Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Mig langaði til að gera eitthvað Friðgeir Bergsteinsson býður upp landsliðstreyju fyrir veika vinkonu. – DV Þ að er halli á Ríkisútvarpinu. Hann er tvíþættur. Það er fjárhagshalli á RÚV þar sem stjórnendum hefur ekki tekist að halda sig innan þeirra fjárheimilda sem löggjafinn hefur skammtað þeim. Skammtað af fjár- munum þjóðarinnar – enda á RÚV að vera okkar allra. Svo er það efnislegur halli. Það eru ekki bara sumir og einhverjir stjórnmálamenn sem taka eftir því. RÚV er vinstrisinnað í fréttaflutn- ingi og margvíslegum efnistökum. Það verður ekki bætt með því að gera RÚV hægrisinnað. RÚV á ekki að vera -sinnað. Ríkisútvarpið á að greina mál og gera þeim skil á hlut- lausan hátt. Það er ekki í boði að þessi risavaxni ríkisfjölmiðill skýli sér á bak við að þetta sé eitthvert kvabb í stjórnmálamönnum. Þetta sjá allir. Það gengur ekki að skuggarit- stjórar, utan stofnunarinnar, hafi þar áhrif. Það þarf vandaðan og sanngjarnan fréttaflutning hjá þessari stofnun sem við gerum meiri kröfur til en frjálsra fjölmiðla, að þessu leyti. RÚV þarf að taka sig saman í andlitinu og hætta í stjórn- málum og sinna sínu lögskipaða hlutverki. RÚV er ekki í stjórnarand- stöðu og því síður í stjórn. Einfald- lega ekki í stjórnmálum. Starfsfólk RÚV hefur gert sig bert að vanhæfi í umfjöllun sinni um skýrsluna sem kennd er við Eyþór Arnalds. Tilfinningar hafa ítrekað hlaupið með RÚV-ara í gönur. Það er ekki boðlegt. Það á að ræða stöðu RÚV, eins og stöðu Þjóðkirkjunnar og Landspítalans og það án innan- búðartilfinninga og einhvers konar nauðvarnar starfsfólks. Það skýtur skökku við að starfs- menn RÚV biðji um frið – einhvers konar næði – þegar þessi umræða er í gangi. Er ekki útvarpsstjóri ný- búinn að fara um landið og bjóða upp á samtal við RÚV? Eigum við bara að borga afnota- gjöldin sem enginn kemst hjá og halda svo kjafti þegar RÚV ákveður það? Nei. Það þarf að rétta RÚV af. Hlutleysi og ráðdeild eru lykilorðin. Það vita allir að Eyþór Arnalds er í Sjálfstæðisflokknum. En hann hefur líka mikla reynslu af stjórn- sýslu. En það er sýsla sem hefur orðið út undan hjá RÚV. Það er tímabært að RÚV rísi und- ir þeirri miklu ábyrgð sem stofnun- inni er falin. Við gerum kröfur til RÚV. Þær eru miklar og meiri en við gerum til annarra fjölmiðla. Er ekki kominn tími til að horfa inn á við og reyna að standa undir þeim kröf- um. Þolinmæðin er á þrotum hjá okkur afnotagjöldum RÚV. n Hallinn á RÚVHæpin útskýringReykjavíkurborg hyggst senda 12 manns á loftslagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í desember. Þykir mörgum vel í lagt, meðal annars Halldóri Halldórssyni, odd- vita Sjálfstæðis- flokksins, sem þó verður með í för. Sagðist Halldór hafa verið efins um ferðina og vafalaust hefði hann hugsað sig tvisvar um hefði hann vitað hver fjárhagsstaða borgarinnar var, á þeim tíma þegar hann þáði boð- ið. Þessi útskýring er hæpin því slæm staða borgarsjóðs getur vart talist nýjar fréttir, ekki síst í ljósi stöðu hans sem formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Réttara hefði verið af Halldóri að viðurkenna að hann, eins og aðra borgarfulltrúa, langaði til Parísar. Samfélagsbanki „skelfileg hugmynd“ Hugmynd Frosta Sigurjónssonar um að Landsbankinn verði rekinn sem samfélagsbanki í eigu ríkis- ins fékk ekki góð- ar undirtektir á meðal pallborðs- gesta á árlegum peningamála- fundi Viðskipta- ráðs sem fór fram í gær. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagðist aðspurður telja það „skelfilega hugmynd“ ef ríkið færi að reka banka sem hefði það að markmiði að niðurgreiða lánsfé. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaða hjá Lands- bankanum, tók í svipaðan streng og benti á að hún gæti ekki séð hvernig slíkur samfélagsbanki gæti nokkurn tíma staðist samkeppnis- reglur fjármálamarkaða á grund- velli EES-samningsins. TOYOTA AVENSIS SOL ← Fyrsta skráning 12/2010. Ekinn 87 þús. km. Sjálf- skiptur. Álfelgur. Handfrjáls búnaður. 2ja svæða tölvustýrð miðstöð og fullt af lúxus. Tveir eigendur frá upphafi. Ekki fyrrverandi bílaleigubíll. Minnst ekni og ódýrasti bíllinn á markaðinum í dag. Okkar verð: 2.960.000 KR. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „RÚV þarf að taka sig saman í andlitinu og hætta í stjórnmálum og sinna sínu lögskipaða hlutverki. M argir hafa gagnrýnt mig oft og margsinnis fyrir trú mína á því að leysa megi ákveðin vandamál okkar samfélags hér á norðurhjara með inngöngu í ESB og upptöku evru. Ég kannast reyndar ekki við að hafa nokkurn tímann sagt að evran leysi öll okkar vandamál, frekar en að NEI-samtökin hafa haldið því fram að krónan leysi öll okkar vandamál. Núna eru sjö ár liðin frá því að við Íslendingar sáum að nýju fötin keisarans reyndust vera Evuklæðin ein. Við erum búin að vera dugleg og skera niður 20–25% í ríkisrekstri og lækka kaupmátt um 25–30%. Útflutningur hefur aukist, þökk sé hlýnun jarðar og eldgosinu í Eyja- fjallajökli, en hlýnunin og gosið sendu okkur 150 þúsund tonn af makríl og mörg hundruð þúsund ferðamenn. Krónan hrundi haustið 2008 og innfluttar vörur tvöfölduðust í verði, sem gerði að verkum að við hættum að flytja inn allt nema mat, bensín og lyf (smá ýkjur). Núna er gengið að styrkjast og makríllinn er samt að koma á Íslandsmið og ekk- ert lát á ferðamannastraumnum, nema síður sé. Að gengishrunið hafi komið okkur á beinu og breiðu brautina er hreint út sagt ósatt. Að hausti til árið 2008 vorum við send 20–30 ár til baka hvað lífskjör varðar. Núna – sjö árum síðar – hafa aðstæður breyst mjög svo til hins betra og við viljum endurheimta fyrri lífskjör. Hagstærðir allar segja okkur að við séum rík þjóð. Spurn- ingin er hins vegar – líkt og hjá fyrri kynslóðum – hvernig skuli skipta þessari svokölluðu „þjóðarköku“. Skipting „þjóðarkökunnar“ hefur alla tíð verið umdeild. Fyrir 1.000 árum hirtu höfðingjarnir allt og höfðu þræla til að vinna fyrir sig. Síðan fóru fram samningar og þrælahald var afnumið hér 1894 þegar vistarbandið var aflagt. Þá sem nú hélt höfðingjastéttin því fram að þjóðfélagið myndi leggj- ast á hliðina þegar yfirstéttin missti þræla sína. n Áður en ég sofna … Guðbjörn Guðbjörnsson Af eyjunni „Að gengishrunið hafi komið okkur á beinu og breiðu brautina er hreint út sagt ósatt. Þetta var virki- lega krúttlegt Eva Alexandra fékk sms frá fortíðar-Kára. – DV Börnin ganga fyrir Guðmundur aðalvarðstjóri leitar að týndum börnum. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.