Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 8
Helgarblað 6.–9. nóvember 20158 Fréttir
Þrjár milljónir fyrir ferð
á loftlagsráðstefnu
n Tólf manns frá Reykjavíkurborg verða í París n Borgarfulltrúi segir forgangsröðunar þörf
R
eykjavíkurborg mun senda
tólf manna hóp til að sækja
loftslagsráðstefnu sem
haldin verður í París í byrj-
un desember. Kostnaðurinn
við að senda hópinn nemur þremur
milljónum króna og hefur ákvörðun-
in um að senda svo fjölmennan hóp
verið harðlega gagnrýnd, meðal
annars á samfélagsmiðlum.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn, sem verður í föru-
neytinu, ber því við, í samtali við Eyj-
una, að hafa ekki vitað hversu illa
borgin stæði fjárhagslega. Þó hef-
ur flokkurinn undanfarið gagnrýnt
reksturinn harðlega. Hann segir að
hann hefði ekki farið ef hann hefði
vitað hve illa borgin stæði. Mánuður
er síðan hann samþykkti að fara með
til Parísar.
Allir oddvitarnir fara
Í frétt Eyjunnar um málið segir að
ráðstefnan sé haldin 2. til 6. desem-
ber næstkomandi og munu allir odd-
vitar borgarstjórnarflokkanna sækja
hana. Samkvæmt þeirri frétt er áætl-
aður kostnaður vegna ferðarinnar
rúmar þrjár milljónir króna, eða um
260 þúsund á hvern einstakling í
sendinefndinni.
Bregðast við
loftslagsbreytingum
Þau hjá borginni segja að tilgangur
ferðarinnar sé að taka þátt í loftslags-
ráðstefnunni, en þar eigi að reyna
að samræma vinnubrögð og við-
brögð til að bregðast við loftslags-
breytingum af mannavöldum. „Þar
gegni borgir lykilhlutverki í að draga
úr mengun og losun gróðurhúsaloft-
tegunda.“
Fram kemur að samkvæmt heim-
ildum Eyjunnar hafa verið sett
spurningarmerki innan borgarkerf-
isins við kostnaðinn og hvort að þörf
sé á að svo stór hópur sæki ráðstefn-
una á vegum borgarinnar. Á meðal
þeirra sem gagnrýnt hafa kostnaðinn
á samfélagsmiðlum er Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, en hann birti færslu um málið
á Facebook-síðu sinni.
Þar segir Hannes meðal að kostn-
aðurinn við að senda hópinn til Par-
ísar ætti að vera rúmlega helmingi
lægri eða um eina og hálfa milljón
króna. Hannes spyr: „Hvar eru allir
vandlætararnir?“ Við færslu Hann-
esar hafa svo birst athugasemdir þar
sem málið er rætt enn frekar. Þar er
meðal annars minnst á að Hannes
hafi gleymt að reikna út dagpeninga
fyrir þá sem eru í sendinefndinni.
Þörf á að elta jólatré?
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem
fer í ferðina. Hann segir við Eyjuna
að hann hafi sagt já við því að fara
því um væri að ræða mjög mikilvægt
málefni. „En ég hefði væntanlega
hugsað mig um aftur hefði mig grun-
að það hvaða niðurstaða væri að fara
að birtast úr rekstri borgarinnar.“
Sjálfstæðismenn hafa haldið uppi
harðri gagnrýni á meirihlutann í
borginni fyrir óstjórn í fjármálum.
Halldór segir að það orki tvímælis
hve stór hópur fari út. Of seint sé þó
að hætta við nú. Á næsta ári þurfi
að taka hraustlega til í þessum mál-
um og forgangsraða. „Þurfum við
til dæmis að elta jólatré út um allt?
Þurfum við að ná í jólatré til Noregs,
eins og borgarstjóri er nú að gera?
Þurfum við að fylgja jólatré sem við
sendum út til Færeyja? Við þurfum
að fara í gegnum þetta.“ n
Sendinefnd
borgarinnar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Sóley
Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S.
Björn Blöndal, oddviti Bjartrar fram
tíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti
Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna
Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi
oddviti Framsóknar og flugvallarvina.
Auk borgarfulltrúanna sex fara einnig
þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar og Hildur Sverris
dóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis
flokksins, út á vegum umhverfis og
skipulagsráðs borgarinnar.
Einnig fara þau Ellý Katrín Guð
mundsdóttir, borgarritari, Ólöf
Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis og
skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir,
sérfræðingur í loftslagsmálum og Pétur
Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.
„En ég hefði vænt-
anlega hugsað
mig um aftur hefði mig
grunað það hvaða niður-
staða væri að fara að
birtast úr rekstri borgar-
innar.
Baldur Guðmundsson
Johann Skúli Björnsson
baldur@dv.is / johannskuli@dv.is
Dagur B. Eggertsson. Hann mun fara
ásamt ellefu öðrum til Parísar í byrjun
desember. MynD SiGtryGGur Ari