Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 6.–9. nóvember 201538 Menning M enningararfur er einn mikilvægasti þátturinn í mótun sjálfsmyndar hópa og þjóða í nútím­ anum.En þótt það virðist stundum sjálfsagt hvað teljist hluti menningararfs og hvað ekki er það alls ekki svo. Þegar hlutum er stillt upp á þjóðminjasöfnum, þeir teikn­ aðir á frímerki eða teknir upp á heimsminjaskrár er það á forsend­ um ákveðinna sjónarmiða, val til þess bærra einstaklinga sem hafa lært að meta menningarfyrirbrigði frá tilteknum grunni og út frá tiltekn­ um markmiðum. Það hvernig menn­ ingararfurinn er skilgreindur hefur áhrif á hvernig sjálfsmynd einstak­ linga, hópa og þjóða mótast og hefur þar með áhrif á hegðun einstaklinga og hætti. Menningararfur sem stjórntæki er eitt meginviðfangsefna bókarinnar „Menningararfur á Íslandi“ sem ný­ lega kom út í ritstjórn Ólafs Rastrick og Valdimars Tr. Hafstein. Í bókinni spyrja fjórtán höfundar gagnrýninna spurninga um ólík svið og birtingar­ myndir menningararfs á Íslandi, hvernig hann er skilgreindur og hag­ nýttur, af hverju og til hvers. DV ræddi við annan ritstjóra bók­ arinnar, Ólaf Rastrick, lektor í þjóð­ fræði við Háskóla Íslands, sem hefur rannsakað hvernig menntamenn á fyrri hluta tuttugustu aldar skírskot­ uðu til þjóðmenningar og menn­ ingararfs til að hafa áhrif á hegðun og hugsun íslenskra kvenna, meðal annars með þátttöku í samfélagsum­ ræðu um erlenda tískustrauma og líkamlega ásýnd íslenskra kvenna á þriðja áratug síðustu aldar. Menningararfur aldrei óháður hagsmunum „Menningararfur er hápólitískt fyrir­ bæri. Það er einhver sem sér hag sinn í því á einhverjum tímapunkti að skilgreina eitthvað sem menn­ ingararf okkar en þá er um leið eitt­ hvað annað sem er litið framhjá. Menningararfurinn er aldrei óháður hagsmunum eða kringumstæðum á þeim tíma sem hann er skilgreindur. En svo er það önnur hlið sem er að menningararfur er fyrirbæri sem er nátengt nútímanum. Það er eitthvað sem við skilgreinum í nútímanum en fólk á fyrri tímum hefur ekki hugsað um á sama hátt,“ segir Ólafur. Kaflinn sem þú skrifar í bókinni fjallar um deilur um útlit og tísku ís­ lenskra kvenna á þriðja áratugnum. Hvernig tengjast þessar deilur inn í umræður um menningararf? „Eftir að Ísland varð fullvalda árið 1918 fór af stað mikil umræða um hver við værum og stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Í kaflanum er ég annars vegar að skoða umræðu um drengjakollinn á þriðja áratugn­ um – það var tískuyfirlýsing sem fólst í því að konur fóru að klippa hárið stutt – og svo umræðu um andlitsfarða – sem virðist hafa rutt sér til rúms á þessum árum. Það var mjög mikið að gerast í dægur­ menningunni á þessum árum, kvik­ myndir eru orðnar langvinsælasta afþreying ungs fólks og ungt fólk hafði allt í einu svolitla peninga á milli handanna. Góðborgarar lands­ ins höfðu, eins og reyndar á öllum tímum, áhyggjur af því hvert unga fólkið væri að stefna og áhyggjur af þessum nýju „áreitum“ að utan, til dæmis djassinum og kvikmynd­ unum. Ýmsir risu upp gegn þess­ um nýju straumum og fóru að skil­ greina það sem þeir töldu ógna jákvæðum þjóðlegum háttum og með því tóku þeir að skilgreina til­ tekna líkamlega menningararfleifð íslenskra kvenna,“ segir Ólafur. Meiri kröfur til kvenna „Það að íslenskar konur tækju upp á því að fara að mála sig og klippa hár­ ið stutt eins og kvikmyndastjörnur var álitið óþjóðlegt og óeiginlegt ís­ lensku kvenþjóðinni. Menn fóru til dæmis að tína upp dæmi úr forn­ sögunum og kveðskap þar sem talað var um að konur bæru fagra lokka eins og til staðfestingar því að ís­ lenskum konum væri óeiginlegt að skarta drengjakolli. Menn drógu upp þá mynd að íslenskum konum væri það náttúrulegt og eðlilegt að vera með sítt hár og því væru þær ein­ hvern veginn að brjóta þessa hefð, að svíkja menningararfleifð sína og þjóðerni, með því að hlaupa á eftir útlendum tískustraumum sem þess­ um,“ segir hann. „Þarna sjáum við að það er miklu ríkari tilhneiging til þess að gera kröf­ ur til kvenna að hegða sér með til­ teknum hætti og samsama sig þjóð­ erninu í útliti og framkomu. Þetta sést líka í því að við höfum ríka hefð fyrir íslenskum kvenbúningum en litla hefð fyrir þjóðbúningi karla. Þannig er oft litið á konur sem menn­ ingarbera, það er framar öðrum þeirra skylda að bera þjóðmenn­ inguna áfram til komandi kynslóða,“ segir Ólafur. Íslenskar konur fallegri á Íslandi Það mætti því segja að í þessum um­ ræðum samtvinnist hugmyndir um sérstakt eðli kvenna annars vegar og svo sérstakt eðli íslensku þjóðarinnar hins vegar? „Já, á þessum tíma fyrir seinni Þjóðleg rök gegn andlitsfarða og drengjakollum Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „ Menningararfurinn er aldrei óháður hagsmunum eða kringum- stæðum á þeim tíma sem hann er skilgreindur. n Ólafur Rastrick ræðir menningararf á Íslandi n Hugmyndir um menningararf notaðar til að gagnrýna erlend tískuáhrif íslenskra kvenna á þriðja áratugnum Hrollur fyrir unga fólkið Hrollur er bókaflokkur eftir R.L. Stine. Þrjár bækur komu nýlega út í flokknum: Hefnd garð­ dverganna, Sá hlær best sem síðast hlær og Kvikmyndin. Í þeim öllum gerast einkennilegir og hrollvekjandi atburðir. Nýjar bækur Á vit ævintýra Þín eigin goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson er framhald bókar­ innar Þín eigin þjóðsaga. Sögu­ sviðið er heimur norrænu goða­ fræðinnar og ævintýrin eru við hvert fótmál. Landnám Íslands Landnám og landnámsfólk ­ Saga af bæ og blóti er bók eftir dr. Bjarna F. Einars­ son fornleifa­ fræðing. Þar fjallar hann um landnám Ís­ lands, forsendur þess og að­ draganda. Í bókinni eru á fjórða hundrað ljósmyndir, teikningar, uppdrættir og kort. Verðlaunabók um flugur Í flugnagildrunni tekst líf­ fræðingurinn og rithöfundur­ inn Fredrik Sjöberg á við flug­ urnar. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og verðlaunuð í mörgum flokkum. Guð býr í Belgíunni Amma H vers vegna finnst manni stundum eins og heimurinn hafi verið skapaður af dag­ drykkjumanni í Brussel? Þetta er einmitt sú frumspekilega spurning sem hér skal glímt við, og niðurstaðan er vissulega sú að guð reynist vera dagdrykkjumaður í Brussel. Dóttirin kemst að þeirri niður­ stöðu að bókstaflega hver sem er gæti gert þetta betur, og hyggst halda af stað til að breyta heiminum. Áætl­ un hennar felst í því að senda öll­ um dánardægur þeirra í snjallsím­ ana (hvað verður um þá sem ekki eiga slíka?). Þetta breytir vissulega öllu, þegar fólk sér hversu fá ár það á eft­ ir ólifað breytir það um hegðun og öll stríð stoppa. Atburðarásin fer þó ekki langt út fyrir Belgíu, nema þá helst til Íslands þar sem inúítakonur bíða að sjálfsögðu ferðalanga í torfkofum. Í millitíðinni fer telpan að safna nýjum áhangendum, en takmarkar sig við sex postula í þetta sinnið. Hugmyndin er bráðskemmtileg. Það er kannski ekki mikið ris í myndinni, en hún nær að mestu að halda dampi og gerir sér mun meiri mat úr efniviðnum en aðrar nýlegar myndir um almáttugar verur á borð við Absolutely Anything. Myndin er ekki alveg jafn heimspekileg og mað­ ur hefði vonað og Catherine Denevue hefði gjarnan mátt gera meira en verða ástfanginn af górillu. Eigi að síð­ ur er hér tekist á við spurninguna um hvort guð sé bæði almáttugur og al­ góður, og er henni svarað. Og það er meira en margar myndir gera. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Glænýja testa- mentið / Le tout nouveau testament IMDb 7,0 Leikstjórn og handrit: Jaco Van Dormael Aðalhlutverk: Pili Groyne, Benoît Poelvoorde, Catherine Deneuve Sýnd í Bíó Paradís 113 mínútur „Hvers vegna finnst manni stundum eins og heimurinn hafi verið skapaður af dag- drykkjumanni í Brussel? Ástfangin af górillu Stórleikkonan Catherine Denevue leikur eitt aðalhlutverkið í þessari belgísku guðfræðigrínmynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.