skiptum fyrir evr­ ur á gengi sem væri umtalsvert lægra en hið skráða gengi Seðlabankans. Slík niðurstaða gæti þýtt að Seðla­ bankinn þyrfti að selja meira úr forðanum en ella samhliða því að aflandskrónueigendur bjóða í gjald­ eyri í skiptum fyrir krónur eða þeir kjósi í ríkara mæli að festa fé sitt hér á landi með því að taka við skulda­ bréfi til langs tíma. Selt úr gjaldeyrisforðanum Fram kom í kynningu á haftaáætlun stjórnvalda í júní að aflandskrónu­ vandinn yrði leystur með svonefndu fjölvalsútboði þar sem eigendur slíkra krónueigna gætu valið á milli ólíkra valkosta. Annars vegar yrði haldið gjaldeyrisuppboð þar sem aflandskrónueigendur myndu greiða „verulegt álag“ fyrir útgöngu úr höftum. Hins vegar útgáfu ríkis­ skuldabréfs í krónum til 20 ára sem samræmist greiðslujöfnuði þjóðar­ búsins og útgöngugjaldi fyrstu 7 árin eða skuldabréfi til meðallangs tíma í evrum. Þeir aflandskrónueigend­ ur sem fallast ekki á þessi skilyrði stjórnvalda myndu enda með krónu­ eignir sínar á læstum reikningum til langs tíma á engum vöxtum. Vegna mikilla gjaldeyriskaupa Seðlabankans á undanförnum mánuðum og misserum nemur óskuldsettur forði bankans núna tæplega 200 milljörðum. Ómögu­ legt er að leggja mat á það hversu stóran hluta forðans Seðlabankinn mun þurfa að selja þegar gjaldeyris­ útboðið verður haldið. Í greiningu Íslandsbanka í júlí síðastliðnum var á það bent að salan gæti numið um 500 milljónum evra, jafnvirði um 70 milljarðar króna, að því gefnu að þeir aflandskrónueigendur sem eiga innlán – um 115 milljarðar – myndu kaupa gjaldeyri af bankanum á skiptigenginu 200 krónur gagnvart evru. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Sá stærsti keypti á genginu 250 gegn evru Eignarhaldið á aflandskrónum hefur orðið mjög samþjappað síðustu misseri – eigendum slíkra krónueigna er heimilt að selja þær öðrum erlendum aðilum – og stór meirihluti þeirra er í eigu aðeins tíu fagfjárfesta. Samkvæmt heimildum DV á stærsti einstaki eigandinn um fimmtung af aflandskrónustabbanum og keypti hann þær krónur á aflandsgenginu um 250 gagnvart evru. Ef aflandskrónueigendur verða látnir greiða um 40% álag fyrir útgöngu úr höftum, sem myndi þýða skiptigengi upp á 200 krónur gagnvart evru, er því ljóst að sá sjóður – DV hefur ekki upplýsingar um nafn hans – myndi engu að síður hagnast umtalsvert á fjárfestingu sinni. Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles er í hópi allra stærstu eigenda aflandskróna og í lok septem- ber áttu sjóðir í stýringu þess íslensk ríkisskuldabréf fyrir um 30 milljarða að nafnvirði. Fyrirtækið er einnig talið eiga aflandskrónur í formi innlána. Í bókum skuldabréfasjóða Loomis, eins og upplýst var um í DV í ágúst síðastliðnum, er mark- aðsverðmæti krónueigna þeirra nokkuð lægra en nafnverð þeirra segir til um. Þannig er núverandi markaðsverðmæti eigna sjóðanna á íslenskum ríkisskulda- bréfum talið vera um 163 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 22 milljarðar króna. Sjóðir Loomis gera því ráð fyrir því að þeir þyrftu að taka á sig talsverð afföll ef þeir vilja koma krónum sínum úr landi fyrir gjaldeyri. Þrátt fyrir höft þá var eigendum aflandskróna lengst af heimilt að fjár- festa í ýmsum verðbréfum – þær heimildir voru afnumdar í mars á þessu ári – og þá hefur verið flutt úr landi yfir 70 milljarða vegna vaxtagreiðslna til aflandskrónu- eigenda. Beðið eftir Seðlabankanum Núna er gert ráð fyrir að gjaldeyrisútboð fyrir aflandskrónueigendur fari fram í janúar. Mynd Sigtryggur Ari Aflandskrónuvandinn innlán 115 milljarðar ríkisbréf 175 milljarðar Þrír valkostir Læstir reikningar til langs tíma án vaxta fyrir þá sem ekki hlíta skilyrð- um stjórnvalda. ríkisskuldabréf í krónum eða evrum til langs tíma og útgöngu- gjaldi fyrstu sjö árin. greiða verulegt álag fyrir að selja krónur í skiptum fyrir gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.