Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 19
Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Umræða 19
Gamli GluGGinn úr
nýi GluGGinn í
svo einfalt
er það!
súðarvoGur 3-5, reykjavík
GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is
s: 5666630 / GluGGaGerdin.is
NíNa í Hollywood
gekkst heimsfrægt fólk n Var ekki vel tekið á Íslandi
er táknmynd hins goðsagnakennda
hótels Waldorf Astoria á Manhattan.
Hún vann opinbera keppni um lista-
verk fyrir hótelið þar sem 400 aðrir
listamenn tóku þátt og fjallað var
um hana á forsíðum helstu dagblaða
Bandaríkjanna.
Sambúð í Hollywood
Á Manhattan-árum sínum varð hún
hluti af „gay“-senu bæjarins sem var
einmitt sérlega lífleg á þessum tíma,
til að mynda var hún góðvinkona
einnar kunnustu lesbíu Bandaríkj-
anna á þessum tíma, leikkonunnar,
leikhússtjórans og leikstjórans Evu
Le Galienne, en Nína gerði brjóst-
mynd hennar sem afhjúpuð var
með látum í þrítugsafmæli Evu á
einu stórhótela New York 1929. Nína
gerði brjóstmyndir af fleiri frægum
konum, eins og hinni dáðu en ein-
rænu stórstjörnu Gretu Garbo. Hún
gerði einnig brjóstmynd af leikkon-
unni Hedy Lamarr sem var á sín-
um tíma talin fegursta kona í heimi.
Hedy var einnig stórmerkilegur upp-
finningamaður, þótt ekki kæmist sú
iðja hennar í hámæli fyrr en rétt fyr-
ir dauða hennar, en leikkonan þróaði
meðal annars tækni sem var vísir að
uppfinningum á borð við þráðlaust
internet.
Árið 1931 fluttist Nína til Los Ang-
eles, eða raunar til Hollywood, og
þar leigði hún hús með sambýlis-
konu sinni, Polly James, þar sem þær
bjuggu saman til ársins 1955. Polly
var fastráðinn handritshöfundur hjá
Universal Studios, en öfugt við það
sem síðar varð var stór hluti hand-
ritshöfunda í Hollywood konur um
1930. Polly vann meðal annars sem
handritshöfundur fyrir Roy Rogers-
myndirnar.
Nína vann sjálf við kvikmynda-
bransann og kynntist margs konar
fólki, til að mynda tónskáldinu Cole
Porter, sem var heimilisvinur þeirra
Polly. Eftir Nínu liggja höggmyndir
í Los Angeles og þar hóf hún líka að
þróa stíl sinn í átt að list frumþjóða
í Kyrrahafi og á vesturströnd Banda-
ríkjanna.
Ekki vel tekið á Íslandi
Nína fór ekki aftur til Evrópu fyrr
en árið 1947 þegar henni var boðið
að koma til Íslands og hélt þá sýn-
ingu í Reykjavík og þaðan hélt hún
til Evrópulanda. Svo virðist sem hún
hafi ekki ætlað sér að ílengjast á Ís-
landi þegar hún kom þangað 1955
til að fylgja eftir sýningu í Bogasal
Þjóðminjasafnsins, en úr varð að
hún dvaldi áfram á Íslandi og fór
aldrei til Bandaríkjanna framar.
Henni var hins vegar ekki vel tekið
á Íslandi. Það er undarlegt þegar haft
er í huga að í um áratug var hún sá
íslenski listamaður sem þekktastur
var á alþjóðavísu, en kalda stríðið og
hugmyndafræðileg átök ollu því að
Nína passaði ekki vel í boxin. Vinstri
mönnum fannst hún vera of hægri
sinnuð, enda studdu áhrifamenn í
Sjálfstæðisflokknum hana leynt og
ljóst, og sú staðreynd að hún hafði
búið í Hollywood var henni ekki til
framdráttar. Hún þótti gamaldags
og menn kveiktu ekki á nýjungum
hennar, ekki síst vinnu hennar með
fjölbreyttan efnivið. Nú á dögum
sjáum við Nínu sem áhugaverðan
art deco-listamann, en á þeim tíma
var hún ekki talin hafa náð tökum á
módernum stíl.
Nína tók fljótt upp samband við
konu, Sesselju, í Reykjavík þegar hún
kom til Íslands og saman fóru þær
til Flórens að vinna að því að steypa
og móta Hafmeyjuna, en Thor Thors
hafði verið aðalhvatamaður þess
að hún yrði sett upp í Reykjavíkur-
tjörn. Samband Nínu við Sesselju
stuðaði borgarana og þótt aldrei
hafi verið rannsakað hver spengdi
Hafmeyjuna á gamlárskvöld 1959
bendir flest til þess að það hafi verið
íhaldssamir Reykvíkingar, fremur en
reiðir módernistar, þótt endanlega
verði aldrei úr því skorið. Þetta hafði
gríðarleg áhrif á Nínu og hún sagði
sjálf að „eitthvað hefði dáið í sér“.
Síðustu æviárin voru ekki
ánægjuleg. Sesselja dó árið 1961 og
Nína mun hafa drukkið um of. Hún
lést árið 1965 úr krabbameini, 73 ára
að aldri. n
Nína með Evu Le Gallienne í New
York árið 1929 Brjóstmynd Nínu var
afhjúpuð í þrítugsafmæli Evu sem var
risavaxið „decadent roaring twenties“ partí
á Grand Hotel á Manhattan.
Nína í Hollywood árið 1942 Nína er með fálkaorðuna á jakkaboðungnum og kærasta hennar Polly er í hvítri blússu á miðri mynd. Cole
Porter stendur við hlið Nínu. „Vinstri mönnum
fannst hún vera
of hægri sinnuð, enda
studdu áhrifamenn í
Sjálfstæðisflokknum
hana leynt og ljóst, og sú
staðreynd að hún hafði
búið í Hollywood var
henni ekki til framdráttar.
Hún þótti gamaldags
og menn kveiktu ekki á
nýjungum hennar.