Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 6.–9. nóvember 201524 Fólk Viðtal
Erfði kraftinn frá pabba
Þ
etta er alltaf jafn gaman og
það langskemmtilegasta
er návígið við viðskipta-
vininn á gólfinu. Þangað
fer ég reglulega, sér í lagi
þegar eitthvað sérstakt er um að
vera. Eftir alla mína reynslu er ég
aðeins smá stund að lesa í aðstæð-
ur, kúnnana, hvað verið er að tala
um, hvað sé ábótavant, tísku, þjón-
ustu og útlit verslunar. Ég elska
þetta allt saman og er alltaf að gera
mér grein fyrir því hvað ég er hepp-
in að vinna við það sem mér þykir
skemmtilegast,“ segir athafnakon-
an Svava Johansen, eigandi tísku-
veldisins NTC.
Túristar versla meira
Svava hefur staðið í verslunar-
rekstri í rúm 30 ár en er langt frá því
að vera komin með leiða. „Starfið
hefur breyst mikið síðan við vor-
um með eina verslun upp í allar
þessar ólíku verslanir. Tímabilin
eru líka margþætt, bæði er varð-
ar tísku og efnahagssveiflur. Það
hefur aldrei komið tímabil sem ég
velti fyrir mér að snúa mér að ein-
hverju öðru. Þetta er svo fjölbreytt.
Við erum sífellt að fara á nýja
staði, finna ný merki, gera nýja
samninga, opna nýjar verslanir og
svo breytist tískan svo ört. Nú er
túrisminn kominn til landsins sem
er mjög áhugavert. Ferðamenn eru
farnir að versla hér meira og finn-
um við fyrir því. Þeim finnst gam-
an að versla sér tískuvörur frá
Skandinavíu og þá skiptir ekki máli
hvort það er á Íslandi, Danmörku
eða í Svíþjóð, og þá reynum við
auðvitað að ota okkar framleiðslu
fremst en ein best seldu merkin
okkar eru okkar framleiðsla, kven-
fatamerkið MOSS og herramerkið
MAO.“
Stolt af föður sínum
Kaupmennska er Svövu í blóð bor-
in en faðir hennar, Rolf Johan-
sen, stofnaði innflutningsfyrirtæk-
ið Rolf Johansen & Company árið
1957. „Ég hef alltaf verið svo stolt
af pabba. Hann byggði sinn auð úr
engu, kom ungur fátækur maður
frá Reyðarfirði, eins og hann lýsti
sér sjálfur, sem varð hæsti skatt-
greiðandinn í mörg ár. Krafturinn
í honum var ótrúlegur og ég held
að ég hafi erft athafnaþrána og ork-
una frá honum. Pabbi var alltaf að
finna eitthvað nýtt, fá ný umboð,
bæta við og prófa. Hann hafði svo
sannarlega mikla athafnaþrá – þá
sömu og ég finn renna í mínum
æðum. Honum fannst ekkert eins
skemmtilegt og ræða um viðskipti
og vildi alltaf spjalla um bisness
þegar við hittumst,“ segir Svava en
Rolf lést árið 2007, 74 ára að aldri.
Hávær en hjartagóður
Svava ólst upp á Laugarásnum,
þriðja í hópi sex systkina. „Það
voru ákveðin forréttindi að vera
miðjubarn ásamt Lindu systur við
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Svava Johansen hefur verið ein mest áber-
andi kona íslensks viðskiptalífs um áraraðir en Svava
hefur staðið í verslunarrekstri í rúm 30 ár og er langt
frá því að vera komin með leiða. Indíana Ása Hreins-
dóttir ræddi við Svövu um æskuna, fjölskylduna,
föðurmissinn, viðskiptin, einkasoninn og ástina sem
hún elskar að vinna og hlæja með.
„Ég hef aldrei verið
gift og hef aldrei
prófað hvíta kjólinn